sunnudagur, ágúst 20, 2006

SUMARIÐ Í MÁLI OG MYNDUM

Hæ hæ og hó

Ég nenni minnst að blogga núna en ætla að skella inn hjápunktum sumarsins í myndum.
2 vikur í skólann og þá lofa ég bloggi í málum og örugglega fleiri myndum.

En gjöriði mér bara svo vel.... trallala...

Byrjum á rafting og útilegu með Aldísi, ...


... Stjána, ...

... Dísu, ...


... og fleiri bifrestingum

Við Dísa vorum MJÖG nálægt því að drukkna í ánni en þrátt fyrir það var þetta geggjuð helgi í alla staði.

Seinni partinn í Júlí fékk ég heimsókn frá góðu fólki...


... og það var að sjálfsögðu farið í strandblak ...


... og á djammið ...


... þar sem var brjálað fjör og...


...sumir voru eins og þeir hefði sloppið út af hæli.


Næst er það versló en þá var troðið vel í bílinn...

... og lagt á stað á “floppað á Flókó”. Beðið eftir ferðalöngunum úr borginni, ...


...sem komu svo loks á endanum.


Margt var brallað í rigningunni, að sjálfsögðu var spiluð tía...


... og heimsótt Kollu á Þorpinu og rifjaðar upp góðar stundir frá því á “poppað á patró” í fyrra ...


... og að lokum var “leitað að Látró” og ótrúlegt en satt þá fannst bjargið



Næst var það Mýrarboltinn þar sem við Gleiðikonur tókum þátt...


... ásamt ofurkonum.


Hérna erum við að keppa við Sunnu og co. í Ýsunum, sem við btw. unnum 1-0

Brynja stóð sig ansi vel í markinu og passaði vel upp á boltann.


En í úrslitaleiknum töpuðum við víst 1-0 eftir vítaspyrnu á móti Helgu og co. í gleðisveit Gaulverjahrepps ...


... og urðum víst að sætta okkur við silfrið ...


... en við Bubba og Sirrý brostum bara okkar blíðasta í gegnum tárin.



Síðast en ekki síst var það lokahóf OK, sem var geggjuð óvissuferð sem byrjaði með fordrykk í neðsta kaupstað ...


... síðan var farið á sjóinn ...


... þar sem var brjálað fjör ...


... svo var farið að veiða ...


... fiskurinn beit víst bara á hjá sumum, ekki það að ég muni tjá mig meira um það hérna!


Síðan var farið í fótbolta og boðhlaup og að sjálfsögðu var nammiregn, þó það hafi verið með aðeins öðruvísi hætti en mar er vanur, en því miður á ég engar myndir af því
Skelltum við okkur svo á kjallarann þar sem biðu okkur pizzur og var þar mikið stuð, sungið, trallað...


... og dansað upp á borðum, þó ekki hafi verið hátt til lofts.


Og að lokum skelltum við okkur á sálarball í víkurbær ...


... þar sem sumir voru í meira stuði en ...


... aðrir!


Jæja hérna lýkur svo sögu minni um sumarið 2006 og mun ég lofa bloggi aftur þegar skúlen hefst eftir 2 vikur þar sem ég hef örugglega ekkert að gera þá, nema skrifa eina litla ritgerð og taka eitt fag!

Auf widersen...