miðvikudagur, mars 16, 2005

heimatilbúin ofurhetja!!!

hellú,
jæja þá styttist óðum í páskafríið mikla, aðeins 2 skóladagar eftur!
mér tókst reyndar að afreka það að verða veik í annað sinn á þessari önn (ég sem verð aldrei veik) og skrópaði því bara í skólanum og varð heima, ekki það að ég þurfi að fara í skólann svona rétt fyrir próf, ussusus ekki ég, ég er svo helv klár!
Annars laug ég því að einhverjum blakfélögum mínum á msn áðan að ég væri ekki veik heldur væri ég bara heima að búa til búning fyrir morgundaginn. Búning, já, það er víst blakpartý með þema annaðkvöld og þemað er heimatilbúnar ofurhetjur! Hvað ætliði að gera í því, ég er gjörsamlega tóm í hausnum hvað ég get gert. Spunrning um að ef ég verð ennþá veik þá slepp ég við þetta, en ég vona nú að ég verði búin að ná þessu úr mér. En endilega ef ykkur dettur e-ð sniðugt í hug þá eru allar ábendingar vel þegnar!
Annars lítið að frétta héðan, afmæli í borginni um síðustu helgi hjá Katrínu, þetta var svona einskonar suprise party sem ég og Óli plönuðum og það heppnaðist vel að öllu leyti nema einu, það var fullt í helv... keiluna á kl hálf fimm á föstudag! ég klikkaði illa á því þar, spurning um að láta bara Jenifer Lopez um að vera "the planner", reyna ekkert að fara í samkeppni við hana að neinu ráði.
Svo á að leggja í hann vestur á firði á kagganum mínum á laugardag, með einn dana í för og laugvetning og hef ég ekki trú á öðru en þetta verði massafjör hjá okkur, spurning um að redda samt númerinu hjá Agga ef eitthvað færi úrskeiðis!

jæja, ætli mar verði ekki að fara að líta aðeins í skólabækurnar, verkefnin vinna sig víst ekki sjálf þó mar sé veikur.
Vonast ég til að sjá sem flesta á Ísó um páskana, allavega er nóg um að vera, ég verð bara í mjólkurbúðinni að fylgjast með hverjir kaupa mesta búsið!
auf widersen......

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HÆ hæ gella. Vildi bara kvitta fyrir innlitið og segja þér að ég hlakka til að þú komir heim, við verðum að plana hitting ríkisgellurnar og you will never guess en ég var spurð hvort ég vildi vera til taks ef á þyrfti að hald í mjólkurbúðinni, þannig að kannski sjáumst við þar....Knús frá mér, aka hinum stílistanum

10:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HÆ hæ gella. Vildi bara kvitta fyrir innlitið og segja þér að ég hlakka til að þú komir heim, við verðum að plana hitting ríkisgellurnar og you will never guess en ég var spurð hvort ég vildi vera til taks ef á þyrfti að hald í mjólkurbúðinni, þannig að kannski sjáumst við þar....Knús frá mér, aka hinum stílistanum

10:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home