þriðjudagur, september 14, 2004

Þriðjudagur til þrautar!!!!!!!!!!

Jæja gott fólk, netið á víst bara að vera á leiðinni, en hann Sverrir vinur okkar kom í heimsókn í gær og "lofaði" að það myndi koma inn í þessari viku og ætla ég bara að treysta honum í því.
Hann setti allavega e-ð upp í tölvurnar okkar svo við getum bara skellt okkur beint á netið þegar það loksins kemur.. Þá skal ég lofa betrum og bótum á þessa síðu mína, setja inn linka osfrv.

En annars er nú ekki mikið að frétta, finnst ég vera að drukkna á verkefnavinnu en svona er þetta bara hérna á Bifröst. Skilaði einu verkefni klukkan 22:30 í gærkveldi, svo eru aðeins 6 verkefni sem ég veit um sem ég á að skila í þessari viku og næstu og eiga eftir að bætast við nokkur. Svo er mar að vinna í nokkrum vinnuhópum og mér sýnist að öll helgin fari einmitt í eitt hópverkefni. Lesa einn dóm í hádegishlénu sem er aðeins 20 bls, hvaða hvaða.. fer létt með það!!!!!! Búin að fá nokkrar einkunnir, svona ásættilega miðað við byrjun á náminu, mar er að læra að þekkja inn á kennarana osfrv. lægsta einkunin var 7 og sú hæsta 9, það er eins gott að hafa ágætiseinkun fyrir verkefnin því þau gilda heil 60% af lokaeinkuninni.
Ferðalag mitt á helginni gekk vonum framar, viltist ekki (ótrúlegt en satt), var samt aldrei viss um hvort ég væri búin að keyra fram hjá afleggjaranum að þingvöllum þegar ég var að keyra Hvalfjörðin, þegar ég loks sá afleggjarann varð ég ótrúlega fegin.... tókst svo að lenda á eftir 5 rútum, sem voru reynar á sömu leið og ég, en ég á mínum fjallabíl var nú ekki lengi að bruna fram úr þeim. Ballið í úthlíð var hin besta skemmtun, þrátt fyrir eina góða dýfu á dansgólfinu, Atli takk fyrir sveifluna..... rútuferðin á laugarvatn var hin fróðasta og gaman að hlusta á nöldur ákveðins ísfirðings, það er gott að vita að sumir breytast aldrei...en nóg um það.
Laugardagurinn var tekin fyrr hjá mér en öðrum, eigum við ekki að segja bara vegna lærdóms (hljómar allavega vel) en svo var skellt sér í húsið þar sem badmingtonspaðanum var sveiflað og var það bara hörkufjör, potturinn var líka prófaður og þurfti Atli sundlaugarvörður að henda okkur uppúr klukkan korter yfir fimm svo hann kæmist nú einhverntíman heim.
Party og co og gettu betur voru viðfangsefni kvöldsins og bárum við Bubba þar sigur úr bítum í báðum, fengum hjálp hjá Ívari Bjarklind í party og co.
Sunnudagur>>brunað til reykjavíkur....á laugarnesveginn... klippidótið tekið upp.....óli bakaði vöflur.....út að borða á pizza hut....fame (again)....breiðholtið....rúnt um Grafarholt að skoða væntanlegar íbúðir f. Bjarna....lærdómur.....sofa....
Þá ætti ég að vera búin að gera upp helgina í mjög stuttum dráttum(mætti miskiljast..)
En nú ætla ég að halda þessum lestri um dóm nr 125/2000 áfram, klukkutími í tíma, þannig að eins og alltaf....
until later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home