fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Brjálað að gera og mikið leti

jæja þá gefur mar sér loksins tíma til að blogga aðeins, svona fyrir dygga lesendur þessara síðu!
Nú er mar bara á fullu að læra fyrir próf í foskinu eins og það er kallað hér og er ég búin að glósa 3 vikur af 10, þannig að það er smá eftir, en þetta er nú einingarlaus áfangi þannig að þetta á að vera frekar létt próf, 7.9.13.
Annars er búið að vera geggjað að gera, bæði í prófum og verkefnavinnum á mánudag og þriðjudag, eins var ég í aukatíma í gær (ásamt 50 öðrum) hjá honum Ómari Frey fyrrum skólafélaga mínum úr GÍ og MÍ, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, hann stóð sig bara vel kallinn.
Helgin var tærasta snilld og vil ég þakka gestum mínum fyrir frábæra helgi og verður hún seint toppuð hér í stóru-skógum 9. hér koma nokkrir punktar frá helginni svona til upprifjunar fyrir okkur sem vorum hér:
farð'í sundbol
ég elska þig>>>>skotin
hrista
hvað er núna>>>>>>ágúst
willy´s
vestmanneyjar
pabbi minn kallar kókið sykur
áverkar

já Solla átti ansi mikið af þessum punktum og sló hún gjörsamlega í gegn í party og co.
Idolið á föstudag, vonbrigði... sýnt lítið og bara lélegt frá Ísafirði (eða Bolungarvík, hehe), þurftum reyndar að brjótast inn í eina íbúð á svæðinu til að ná í spóluna með idolinu sökum tínihæfileka minna.
Lærdómur á laugardag, skellt í eina Betty er Bjarni kom í heimsókn á nýja kagganum (bíllinn minn er eiginlega orðin að einskonar litlu ljót í fjölskyldunni :(). svo var skellt sér í kátu gírinn og lappað upp á hausinn á sumum, grillað, sing star, party og co. og að lokum potturinn.
Kíkti Brynja sem betur fer á póstinn þegar við komum upp úr um hálf fjögur og sá þá að aukatíminn sem við vorum á leið í klukkan 10 á sunnudagsmorgun var frestað til hálf tvö, var þá mikil gleði hjá okkur. fóru gestirnir svo heim um hádegi á sunnudegi og ég að læra....
Við tókum smá þrif hérna á bústaðnum áðan, því það verður örugglega lítið um það næstu 2 vikur á meðan prófin standa yfir. skelltum okkur svo í blak þar sem Helgi missó-félagi og James skiptinemi slógu í gegn.
Ætla svo að skella mér í bæinn á morgun, Alda skvísa er komin til landsins og verður mar nú að fara að hitta hana, stefnan er tekin á þjóðarbókhlöðuna ef hún er opin um helgina, var ekki e-ð búið að minnka opnunartíman, á eftir að kanna það. Annars verður þetta bara ódýr helgi þar sem mín er bara mjög blönk eftir að hafa borgað euro frá usa og ekki er mikið eftir í buddunni (eins gott að ég sé búin að kaupa ammælisgjöf fyrir Óla, sem er að verða gamall í næstu viku :))
jæja þá er best að halda áfram og byrja á viku 4 í foskinu
over and out
until later...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er málið?? Er maður bara alveg hættur að blogga? Allt að verða vitlaust á Bifröst og enginn tími til að leyfa forvitnum vinum í útlöndum að fylgjast með lífsins gangi??
Gangi þér vel í prófunum,
Elín.

10:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home