hellú
guten tag allir saman
ég held svei mér þá að ég fái seint verðlaun fyrir það hve dugleg ég er að blogga!
annars er nú lítið að frétta hjá mér þessa dagana þar sem mér finnst ég nánast eina manneskjan sem er ekki í útlöndum liggjandi á ströndinni eða verslandi af sér allt vit. Nei ég segi nú bara svona, það er nú von á öllum ferðalöngunum heim í næstu viku og þá fæ ég sko nýja ipodinn minn og tvenna puma skó frá bandó og vonandi fæ ég einhvern glaðning frá portó. Vonandi hef ég efni á því eftir sumarið að fara í einhverja smá ferð í haust, annað hvort til DK eða til dublinar að heimsækja lelluna!
Jæja þá er það update síðan síðast. Auðvitað rúllaði ég þessu prófi upp enda vandaði ég mig afskaplega vel við lesturinn á spurningunum. Notaði meira að segja tækifærið og braust inn til Pálu Púrru og náði í nokkra desperate þætti og myndir á edgar, svona til að eiga yfir sumarið. Svo var það bara kringlan og smáralind þar sem atli frændi var aðeins notaður. Afmælið mitt heppnaðist bara ansi vel þó ég segi sjálf frá, þó svo að maturinn hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en eplasnöfsins björguðu þessu nú fyrir okkur enda voru 2 flöskur kláraðar áður en stigagjöfin var búin. Á meðan ég skrapp upp í grafarholt að ná í sing star skellti Óli í eina köku og allir settu upp hatta og flautur þannig að það var svona smá suprise úr þessu öllu, gaman að því að sjálfsögðu. Einhvernvegin man ég ekki hvernig sing starið endaði *hóst hóst* en það stendur samt alltaf fyrir sínu. Skelltum við pæjurnar okkur svo á Nasa þar sem við hittum m.a. fólk úr "neighbours", á meðan "fullorðna" fólkið hélt áfram í sing starinu. Sunnudagurinn var svo bara tekin rólega fram að flugi, spókað sig í sólinni á austurvelli og solleiðis.
Ég er byrjuð að vinna í bankanum og það er bara aldeilis fínt, er allavega ekki búin að klúðra neinu ennþá, en eins og þið vitið sem þekkið mig þá er örugglega ekki langt í það. Ég er aðeins búin að skoða golfvöllinn hérna líka, held að ég hafi farið á hverju kvöldi þessa viku og endaði svo vikuna á góðri ferð til Þingeyrar að spila þar sem mér tókst að verða í fjórða sæti af fjórum keppendum, geri aðrir betur. Annars er stefnan sett á að vinna keppnina miklu sem ég tapaði naumlega í fyrra og er strax komin 2-0 undir þannig að ég verð að vera ansi dugleg að æfa mig í sumar.
En þetta er nú komið gott af bulli hjá mér, aldrei að vita nema ég komi með meira bull fljótlega.
auf widersen....
1 Comments:
Mér líst rosa vel á Dublinarferð í haust!! Ég verð bara að vera búin að koma mér fyrir einhversstaðar áður :) Snilld snilld!!
Ég kem vestur þriðjudaginn 21.júni og verð til 24.júní. Spurning um að fá að heimsækja Kátu krulluna?? Svo tökum við auðvitað gott spjall á Langa?! Hvernig væri það?
Kv. frá Dublin,
E.
Skrifa ummæli
<< Home