föstudagur, nóvember 25, 2005

Darcy Tyler

Hellú, góðir hálsar





Take the Which Neighbour Are You? Quiz, hosted by Neighbours: The Perfect Blend.
You are Darcy Tyler!
Congratulations! You are Darcy Tyler! Bad to the bone, rotten to the core, you're Ramsay Street's very own villain, although these days you've mellowed out a bit. You like your women, you like your leather jackets, and you like your money.

Ég veit nú ekki hve mikið ég á að trúa þessum prófi, ég ætla nú rétt að vona að ég sé aðeins betur innrætt en Darcy Tyler, mér finnst hann nú bara vondur maður og er þetta mikið sjokk fyrir svona grannafan eins og mig.

Jæja þá er ég orðin sátt, búin í prófum og skattaprófið mitt hræðilega var bara rúllað upp. Ég er alltaf jafn heppin eins og eflaust allir vita og auðvitað lenti ég með þeim fyrstu, sennilega bara því ég var búin að óska mér að vera í seinna lagi. Það var því tekin bara eitt stykki "Brynja" á þetta hjá okkur Helga þar sem hann var strax á eftir mér, og ekkert sofið, bara lært alla nóttina. Við byrjuðum nú reyndar 6 saman klukkan fjögur í gærdag og svo klukkan tólf þá fór Óskar heim, um kl tvö fór Mundi heim og svo loks um fjögur á fóru Finnur og Brynja heim og við Helgi sátum bara tvö eftir, allir búnir að yfirgefa okkur. Enda vorum við mjög fyndin svona um sex leytið, þá vorum við orðin soldið þreytt og okkur var svo kalt og ég veit ekki hvað, við áttum svo bágt en við þrjóskuðumst í gegnum þetta og með smá aðstoð frá foreldrum mínum og einstaklingsrekstrinum hennar mömmu. Ég var semsagt að skýra út fyrir Helga hvaða skattahagræðing væri í því að fara úr einstaklingsrektri yfir í einkahlutafélag (boring i´know) og ég notaði foreldra mína sem skýringardæmi og þegar Helgi fékk verkefni um þetta þá sagði hann við prófdómarana: "já eins og mamma hennar Halldóru sem var hérna á undan hún er nú í rekstri og bla bla.." mamma allveg að meika það í skattaréttinum. Ég held allavega að prófdómararnir geta ekki gleymt mér þar sem hann Finnur þurfti að minnast á mig í prófinu sínu, e-ð með þegar ég var að vinna út í Noregi og hvernig fór með skattana þá, án þess að það kæmi námsefninu neitt við, TAKK FINNUR. Ég ætla ekki að tjá mig neitt um hin prófin en þetta var erfiðasta prófið og því miður bitnaði það aðeins á hinum prófunum en vonandi hefur engar alvarlegar afleiðingar.

En annars er nú lítið að frétta, auðvitað rúlluðum við blakmótinu upp og lenntum í 2 sæti og nýju búningarnir allveg að gera góða hluti, og vakti loftorku auglýsingin á rassinum mikla lukku. Ég er ekki ennþá búin að setja neinar myndir inn í tölvuna en kannski skelli ég einhverjum á netið í næstu viku.
Ég er komin í borgina og það er bara ljúf afslöppun núna, en ríkisgelluhittingur á morgun, byrjum í kringlunni í jólaverslinu og svo verður brunað á röstina og tekið gott kvöld. Ég ætla ekki að leiða huganum að lærdómi fyrr en á mánudagsmorgun en þá hefst missó og er hópurinn minn með afskaplega spennandi verkefni sem ég hlakka mikið til að vinna. Það verður ansi skrýtið að vera ekki allt gengið saman, en þó verður líka gott að vinna með nýju fólki.
Ég er búin að panta mér heim um jólin og fæ ég rúmlega tvær vikur í jólafrí á Ísafirðinum góða og hlakka ég mikið til enda er ég er ekki búin að fara þanngað síðan í byrjun okt.

En jæja ætla að fara út að snæða og svo er það Idol í kvöld og eflaust verð ég sofnuð snemma þar sem ekki hefur farið mikið fyrir svefni síðustu viku og hvað þá síðustu nótt. ég bið bara að heilsa að sinni og skelli inn einhverjum myndum í næstu viku.
auf widersen...

föstudagur, nóvember 11, 2005

Viðskipta(lögfræði)jöfur

Halló allir
ég tók svona tröllapróf sem ég fann link á síðunni hennar Hafdísar og fékk þar staðfestingu á því að ég er nokkurnvegin í réttu námi. Ég er samt alls ekki sammála öllu sem stendur um viðskiptajöfratröllið, en hér kemur það:


Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.



Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.



Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

en ég held að ég verði aldrei moldrík, þannig að ég verð greinilega bara staurblönk þar sem viðskiptajöfnuðurinn leggur allt undir.

en annars er allt gott að frétta héðan frá bifröstinni, alltaf nóg að gera í skólanum, ekki að spyrja að því og nú nálgast prófin óðfluga, aðeins rúm vika í að ég fari endanlega yfir strikið.

