föstudagur, september 10, 2004

ARG netleysi ARG!!!!!!!:(

Jæja við erum enn að bíða eftir þessu helv. neti sem átti að vera komið inn fyrir tveim vikum eða e-ð, ég er bara búin að tala við Sverrir 2var í þessari viku, og þetta er þá alltaf á leiðinni...
En ég ætla að bregða mér í smá ferðalag á eftir, ætla að skella mér á Vatnið á smá kennó-djamm, ákvað að beila á hausthátíðinni hérna í skólanum í ár en það kemur annað ár eftir þetta ár....
Planið er að leggja af stað einhvertímann eftir hádegi og fara Lyngdalsheiðina frægu, en ég ætti það nú allveg til að villast meðað við mína hæfileika í þeim efnum, þannig að ef þið eruð að lesa þetta íbúar á laugarbraut 5 eftir klukkan 5 í dag, þá er ég á leiðinni... einhverstaðar..... einhverntíman.....vonandi fljótlega.
Ég er nú ekki búin að hafa mikin tíma fyrir blogg vegna mikilla anna í skólanum en þetta er nú heldur betur byrjað hérna.
Foreldarnir mættu í borgarfjörðin á föstudagskvöld og tókum við á móti þeim með þessa líka frábæru grillmáltíð (semsagt búið að prófa grillið- virkar fínt). Skelltum okkur í golf á laugardeginum á þórisstaðavelli eða e-ð soleiðis og var bara hörku gaman, þó ég hafi nú ekki unnið... en ég vann hins vegar í mínugolfinu sem farið var í seinna um kvöldið (við pabbi vorum reyndar með jafnt en ég vann samt).
svo var það bara reykjavik-city á sunnudeginu, hjálpað Brynka að koma sér fyrir, svo grill í selbrekkunni og svo fame, sem ég varð eiginlega fyrir miklum vonbrigðum með:(
Á mánudeginum byrjaði svo geðveikin og held ég að ég hafi aldrei setið svona mikið á tveimur dögum eins og á mánud og þriðjud (ekki einu sinni fyrir próf í mí)
En ég ætla að halda aðeins áfram að læra svo það verði ekki svona mikið að gera hjá mér á mánudaginn eins og síðusta mánud. þannig að until later.....
see ya

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home