mánudagur, nóvember 07, 2005

Happy happy time

jæja þar sem ég var svo yfirmáta skemmtileg í síðustu færslu minni hef ég ákveðið að skrifa eitt æðisgengið happy blogg um það sem á daga mína hefur drifið og drífur þessa daganna....
Ég fór í bæjarferð um helgina og það var allveg rosalega happy-legt eitthvað.
*Fór í kokteil, snittu og pizzaboð á föstudagskvöldið hjá fyrirtæki frænda míns og það var allveg rosa fínt, gaman að hitta ættingjana og svona, og auðvitað alltaf gaman þegar einhverjum í fjölskyldunni gengur vel(happy)
*Svo var það idol-partý hjá Sollunni og það var bara hið fínasta skemmtun, ég var ekki að drekka þannig að ekki var ég þunn á laugardeginum (happy)
*Laugardagurinn fór svo í eitt og annað, búðarráp með aðalsundþjálfurum landsins og svo frábært matarboð í Vallargerðinu þar sem irishinn klikkar ekki (happy)
*Sunnudagurinn var svo með einsdæmum happy þar sem ég eyddi seinnipartinum í nánst ekki neitt og var búin að neita ákveðnum aðilum um klippingu vegna tímaskorts en tímaskorturinn fór svo bara í slökun hjá mér (very happy)
*Núna er Mánudagur og ég er bara með 4 verkefni á bakinu sem þarf að klára fyrir fimmtudag og í stað þess að læra er ég að blogga því mér finnst það svo gaman (happy)
*Við blakararnir erum búin að skella okkur á búninga, og vorum við svo heppinn (happy) að fá styrki og auglýsingar til að fjármagna kaupinn á þeim og munum við meira að segja koma út í 200 kall í plús (extra happy)
*Blakpartýið á fimmtudaginn heppnaðist með einsdæmum vel og er nokkuð víst að Mundi hafi verið sigurvegari kvöldsin en Finnur´(já þú vitleysingur) hafi verið hestastjórnandi og svangasti maður kvöldsins, og daginn eftir átti hann líka glóðurauga dagsins (happy-Finnur)

Jæja þá er þetta hamingjublogg loksins á enda og vona ég að lesendur taki gleði sína á ný og hætti að senda mér prozac í stórum skömmtum.
Að lokum vil ég bjóða Sellu gellu velkomna í bloggmenninguna, þó að hún merkir bloggið mitt Halldóra í pirringnum.....maður má eiga sínar slæmu stundir, er það ekki????

en nú tekur alvara lífsins við, lærdómurinn, en aldrei að vita nema ég verði dugleg að blogga á næstunni, það eru nú einu sinni að koma próf og svona...

auf widersen...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er nú gaman að þú skulir vera búin að taka gleði þína á ný og byrja að blogga svona líka jákvætt og skemmtilegt blogg :) Keep up the good work!!

1:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh loksins kemur færsla..og það hamingjusöm (happy) hahaha... Snilld alveg eins og þú :)
Hlakka til að sjá þig um jólin mín kæra,
þín Elín.

10:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home