fimmtudagur, janúar 27, 2005

long time no blogg!!!!

jæja góðir hálsar, i´m back,
ég held að mar eigi ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar um hvað mar er farin að vera duglegur að blogga, því það er bara ávísun á ekkert blogg í langan tíma á eftir.
En annars eru þessar þrælabúðir sem kallast víst skóli búnar að vera like hell undanfarna daga. Ég náði mér í flensuna miklu í síðustu viku en það var bara ekki séns að vera heima og ná henni úr mér af viti. Reyndar var ég ekkert á því að vera veik og fannst ég orðin svo hress á föstudag og skellti mér því í byen en kom fárveik til baka á sunnudag, en þá biðu aðeins um 5 verkefni sem ég þurfti að gera (skilin reyndar á öllum dögum vikunnar). Þrátt fyrir veikindin tókst mér að vera súper dugleg og klukkan hálf tvö í dag kláraði ég síðasta verkefnið í þessari törn og er þetta búin að vera afslöppunardagur. Þrifum reyndar hérna heima enda veitti ekki af, potturinn var líka þrifin enda veitti ekki af, ekki verið notaður síðan í nóvember og þar sem vatnið hérna verður stundum ansi skrautlegt leit hann svona út fyrir þrifin:

jammí er það ekki????
En núna er búið að þrífa hann og allir eru velkomnir í heimsókn að sjálfsögðu!

Ég er búin að bíða eftir því að handboltinn byrjar því mér finnst gaman að horfa á landsliðið keppa, á sunnudaginn horfði ég á fyrsta leikinn en þegar þeir voru einhverjum slatta marka undir þá gafst ég upp og hætti að horfa. Á þriðjudaginn ákvað ég að sleppa blakinu því ég var ennþá frekar slöpp en fannst samt fínt að geta horft á handboltan, en nei það var nú til of mikils ætlast. Það voru búnar 13 mín af leiknum þegar helv rafmagnið fór hérna, kubbakallarnir sem eru að vinna við veginn hérna skemmdu e-ð í rafmagnsdótinu. ég hélt að þetta yrði bara svona 10 mín, mesta lagi hálftími en neeeei það var nú ekki svo gott! Við erum að tala um 4 klukkutíma, tölvan batteríslaust og alles, það var bara kerti og spil stemmarinn tekin. Þá voru nokkur hús hérna í stóruskógum sem gekk e-ð illa að laga og þar sem ég er nú bara þekkt fyrur mína heppni þá var það akkúrat húsið mitt og þá sérstaklega þegar handboltaleikurinn var (kubbakallarnir ættu nú að taka tillit til þess) og ofan á allt átti ég ekki einu sinni batterí til að hlusta á útvarpið, Halldóra var ekki glöð á þriðjudagskvöldinu.
Missti svo af leiknum í gær því ég var að keppa í blaki upp á skaga, sem var reyndar mjög gaman (gekk samt ekkert frábærlega) fyrir utan að Alex franskur skiptinemi sem er að spila með strákunum þurfti að fara úr húsinu í sjúkrabíl, sleit víst krossbönd, við bifrestingar erum þekkt fyrir að láta aðeins hafa fyrir okkur. Loksins er komið plan um blakdjamm næsta fimmtudag, HA er víst að koma í heimsókn og skillst að það eigi að vera ball í hreddanum, ekki leiðinlegt það.
stefnan er bara tekin á að vera hérna um helgina, ótrúlegt en satt ætla ég að vera heima hjá mér eina helgi, fyrsta helgin síðan í október held ég barasta.
vatnavambirnar ætla að koma við á morgun á leið suður, ætli mar skelli ekki í einn brauðrétt eða betty fyrir þær. held ég láti vöflurnar eiga sig, miðað við hvernig það gekk síðast þegar þær komu við.
jæja þetta er nú komið nóg, búin að röfla nægju mína í bili!!

auf widersen....

föstudagur, janúar 21, 2005

Hemmi Hreiðars farin að kenna á Bifröst!

