föstudagur, október 08, 2004

Músaveiðarirnir miklu!!!!

jæja meira update fyrir ykkur kæru lesendur, veit að þið bíðið spennt!!!!!
Í gær eftir skóla var brunað í borgó og keyptar 2 tegundir af músagildrum, fellur og svokallaðir límbakkar. Það var þannig skipting á heimilinu á veiðunum að Brynja myndi setja gildrurnar upp og ég myndi losa þær (held samt að ég hafi heldur betur samið af mér þar).
Nú í gærkveldi setti Brynja smurost í felluna, og setti tvo límbakka fyrir framan þá staði sem okkur grunaði að hún lægi. Svo var bara farið að sofa.
Í morgun þegar ég var vöknið heyrði ég nú einhverja skelli og ætlaði varla að þora fram, en svo var það ekki umflúið þar sem ég er að fara í próf á eftir, þannig að fram fór ég og byrjaði á að kíkja á 1 límbakkan, ekkert þar nema dauð kónguló(við erum sko með nokkrar tegundir af gæludýrum) svo var það að kíkja fyrir næsta horn þar sem fellan og og límbakkin voru og fyrst sé ég að fellan er komin á hvolf...allt út í blóði.....en engin mús..... svo kíki ég á límbakkan góða og viti menn, þar liggur þessi dúlla og er að reyna að losa sig. En hún var allveg pikkföst, en ég gat ekki hugsað mér að losa hana meðan hún væri enn lifandi þannig að ég setti dollu og þunga bók ofan á og ætla að vona að hún drepist í dag.
Ef hún verður horfin þegar við komum heim (sem væri eiginlega allveg týpískt ég) þá er þetta undramús, því hún var ansi særð og límið á að vera ansi sterkt og bókin var þung....
spennó
læt vita seinna í dag þegar ég verð komin í borgina hvernig þetta fór allt saman.
spurning um að hafa viðeigandi jarðarför ef hún er enn á sínum stað.....
jæja best að halda áfram að læra, það er helv. músinni að kenna ef mér gengur illa á þessu prófi.
until later.....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe...Þetta minntir mig á aðra músasögu sem átti sér stað fyrir margt löngu síðan!! Í sjoppu einni vestur á firði. Eftir mikil harmakvein sökum meintrar lítillar mýslu var afi fenginn á staðinn (eða var það pabbi??) til að koma mýslunni út....reyndist hún þá vera í formi orublu sokkabuxna en þær þykja víst ansi líkar músum þegar þær liggja undir frystiskistum...
Hafðu það gott mín kæra, gaman að lesa bloggið þitt.
þín Elín.

11:25 f.h.  
Blogger Halldora said...

hahaha var búin að steingleyma þeirri sögu, það var nú ansi magnað.
En núna þegar músin loksins kom, hvar var þá pabbi???
Hann neitaði að koma í Borgarfjörðin til að ná músinni, sei sei sei...

4:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home