fimmtudagur, október 14, 2004

Fríða mætt í morgun!!!!

Þetta ætlar engan endi að taka hjá okkur.
Brynja brunaði í bæinn í gær, þurfti að fara til læknis og kom við í Borgó og keypti fleiri gildrur.
Skelltum einni nýrri upp í nótt, fellu með platosti á, bættum svo við smá smurosti ofan á platostinn, gömlu gildrurnar, límbakkarnarir 2 (það eru sko 4 í pakka) voru enn á sínum stað.
Svo í morgun var ég nú eitthvað sein að hafa mig til, þurfti að klára að pakka og solleiðis, fékk Brynja þann skemmtilega heiður að kíkja í eldhúsið, sem virðist vera aðal partýpleisið hjá þessum mýslum. Og vitið menn.... lá ekki Fríða í límbakkanum, eftir að hún var búin að gæða sér á smurostinum í fellunni. Þar sem músarkallarnir eins og ég kýs að kalla þá, eru að koma í heimsókn á eftir, eða það var talað um fyrramálið í gær, þá ákváðum við að skilja Fríðu bara eftir til að þeir gætu séð hvar við höldum að þær séu að koma inn. Þannig að Fríða er bara heima í límbakkanum sínum núna, kannski eru vinkonurnur hennar að reyna að frelsa hana úr honum, en við höldum að hún sé dauð, en hún hreyfði sig allavega ekki í morgun.
Eitt er víst að einhversstaðar er opið inn hjá okkur og það er eins gott að músarkallarnir finni það gat. Þessu elífumúsarpartý í eldhúsinu hjá okkur ganga bara ekki lengur, hvað segja forvarnarfulltrúar við því?????
Jæja ég er nú aldeilis búin að vera dugleg að blögga undanfarið en þar sem ég er á leið til AMERÍKU á morgun, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því, þá verður gert hlé á þessari æsispennandi sögu um músarsysturnar en ég læt þó vita ef það gerist e-ð markvert þanngað til ég fer út.
until later.........


don´t miss me or my mouses to much while i´m away!!!!!!!!!!!!!!!!!!

2 Comments:

Blogger lagalif said...

Gaman að því að þið nefnið þessar litlu vinkonur ykkar...

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna.. þetta er magnað max. Það er bara hver mýslan á eftir annarri! Ég verð að vera sammála eldspýtustráknum að mér finnst ægilega skondið að þið skulið nefna mýslurnar. Hvað á næsta að heita?
Góða ferð til Ameríku, og ekki gleyma vinkonu þinni sem er einmana á vatninu á meðan þið verslið af ykkur buxurnar.. :o)
Kveðja Anna Ess

3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home