Já svei mér þá, ég held bara að Hemmi sé hættur í boltanum og farin að kenna upplýsingartækni í Viðskiptahálskólanum á Bifröst, spurning um að láta séð og heyrt vita (ég meina 15 þús kall fyrir forsíðu, ágætis búbót það)! Allavega er ég í tíma hjá honum eða tvífara hans.

Það hefur senniega ekki verið nægur peningur í boltanum, örugglega betra borgað að vera að kenna!! Ætli Eiður fari ekki að kenna okkur líka, spurning um að fela þá myndavélina fyrir ákveðinni manneskju!!
En jæja varð bara að deila þessu með ykkur, er á leið í bæinn um leið og Hemmi er búin að kenna okkur á NPV og IRRið, Laugarvatn á morgun að öllum líkindum, annars er helgin frekar óplönuð (ekki allveg líkt mér, skipulagsmanneskjunni)
auf widersen

miðvikudagur, janúar 19, 2005

skynsamlegt en ekki endilega skemmtilegt!!!

Hellú góðir hálsar, það er naumast að mar er duglegur að blogga, á nokkra daga fresti, framför en spurning hve lengi þetta endist. Það er bara þannig að það er skemmtilegra að röfla e-ð um sjálfan sig á einhverri síðu heldur en að kíkja í námsbækurnar. Talandi um námsbækur þá var ég að versla eitt stykki slíka áðan, aðeins 900 bls (klára hana bara á einu kvöldi) og hún kostaði minna en stígvélin mín góðu og ég hugsaði með mér að peningarnir sem ég ætlaði að eyða í stígvélin yrðu bara eytt í skólabækur. Ein að reyna að sannfæra sig um það að stígvélin voru ekki góður kostur. Auðvitað er það skynsamlegra að kaupa skólabækur heldur en skóbúnað, eða hvað finnst ykkur???

þetta (vil bara taka það fram að þetta eru ekki "the shoes", fann ekki mynd af þeim!)

eða

þetta.

Sjáiði hvað skórnir æpa miklu meira á mann heldur en skólabókin góða???
Ok ég skal allveg viðurkenna að skólabókin sé skynsamlegri kostur, en....

-ég þyrfti ekki að blotna svona í lappirnar á því að klofa snjóinn hérna (sem virðist b.t.w. vera endalaus, meiri en á Ísó) þegar ég er að fara í kaggan minn.
-ég gæti hætt að ofnota puma skóna sem ég keypti mér í Ameríkunni
-ég væri líka miklu meiri pæja í stígvélunum heldur en ef ég held á skólabókinni
osfrv..
ég er semsagt ekki enn komin yfir skóna góðu. Nýjasta hugmyndin hjá mér er að tékka hvort þeir séu ennþá til í bleiku, og EF ég finn par sem ég passa í, að kaupa það og lita þá bara rauða (spurning hvort ég nenni að ganga í gegnum þessa geðveiki aftur og hvort mér yrði höfuð hleypt inn í þessa búð aftur(önnur búð samt í kringlunni-þær þekkja mig ekki þar)). En þetta hlýtur að ganga yfir, einhverntíman, vonandi fljótlega, það er bara svooo erfitt að vera skósjúklingur! ætli það séu haldnir fundir reglulega fyrir skósjúklinga eins og AA? ætti kannski að tékka á því!


jæja bulli bull, nú er ég hætt í bili, enda allir hættir að lesa þessa vitleysu í mér
auf widersen

