Smá update af músarveiðum
Jæja veiðarnar í nótt gengu ekki allveg samkvæmt áætlun, heldur þvert á móti.
Settum ost og tómatsósu í skál og bjuggum til brú svo að mýslan kæmist nú ofan í skálina.
En þegar ég kom fram í morgun.....osturinn horfin.....engin mús.....
þannig að nú situr mýslan heima í góðu yfirlæti með ostinn sinn góða, og hlær að okkur.
En stefnan er tekin í dag í Borgó að kaupa fleiri gildrur því við erum búnar að ákveða að við ætlum ekki að leyfa eftirlitslaus partý um helgina þar sem við verðum báðar í bænum.
jæja ætla að halda áfram að hlusta á fyrirlestur um orlof ofl.
until later
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home