miðvikudagur, september 22, 2004

Endalaus hamingja !!!!!!!

Jæja góða og blessaða kvöldið, hér á Stóru-skógum 9 er sko endalaus hamingja, því að Sverrir vinur okkar var að enda við að fara frá okkur og setja upp netið og núna lofa ég betum og bótum á þessari síðu minni, allavega fljótlega þegar verður kannski aðeins minna að gera hjá mér í skólanum (ef það verður þá einhverntímann). Vá hvað þetta var nú löng setning hjá mér.
Það er alltaf jafn mikið að gera í skólanum, mar er að koma heim einhverntíman eftir kvöldmat, og á þá eftir að fixa eitthvað verkefni til eða jafnvel að klára eitt slíkt.
Ég er nú búin að fá mína fyrstu 10 hérna á Bifröst og sennilega þá einu því mér skilst að kennarar mega eiginlega ekki gefa 10 og þetta hafi verið einhversskonar mistök hjá þessum tiltekna kennara að gefa þessa einkunn (ég var nú alls ekki sú eina með 10, því er nú ver og miður), en samt sem áður, magnað max það, finnst ykkur ekki?????
Helgin var bara hin besta, Kata og Óli komu í heimsókn og eru þau fyrsti opinberu gestirnir, fyrir utan mor & far. Lærdómurinn varð nú ekki eins og mikill og hann átti að vera, nema hjá Óla, hann var eini sem var að standa sig og við háskólamanneskjurnar mættum taka hann til fyrirmyndar. Á laugardagskvöldið, eftir góða og gróðvæna ferð (fyrir mig allavega, mæli með KB, byggingavöruverslun) í Borgarnes, þá skelltum við þessari líka fínu steik á nýja grillið mitt sem ég var by the way að fá í afmælis- og innflutningsgjöf, og steikin bragðaðist líka þetta vel, enda grillið allveg eðal. Potturinn var líka brúkaður aðeins um helgina og var nú margt og mikið skeggrætt í honum, eins og þrítugsafmælið hans Óla sem ég er nú mikið búin að pæla í og virðist hafa miklar áhyggjur af.
Sunnudagurinn var svo eingöngu notaður undir lærdóm enda hitti ég lögfræðihópinn minn klukkan 14 og kom heim rúmlega átta.
Jæja þá er nú komin skýrsla helgarinnar...
er ég nú að hugsa um að hætta þessu blaðri núna en það verður styttra í næsta blogg, þar sem netið er komið hingað heim.
En until later.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home