miðvikudagur, september 01, 2004

Enn að bíða eftir netinu heima!!!!

Jæja gott fólk, ástæðan fyrir miklu blogleysi undanfarið er sú að helv. netið er ekki enn komið í bústaðinn, hann Sverrir er sko ekki að standa sig:( (það er kallinn sem á að sjá um að setja netið upp hjá okkur).
Ég er búin að skila mínu fyrsta verkefni á bifröst.... því var skilað kl 8:57 í morgun og skilafresturinn var til 12:00 þannig að þetta var nú ekki allslæmt.
Þetta byrjar nú samt ansi hægt hérna, það féll niður tími í almennri lögfæði eftir hádegi á mánud. og þar sem verkefnið í reikninghaldi var eiginlega búið þá var ég komin í frí til 8 á miðvikudagsmorgun, en þorði samt ekki að skella mér á Vatnið ef tíminn sem féll niður yrði settur á, á þriðjudeginum. En þar sem þetta var bara ég og mín heppni þá var hann ekki settur á, verður settur á seinna örugglega þegar það hentar mér alls ekki.
Ég skellti mér vestur um helgina, fékk far hjá Dóra frænda vestur, var nú ekki mjög upplitsdjörf á föstudagsmorgun kl 10 eftir djamm á fimmtudeginum, sem var by the way snilldargeim í hreddanum (eins og hreðarvatnskálinn er kallaður hérna).
Á föstudagskvöldið var svo smá fjör heima, byrjaði sem golfkeppni , endaði í 3 sæti:(
svo var það pizza heima hjá Sirrý og svo endaði kvöldið á sing star sem var bara algjör snilld. Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir mikla sönghæfileika, en ég var samt ekki verst....nefni engin nöfn......
Svo er bara brjálað plan framundan, mor og far að koma í borgarfjörðin, kveðjupartý hjá Lellu á laugardaginn og svo fame á sunnudag.
en until later.....
halldóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home