sunnudagur, janúar 16, 2005

Öskubuskuævintýri

Gott kvöld góðir hálsar,
Þá er enn ein helgin afstaðin og á morgun byrjar skólastarfið fyrir alvöru, evrópuréttur klukkan átta í fyrramálið og hana nú, ekkert hangs meira.
Ég skellti mér í höfuðborgina á föstudag eftir gott djamm hér á bifröst á fimmtudag og var nú ýmislegt brallað þar en má segja að þetta hafi ekki verið góð helgi fyrir skósjúkling eins og mig. Ég ætla að deila með ykkur einni lítilli sögu um mig:
Á föstudag fór ég í smáralindina og kíkti aðeins í skóbúðir því er mig búið að langa í ný stígvél í þónokkurn tíma og ákvað ég að freista gæfurnar á útsölunum.
Í skór.is fann ég þessi líka geggjuðu rauðu rúskinstígvél og ákvað að prófa að máta þau og bað um að fá par nr 40 (já ég veit ég er með stórar bífur), mátaði hægri skóinn en fannst hann soldið rúmur, og bað því um að fá vinstri skó nr 39 til að finna muninn. Prófaði ég svo að labba aðeins í þessum tveim stærðum á sitthvoru löppinni og ákvað að fá mér nr 40(bara búin að máta hægri skóinn samt). Þegar ég kem heim seinna um kvöldið ákvað ég að máta skóna aftur, en viti menn, ég kemst ekki í vinstri skóinn, hællinn á mér kemst ómögulega ofan í stígvélin. Prófaði ég aftur um morgunin og enn gekk ekki neitt og ákvað ég þá að fara með skóna aftur í búðina því mér fannst þetta e-ð skrýtið þar sem ég komst allveg ofan í vinstri skó nr 39.
Var ég svo heppin að hitta á sömu afgreiðslustúlku, en voru öll pör í stærðinni 40 búin en einhver eftir í 39. Prófaði ég vinstri skó nr 39 og small ég ofan í hann, og þar sem ég var bara orðin ástfangin af þessum skóm ákvað ég að skella mér bara á par nr 39, en í ljósi atburða bað ég um að fá að máta hægri skó nr 39. Og viti menn, ég komst EKKI í neinn hægri skó og gubbaði afgreiðslustúlkan því þá út úr sér að fólk hefði lent í vandræðum með þessa skó, það væri augljóslega einhver galli í þeim. Þeir sem þekkja mig vita að ég á það til að vera örlítið þrjósk og gaf ég mig ekki allveg strax og reyndi að troða mér ofan í einhverja skó í búðinni í 45 mín. Leið mér virkilega eins og stjúpsystrunum í öskubusku þegar þær voru að reyna að troða sér í glerskóinn sem prinsinn kom með, ég lét virkilega eins og það væri einhver prins í boði.

Afgreiðslustúlkan tók ekkert vel í það að selja mér annan skó nr 39 og hinn nr 40. Ég fór meira að segja til skósmiðs og tékkaði á hvort hægt væri að laga það, en nei allt kom fyrir ekki og afgreiðslustúlkan bauðst til að endurgreiða mér stígvélin góðu og syrgi ég enn, því ég er viss um að ég eigi aldrei eftir að finna eins geðveik stígvél, snökt, snökt....
En svona var þá þessi skemmtilega saga, Katrín greyið þurfti að þola mig allan daginn eftir það og öfunda ég hana ekki því ég var mjög úrill og pirruð yfir þessu og ekki skemmtilegasti félagsskapur, sumir taka skókaup meira inn á sig en aðrir!!

jæja þetta er nú orðið ansi langt, en eitt að lokum, hvað gerðist eiginlega í idolinu á föstudaginn, er landinn orðin eitthvað skrýtin? Mér finnst að það eigi að kjósa þann sem fólki finnst verstur og eigi að detta úr, held að það komi betur út.
nú er komin tími á stopp á þessu bulli og segi ég því bara
auf widersen

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Back to the school!!!!

Góða kvöldið góðir hálsar.
Þá er mar komin aftur á suðurlandið, nánar tiltekið stóru-skógar 9 og hér er bara allt músarlaust að því sem ég best veit. Kom áðan eftir nokkra daga í borginni þar sem ég er búin að reyna að hitta sem flesta og líka bara að slappa af. Skóli klukkan 10 í fyrramálið og er ekkert nema bara gott um það að segja, gaman að hitta alla aftur.

