miðvikudagur, janúar 19, 2005

skynsamlegt en ekki endilega skemmtilegt!!!

Hellú góðir hálsar, það er naumast að mar er duglegur að blogga, á nokkra daga fresti, framför en spurning hve lengi þetta endist. Það er bara þannig að það er skemmtilegra að röfla e-ð um sjálfan sig á einhverri síðu heldur en að kíkja í námsbækurnar. Talandi um námsbækur þá var ég að versla eitt stykki slíka áðan, aðeins 900 bls (klára hana bara á einu kvöldi) og hún kostaði minna en stígvélin mín góðu og ég hugsaði með mér að peningarnir sem ég ætlaði að eyða í stígvélin yrðu bara eytt í skólabækur. Ein að reyna að sannfæra sig um það að stígvélin voru ekki góður kostur. Auðvitað er það skynsamlegra að kaupa skólabækur heldur en skóbúnað, eða hvað finnst ykkur???

þetta (vil bara taka það fram að þetta eru ekki "the shoes", fann ekki mynd af þeim!)

eða

þetta.

Sjáiði hvað skórnir æpa miklu meira á mann heldur en skólabókin góða???
Ok ég skal allveg viðurkenna að skólabókin sé skynsamlegri kostur, en....

-ég þyrfti ekki að blotna svona í lappirnar á því að klofa snjóinn hérna (sem virðist b.t.w. vera endalaus, meiri en á Ísó) þegar ég er að fara í kaggan minn.
-ég gæti hætt að ofnota puma skóna sem ég keypti mér í Ameríkunni
-ég væri líka miklu meiri pæja í stígvélunum heldur en ef ég held á skólabókinni
osfrv..
ég er semsagt ekki enn komin yfir skóna góðu. Nýjasta hugmyndin hjá mér er að tékka hvort þeir séu ennþá til í bleiku, og EF ég finn par sem ég passa í, að kaupa það og lita þá bara rauða (spurning hvort ég nenni að ganga í gegnum þessa geðveiki aftur og hvort mér yrði höfuð hleypt inn í þessa búð aftur(önnur búð samt í kringlunni-þær þekkja mig ekki þar)). En þetta hlýtur að ganga yfir, einhverntíman, vonandi fljótlega, það er bara svooo erfitt að vera skósjúklingur! ætli það séu haldnir fundir reglulega fyrir skósjúklinga eins og AA? ætti kannski að tékka á því!


jæja bulli bull, nú er ég hætt í bili, enda allir hættir að lesa þessa vitleysu í mér
auf widersen

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha!! Þetta er svo fyndið..ég veit alveg hvernig þú ert núna og hvernig þér líður! Er þetta mynd af stígvélunum sem þig langar í??? Farðu nú að læra og hættu að hugsa um skóbúnað ;)
Gangi þér vel mín kæra,
Ella Ess.

11:32 e.h.  
Blogger Halldora said...

sælar stúlkur, nei þetta eru nú ekki stígvélin sem ég eignaðist í hálfan sólarhring, fann bara enga mynd af þeim. þetta er nú ekki allveg stígvél við mína hæfi!!!
þarf að tékka á þessu með SAA áður en námið fer í hundana!

11:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAhaha...ég ætlaði að segja það að þetta væri stígvélin!! Fannst það frekar skrýtið en þorði ekki að vera dónaleg ef ske kynni að smekkur þinn hefði breyst síðan ég sá þig síðast!
Take care,
Elín.

5:36 e.h.  
Blogger hulda said...

Hva? Af hverju varstu að segja að þetta væru ekki stígvélin? Ég var alveg farin að sjá þig fyrir mér í þeim og með afróið...se btw fór þér svakalega vel:)

12:12 f.h.  
Blogger Halldora said...

já er það ekki bara, ég er nú bara sár að fólk hafi virkilega haldið að þetta væru "the shoes" og þá sérstaklega þú Elín! En hvaða afró ert þú eiginlega að tala um Hulda, missti ég af einhverju???

10:11 f.h.  
Blogger Halldora said...

um leið og ég var búin að slá inn commentið þá fattaði ég þetta með afróið!!!dummy me, heilasellurnar ekki komnar í gang eftir langt jólafrí :)

12:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home