sunnudagur, ágúst 22, 2004

Allt að verða vitlaust!!!!

Já þetta er nú heldur betur ekkert grín, mar er bara mættur í veröld blogsins, hina óttalegu veröld sem ég veit nú ekki allveg hvernig ég á eftir að standa mig í . Ég á nú ekki von á því að einhverjir hafa áhuga á að lesa þetta bull í mér, en þetta styttir mér kannski stundirnar í vetur og þar sem nánast allir (fimm) sem ég þekki eru komnir með svona þá má mar ekki láta sitt eftir liggja.

En nóg um það....... Nú styttist óðum í það að skólinn byrji eða núna eru akkúrat 6 klukkutímar í skólasetningu og er svo nýnemakynnig á eftir, svo er það bara að demba sér í fjörið á mánudagsmorgun. Það er reyndar leiðtogavika fyrst sem eru allskonar fyrirlestrar að mér skilst og svo er ratleikur á fimmtudag sem verður eflaust ekki leiðinlegt. Stundaskráin fyrir LD1 sem er víst mín stundarskrá er nú bara ansi mössuð, ef svo má segja... Skóli frá átta til fjögur eða fimm alla daga nema þriðjudaga en þá er nú bara allveg frí, en eflaust getur mar notað hann til lærdóms.

Við Brynja brunuðum hingað á suðurlandið í gær, en vorum þó ekki verstu brunararnir því það tóku einhverjar gellur á Yaris fram úr okkur í djúpinu á þokkalegum hraða en svo keyrðum við fram á þær á Þorskafjarðarheiðinni þar sem þær voru búnar að keyra út af, en sem betur fer fyrir þær lentu þær bara á einhverjum moldarhaug og þetta var ekkert svo mikil skemmd. Hvað er málið með að fólk sem er ekki vant að keyra á malarvegum þurfi alltaf að keyra þá eins og vitleysingar, þetta voru sennilega einhverjar 17 -18 ára borgargellur nýkomnar með bílpróf og hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Við stoppuðum í skólanum og náðum í tölvurnar okkar, sem eru búnar að vera þarna í gíslingu og vitið menn, ég kemst ekki inn í nýju tölvuna mína því ég veit ekki passwordið, en þeir hafa væntanlega sett inn e-ð password og gleymt að skrifa það einhversstaðar með tölvunni fyrir mig, ég er gjörsamlega búin að reyna allt sem mér dettur í hug en nei ég kemst bara ekki inn. Nýja fína tölvan mín sem ég keypti fyrir tæpum mánuði og var að líta hana augum fyrst í gær; það er samt gaman að horfa bara á hana..... ég þarf ekkert password... ég skemmi hana allavega ekki á meðan.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Eftir að hafa náð í nýju fínu tölvuna mína, hittum við hann Kristján sem er nú gamall vestfirðingur, en hann sér um bústaðina í Stóru-skógum sem er nú orðið nýja heimilið okkar næstu níu mánuðina (Stóri-skógur 9 ef þið eigið leið um) og við skrifuðum undir leigusamningin og fengum afhenta lyklana og svo var það bara að bruna í bústaðinn og urðum við ekki fyrir vonbrigðum með hann, hann stóðstu fullkomnlega undir okkar væntinum svona allavega við fyrstu skoðun.

Þegar við vorum búnar að henda dótinu úr bílnum var svo bara brunað í bæinn því það er nú ekki hægt að láta menningarnótt fram hjá sér fara. Ég fór beint á Laugarnesveginn, því ég nennti ekki í Kringluna með Brynju en þar sem ég er á leið til Ameríku í október þá fer ég helst ekki inn í búðir svo ég eyði örugglega ekki neinu í vitleysu. Við elduðum okkur bara góðan mat og ekki má gleyma góða hvítvínskútnum sem Óli keypti á 1590 kr (svo það sé á hreinu), svo var bara skellt sér í bæinn og o my good, annan eins fjölda hef ég sveitapían að vestan sjaldan séð. Við kíktum á Birgittu og Jónsa og alla þá atburði sem voru í gangi, reyndum að hitta fjölskylduna af Laufengi en það gekk ekki nógu vel, hápunkturinn var svo þegar Egó spilaði og flugeldarsýninginn sem kom í kjölfarið. Svo var nú reynt að koma sér heim eftir einn öl á Amstredam þar sem við hittum einkar skemmtilegt par og Katrín hitti skemmtilega stelpu á leiðinni á klósettið sem var að segja henni frá nýju lyfi eða eitthvað sem hún ætlaði að hanna. Komumst svo heim á endanum, eftir að gaurinn í kraftgallanum merktur :"öryggisvörður í leigubílaröð" reddaði okkur bíl (eftir að við vorum búin að standa í röðinni auðvitað).

En jæja þetta er nú orðin hin mesta langavitleysa þannig að ég ætla að fara að hætta þessu, en skrifa kannski meira seinna þegar ég kemst í tölvuna mína fínu.

bæ í bili!!!!!!!!!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home