laugardagur, desember 18, 2004

Heima er best.

Hello allir
jæja þá er hið langþráða "jólafrí" gengið í garð, en ég er nú ekki viss með orðið frí!! En það er samt skólafrí, þó ekki beint jólafrí þar sem það er búið að vera ansi mikið að gera hjá minni síðan ég kom heim. En ég fæ mitt jólafrí bara fyrstu vikuna í janúar, þegar margir skólafélagar mínir verða sveittir við að taka endurtekningarprófin!
Skólinn kláraðist á mánudag og ég átti pantað flug þá um kvöldið en sem betur fer fyrir mig þá var ekki flogið, þannig að ég notaði bara tækifærið og fór í kringluna og smáralindina og kláraði allar jólagjafirnar nema eina. Helv dugnaður það.
Svo var það konfektgerð heima hjá Sigrúnu og Snæ um kvöldið og sumir voru betri í konfektgerðinni en aðrir, það var allavega viðurkennt þegar afraksturinn var sýndur... ég hef bara þetta listamannsgen í mér!!! En þetta var bara gaman, voru að langt fram á nótt, svo var það bara flug heim snemma næsta morgun.
Káta krullan er búin að vera starfandi og svo er það ríkið, einhvernvegin verður mar að borga þennan euro-reikning frá USA, ekki borga námsláninn hann.
Í gær hittumst við ríkisgellur heima hjá Esther, var það bara mikil snilld og var mikið hlegið og var þar í aðalhlutverki prinsinn á heimilinu sem brosti allt kvöldið okkur til mikillar gleði.
Vinna..vinna og vinna. eins og ég sagði þá er nóg að gera á þessu heimili um núna, var að vinna í ríkinu í morgun og svo að þjóna í dag, krullan á morgun og næstu morgna og kvöld þegar ríkið er lokað.
En þrátt fyrir alla þessa vinnu þá hlakka ég bara til að hitta allt fólkið sem er að koma heim í jólafrí og þá sérstaklega Lelluna mína sem kemur hingað á morgun er ekki búin að hitta hana síðan í sept og hlakka mikið til að heyra sögur frá dublin og draumaprinsinum.
vambirnar koma líka á morgun og vona ég að það gangi nú vel að keyra hjá þeim (þær eru með fullt að jólagjöfum til mín í bílnum)!
jæja ég ætla að halda áfram að gera ekki neitt á laugardagskvöldi, frekar lélegt en svona er þetta þegar mar nennir ekki að gera neitt af viti.
until later........

ps. það er nú komið soldið mikið ryk á gestabókina mína, skrifið endilega í hana!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Snilldar "RÍKIS" kvöld, ég segi nú ekki annað, þetta verðum við pottþétt að endurtaka.....
En ég kem til þín á morgun til að halda stílnum í búllunni, sjáumst
Hin ríkisgellan, stílistinn, geitin...whatever..he he he

10:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home