Mætti í borgina á föstudag, matur í Laufenginu og spil þar sem ég tapaði ekki einu sinni heldur tvisvar fyrir ákveðnum aðila sem ég þoli ekki að tapa fyrir, ekki orð meira um það.
Laugardagurinn tekin snemma, Sirrý millilenti í RVK í leið norður í æfingarkennslu og héldum við Kata henni félagsskap í þessa tvo tíma. Kíkt í kringluna og verslað pínku pons á útsölum. Svo heim í nýju "svítuna mína" og gert sig klára fyrir kvöldið. Ég komst nú að mörgu skemmtilegu þetta kvöld:
-Lasagne á madonnu klikkar ekki
-mér finnst irish coffie bara nokkuð gott
-16 bekkur í austurbæ er ekki góð leikhússæti fyrir manneskju sem er ekki 1,80
-of fá klósett eru í austurbæ
-betra að hafa gleraugum með ef það er nektaratriði í sýningunni
-hárið er geggjuð sýning, ekki verri en hún var fyrir 10 árum
-ég get vel drukkið bjór
-ég er léleg í skák (þriðja tapið á innan við sólarhring, arg!!!!!
-grasshoper er góður sem skot (mundi nafnið, Eyrún!)
-komin með ógeð á breezer
-komst að því að ég á 2 stjúpdætur
-allstaðar kynnist mar frænkum eða frændum, líka á djamminu
-hvalveiðar eru ekki vinsælar hjá Húsvíkingum
-bauð sjálfri mér í idol-partý á föstudaginn hjá fólki sem ég þekki ekki neitt
-mandarinu vodki í appelsínusafi, geggjað gott
-minnað klikkar stundum eftir nokkur skot
-ekki gott fyrir heilsuna að blanda mörgum tegundum saman

jæja þá er það komið á hreint, hverju ég komst að um sjálfan mig á laugardagskvöldið og svo á sunnudagsmorgun. Skellti inn nokkrum myndum, hér má sjá hvernig afþreyingu er meðal annars hægt að finna á 22:






jæja þetta er nú komið nóg í bili, ætla að fara að koma mér brátt í bælið, það verður sko erfitt að vakna í fyrramálið.

auf widersen.....

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Á skíðum skemmti ég mér, tralalala...

Guten tag,
nú er heldur betur farið að styttast tíminn hérna á hótel múttu, back to the real life á morgun (ef það verður flogið) en þá er stefnan tekin í borgina. Búið að plana smá matardæmi á morgun, spurning um hvort ég næ í það eða hvort ég verði bara hérna í snowytown að horfa á idolið en miðað við mína reynslu er ég hætt að búast við að komast á þeim tíma sem ég vil. Svo er það ´söngleikurinn Hárið á lordag, eins gott að það verði flogið fyrir það, hlakka mikið til.
Síðustu dagar hafa farið í heimsóknir, þarf að hitta alla og kveðja áður en mar leggur í útlegðina miklu í borgarfjörð. Svo var bara rykið dustað af skíðabúnaðnum og kíkt aðeins á skíði í dag (það voru nú ekkert margar ferðir farnar, en get þó sagt að ég sé búin að fara á skíði á þessu ári). Tók nokkrar myndir því til sönnunar:

Sirrý skíðagella

myself, var soldið kalt greinilega


það er ekkert lítið af snjó hér á svæðinu eins og má sjá.

Svo er það bara körfuboltaleikur í aften og svo neglur eftir það, það verður að reyna að gera sig fínan áður en maður fer í borgina, skellti mér í lit og klipp og augu í gær hjá henni Helgu Guðrúnu.

Búið að fresta skólabyrjuninni um tvo daga, sennilega vegna óveðursins sem var núna á dögunum, en þá þurfti að fresta einhverjum úrbótarprófun þannig að ég fæ bara enn fleiri daga í borginni, það er nú ekki slæmt.
jæja þá er þetta komið nóg í bili!
auf widersen.....

mánudagur, janúar 03, 2005

Allveg við það að snjóa mann í kaf hérna!!

