miðvikudagur, október 06, 2004

allt að gerast!!!!

Jæja góða kveldið lesendur góðir,
héðan úr stóruskógi berst stórtíðindi en þau eru að við erum komnar með gæludýr á heimilið.
Brynja var að læra fram í eldhúsi í nótt og allt í einu trítlar ein lítil sæt mús fram hjá henni og skýst udir eldavélina og þvílíkt vein... ég hrökk upp enda farin á fundar við Óla lokbrá og hélt kannski að það hefði kviknað í eða eitthvað, en þetta datt mér nú ekki í hug. Við erum búnar að vera svo uppteknar í skólanum í allan dag þannig að við komumst ekki í borgarnes að kaupa gildrur en Brynja segist vera búin að heyra nokkrar hugmyndir í skólanum í dag um góðar gildrur, bíð spennt eftir að fylgjast með veiðiferð hennar á eftir. spurning um að fá sér kött ef þetta fer að gerast oftar, en við vitum reyndar upp á okkur sökina því það var verið að lofta út hérna á mánudagskvöldið og þessi elska hefur sennilega bara gegnið inn um "svaladyrnar". Þannig að hurðin verður sko ekki oftar opnuð í vetur. Það er bara málið að ná þessari áður en hún fer að unga út, ekki ætla ég að fara að hafa eitthvað músabú hérna.
Það er bara geggjað að gera í skólanum núna, það er eins mikið að gera núna eins og það var lítið að gera seinnipartin í síðustu viku. Er í einhverju verkefni um samningartækni sem gegnur út á það að mjólkurfélögin í landinu reyna að fá sem stærstan hlut af styrk sem esb er að útdeila og er ég bara búin að vera á samningsfundi í allan dag, ég er í mólkursamlagi Vopnafjarðar og erum við búin að funda með fullt af aðilum en það verður ekki gefið upp að svo stöddu hvað við gerum í stöðunni en ég leysi frá skjóðunni að loknu þessu verkefni og læt vita hvort við vinnum eða drullum á okkur.
Málið við þetta verkefni er að það er ógesslega skemmtilegt en það er á kolvitlausum tíma, það er sko brjálað að gera í öllum fögum og ekki bætir úr skák að það er próf á morgun og föstudag þannig að ekki gefst mikill tími til lærdóms og hvað þá músnaveiða!!!!
Góða við þetta álag núna og þessi próf er það að á föstudag klukkan eitt, er ég komin í helgarfrí þanngað til átta á mánudag með verkefnaskil, það er geggjað en hefði samt mátt vera á næstu helgi þegar ég fer til Ameríkunar góðu.
En stefnan er sem sagt tekin í borg óttans, vísindarferð í VIS (varð samt fyrir vonbrigðum að frétta að kaupfélagsstjórin mun ekki taka á móti okkur) á föstudaginn þar sem ég er að hugsa um að slétta aðeins úr klaufunum, er því miður ekki búin að vera nógu dugleg í því í vetur.
Svo á laugardaginn er bara spurning um að gera e-ð skemmtó um daginn, hitta vini og kunningja og svo er það hittingur um kvöldið hjá ameríkuförum til að hita okkur upp og skapa smá spennu í mannskapinn, það eru by the way næstum átta dagar!!!!!
jæja þetta er nú orðið meiri langlokan hjá mér og ætla ég því að fara að hætta og gá hvort ég sjái ekki vinkonuna hérna bregða fyrir (ég er mjög svo hrædd við mýs).
bið að heilsa í bili, læt ykkur vita hvernig veiðiferðin mikla miðar....
until later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home