Ríkisgelluhittingur strax eftir próf í Bjarkarselinu, ekki seinna vænna þar sem stílistinn minn er að flytjast aftur til Ísafjarðar, þannig að ekkert varð af barnapössuninni né bíóferðinni sem við plönuðum. En ég á eftir að sakna hennar mikið, það er búið að vera frábært að gíra sig frá skólanum og kíkja í kaffi í selið.
En ég hlakka mikið til dagsins 25 nóv, en þá mun ég annað hvort vera mjög hress eða bara alls ekki hress, því þá mun ég klára erfiðasta prófið, sem er munnlegt próf í skattarétti.

Annars fékk ég næstum mitt fyrsta núll í vikunni, en það var tímaverkefni í stærðfræði í síðustu viku og get ég nú ekki sagt að mér hafi gengið neitt sérstkalega vel. Kom svo einkunnin inn á miðvikudagskvöldið og ég loksins þori að kíkja og þá stóð bara 0. Ég fékk náttúrulega SMÁ sjokk, enda þótt mér hefði gengið illa hélt ég að mér hefði ekki gengið svo illa, ákvað samt til öryggis að senda póst á kennarann til að tékka á þessu. Hann hringir svo í mig stuttu seinna og segir mér að verkefnið hefði ekki skilað sér og bað mig að senda það á pósti. Einkunnin kom svo stuttu seinna og var ég mjög ánægð þegar ég hækkaði úr 0 upp í 7,5 á nokkrum mín. Ég held samt að ég hafi aldrei náð að sofna um nóttina því ég var í svo miklu sjokki eftir þetta.

Svo er það bara blakmót á morgun, brottför klukkan 7:30 frá Útgarði 2, nýju búningarnir komu í hús í gær og þeir lúkka bara mjög vel og ég held að flestir séu ánægðir með þá, líka græningjarnir en það var ekki allveg samstaða innan hópsins með litavalið, og auðvitað vann blái liturinn því eins og súrsætar vita er blái liturinn bestur :)

en ég ætla að láta þetta gott heita í bili en aldrei að vita nema ég skelli inn einhverjum myndum af blakmótinu á sunnudag eða eftir helgi.

góða helgi allir til sjávar og sveitar!!

auf widersen...

mánudagur, nóvember 07, 2005

Happy happy time

jæja þar sem ég var svo yfirmáta skemmtileg í síðustu færslu minni hef ég ákveðið að skrifa eitt æðisgengið happy blogg um það sem á daga mína hefur drifið og drífur þessa daganna....
Ég fór í bæjarferð um helgina og það var allveg rosalega happy-legt eitthvað.
*Fór í kokteil, snittu og pizzaboð á föstudagskvöldið hjá fyrirtæki frænda míns og það var allveg rosa fínt, gaman að hitta ættingjana og svona, og auðvitað alltaf gaman þegar einhverjum í fjölskyldunni gengur vel(happy)
*Svo var það idol-partý hjá Sollunni og það var bara hið fínasta skemmtun, ég var ekki að drekka þannig að ekki var ég þunn á laugardeginum (happy)
*Laugardagurinn fór svo í eitt og annað, búðarráp með aðalsundþjálfurum landsins og svo frábært matarboð í Vallargerðinu þar sem irishinn klikkar ekki (happy)
*Sunnudagurinn var svo með einsdæmum happy þar sem ég eyddi seinnipartinum í nánst ekki neitt og var búin að neita ákveðnum aðilum um klippingu vegna tímaskorts en tímaskorturinn fór svo bara í slökun hjá mér (very happy)
*Núna er Mánudagur og ég er bara með 4 verkefni á bakinu sem þarf að klára fyrir fimmtudag og í stað þess að læra er ég að blogga því mér finnst það svo gaman (happy)
*Við blakararnir erum búin að skella okkur á búninga, og vorum við svo heppinn (happy) að fá styrki og auglýsingar til að fjármagna kaupinn á þeim og munum við meira að segja koma út í 200 kall í plús (extra happy)
*Blakpartýið á fimmtudaginn heppnaðist með einsdæmum vel og er nokkuð víst að Mundi hafi verið sigurvegari kvöldsin en Finnur´(já þú vitleysingur) hafi verið hestastjórnandi og svangasti maður kvöldsins, og daginn eftir átti hann líka glóðurauga dagsins (happy-Finnur)

Jæja þá er þetta hamingjublogg loksins á enda og vona ég að lesendur taki gleði sína á ný og hætti að senda mér prozac í stórum skömmtum.
Að lokum vil ég bjóða Sellu gellu velkomna í bloggmenninguna, þó að hún merkir bloggið mitt Halldóra í pirringnum.....maður má eiga sínar slæmu stundir, er það ekki????

en nú tekur alvara lífsins við, lærdómurinn, en aldrei að vita nema ég verði dugleg að blogga á næstunni, það eru nú einu sinni að koma próf og svona...

auf widersen...