Hellú everyone, já það er sko ekkert grín þetta veður hérna á Ísó núna, það bara snjóar og snjóar eins og ég veit ekki hvað.
Frívikan byrjar semsagt bara ágætlega, búin að vera næstum því föst hérna heima hjá mér, en samt skemmtilegur dagur að öllu leyti (námsbækurnar verið látnar í friði). Fengum skemmtilega heimsókn í dag þegar Sirrý hetja labbaði hingað í óveðrinu vel dúðuð og svo Þórunn sem var bara sótt eins og prinsessu sæmir. Var svo spilað game of life, hættuspilið og kani, og tókst mér með miklum klæjum að sigra game of life á endanum en skíttapaði ég hinum tveim.
Óðum við svo út í veðrið að skutla liðinum í bæinn og má segja að ansi fáir voru á ferli þar í dag. Svo að loknu smá fjölskylduspili eftir kvöldmat þar sem við stelpurnar á heimilinu unnum karlana var farið í göngutúr í bæinn, hele familyen, dugnaður þar á bæ.
Annars er lítið títt, er búin að panta mér far suður á föstudag, einhver hittingur planaður um kvöldið og jafnvel eitthvað geim á laugardag svo bara skúlen á mánudag.
Jólin í stóruskógum 9 voru músarlaus eftir því sem við komumst næst en voru allar gildrur óhreyfðar þar í gær okkur til mikilla ánægju, vonum að þær haldi sig bara utandyra það sem af er af vetri.
Smá dugnaður búin að vera í gangi í dag og í gær þegar lögfræðibókin var tekin upp og lesin, ætla að reyna að bögglast í gegnum hana áður en skólinn byrjar, já nú á sko að taka þetta, engin frumlestur fyrir próf eins og gert var á síðustu önn o nei!
Að lokum, fann þetta sniðuga kort á kaupfélagssíðunni og ákvað að sjá hve mikið af heiminum ég ætti eftir að sjá!


Ansi mikið, finnst ykkur ekki? Þarf soldið að fara að bæta úr því, þegar ég verð orðin ríkur viðskiptalögfræðingur þá klára ég þetta sem ég á eftir (má alltaf láta sig dreyma, er það ekki!)
en endilega tékkið á þessu og prófið sjálf hér

jæja þá er þetta komið nóg, ætla að fara að demba mér í lestur verð að klára bókina "barn að elífu" fyrir morgundaginn.
auf widersen..

laugardagur, janúar 01, 2005

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!!!

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar og takk fyrir það gamla.
Jæja hið nýja ár byrjaði bara ansi vel, vaknaði við sms frá Önnu Láru kl 10 í morgun að falleg stelpa hafi komið í heiminn kl 7:49 og hvað haldiði nema hún hafi verið fyrsta barn ársins á Íslandi, glæsilegt það.
Hér er litla dúllan og mamman:

Annars var ég bara róleg í gær eins og mín er von og vísa um áramót, en ég kíkti aðeins í bílskúrspartý í Góuholtið en var ekkert í miklu stuði þannig að ég var komin heim um þrjúleytið. Djammárið byrjar ekki vel hjá mér að þessi sinni enda er ég búin að vera með eindæmum lélegt í djamminu síðasta ár, kannski er mar bara að eldast! Horfðum á videó í gær sem var tekið upp þegar amma mín varð 60 árið 1992 og o my good hvað er fyndið að horfa á svona gamalt dót, ég var gjörsamlega á gelgjunni og var sko ekki að nenna að syngja með og bara yfirleitt ekki vera þarna.
Búin að vinna í bili og er ekkert nema gott um það að segja, er sko farin að hlakka til að eiga frí í viku og gera bara eiginlega ekki neitt, sofa fram yfir hádegi og leggja sig svo aftur seinni partinn og fleira í þeim dúr. Annars er ég allveg að vera búin að plana kvöldin undir heimsóknir og hittinga því nú fer að styttast í það að mar fari aftur á suðurlandið, bara vika eftir í sælunni en það verður samt gaman að byrja í skúlen og hitta alla aftur.
Ég fékk símtal frá Danaveldi í gær og ég væri sko allveg meira en til í að flytja aftur út, enda er stefnan tekin á það að taka 3 árið mitt í DK og reyna að skella sér út næsta sumar í smá frí ef ég verð búin að borga þessa bandaríkjaferð þá.
jæja þá er þetta nú komið nóg af rausi í bili og vona ég að allir hafi átt góð jól og áramót þetta árið.
until later.......