sunnudagur, desember 26, 2004

Músarjól!

Hellú
jæja þá eru jólin senn á enda, eða allavega fyrrihluti þeirra og svo er það bara alvara lífsins á morgun, vinna klukkan tólf, vona að það verði nú ekki mikið að gera þar sem ég ætla að kíkja á lífið hérna á ísó í kvella. Annan í jólum ballið, yfirleitt eitt skemmtilegasta ball ársins, vona að engin breyting verði á því í ár.
Annars voru jólin bara fín og gjafirnar líka, þó var ein gjöf sem stóð upp úr og vil ég nota tækifærið og þakka Selnum fyrir frábæra gjöf, það er bara eins og hann lesi hugsanir mínar!!!!!!
Auðvitað voru líka græjurnar frá mor & far fínar og lofa ég því meira fjöri næst þegar þið komið í bústaðarferð til mín, þá mun tónlistin jafnvel ná að óma út í pottinn langt fram á nótt. Einhver húmor var líka hjá trillunum þremur að gefa mér mýs í einhversskonar líki, svo að litlu vinirnir sem eiga eftir að koma í heimsókn hafi nú einhvern félagsskap. Spurning hvernig verður umhorfis í Stóru-skógum 9 í Janúar þegar mar snýr aftur, kannski eru einhverjir búnir að eiga þar ánægjuleg jól aðrir jafnvel ekki, þar sem 5 gildrur voru settar upp.
Jæja þetta er nú komið gott, en ég varð að skella inn mynd af leiðinu hjá afa og ömmu en klukkan fimm á aðfangadag hittist fjölskyldan inn í kirkjugarð og smellti ég af nokkrum myndum.

takið eftir Hawaii kransinum sem hangir utan um krossinn, Hrólfur litli frændi minn í Bergen vildi endilega fá að setja þetta á í fyrra og mér finnst það bara sætt!!
jæja ætli mar verði ekki að fara að hafa sig til, matarboð hjá Ellu frænku fyrst og svo.....??? ekki enn komið á hreint hvar verður komið saman fyrir ball, er verið að plögga það!!
until later.......

2 Comments:

Blogger hulda said...

Hæhæ, Ella var að benda mér á síðuna hjá þér og ég varð náttúrulega að kíkja. Gleðilegt ár og allt það;) Við verðum að fara að hittast eða eitthvað...hmmm, búum við ekki sitthvoru megin á landinu?
Allavega...ég kíkti inn og skoðaði myndina af leiðinu hjá afa og ömmu og ég varð að láta vita af mér og þakka fyrir myndina;)Bið að heilsa.
Kveðja Hulda Stefanía.

2:02 f.h.  
Blogger Halldora said...

já sælar Hulda, lítill þessi bloggheimur.
gaman að þú skyldir líta við og það væri nú allveg komin tími á einhvern hitting við tækifæri þó í augnablikinu erum við á sitthvoru landshorninu en ég færist nær þér fljótlega.
Annars erum við Friðlaugur og Sella alltaf að tala um að gaman væri fyrir okkur frændsystkinin að hittast, spurning hvort að það gangi einhverntíma upp??? hver veit. En annars bara bið ég bara að heilsa í bili.

1:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home