þriðjudagur, október 26, 2004

Músalaust í 10 daga!!!

Helló allir,
Jæja nú þegar mar hefur engar músarsögur að segja þá nenni ég ekki að blogga lengur. Líf mitt er nú ekki mjög innihaldsríkt þessa dagana þar sem heimilið hefur verið músarlaust í 10 daga.
Helgin var bara hin fínasta, skellti mér í borgina á föstudag, hitti múttu og Ellu og var eitthvað að þvælast með þeim, fór svo með mömmu að ná í nýja bílinn sem þau voru að kaupa, helv flottur kaggi (ekki allveg sátt við tegundina þó), topplúga, leðurklædd sæti, dökkar rúður og að lokum loftkæling, sem er b.t.w. tölvustýrð og ég er ekki að sjá að foreldrar mínir læri svo auðveldlega á það, en það verður bara að koma í ljós.
Á föstudagskveldinu var svo fyrirfrumsýningarhátíðarkvöldverður í Selbrekkunni og var það hin besta skemmtun.
Á laugardagsmorgun var það bara skipulagt káos, en það þurfti að laga hárið á öllum trillunum svo þær yrðu frumsýningahæfar. Svo var það stóra stundin, sjálf frumsýningin, var nú alls ekki fyrir vonbrigðum þar og var gaman að sjá hvað lilli bró stóð sig vel, fannst mér þó stjarna sýningarinnar vera Þórunn, en trúi ég ekki öðru en þetta hlutverk eigi eftir að koma henni e-ð lengra í leiklistarheiminum.
Um kvöldið var svo farið út að borða á Madonnu, einum af mínum uppáhaldsstað en get ég nú ekki annað sagt en ég hafi verið fyrir miklum vonbrigðum með hann í þetta skipti.
Við áttum pantað borð kl 20:30, fengum borðið okkar kl 21:05, forrétturinn kom strax þar sem við vorum búin að panta, en okkur var boðið að gera það á meðan við biðum svo maturinn gæti komið fljótt eftir það. Forrétturinn mjög góðir og allir í jolly fíling, en þegar lengra leið í það að við fengum aðalréttinn, varð fólk smá pirrað, fengum við svo aðalréttin klukkutíma á eftir forréttnum og vorum við að borða kvöldmatinn tæplega hálf ellefu, og var ekki beðist afsökunar á því hve seint hann var borin fram. Allir fóru frekar súrir heim og var ákveðið að þessi staður yrði ekki heimsóttur í bráð.
Vatnavambirnar, ásamt Írisi og Ásgerði komu í vöflur í stóruskóga í gær, en voru þær á leiðinni suður eftir velheppnaða ferð á Vestfirðina. Gaman var að fá þær í heimsókn en um vöflurnar sjálfar verður ekki rætt meira um hér.
Á næstu helgi verður gestkvæmt hjá okkur og eflaust verður mikið stuð og mikið gaman.
jæja ég ætla að halda áfram að fylgjast með fyrirlestrinum um lögskýringarnar, mjööög skemmtilegt.
until later.....


ps: skrifa í gestabókina, takk fyrir!!!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hei hei gella, vesen á þessum músum að láta sig hverfa.....því sögurnar voru bara brilljant. nei smá djók, ég hefði sko alveg viljað losna við þær sjálf, ég notaði bara ekki svona drastískar aðferðir þegar að ég bjó þarna....sópaði þeim bara út.....hafði ekki hjarta í að vera músarmorðingji.....lét aðra um það....anyways dúllan mín, hafðu það gott í sveitasælunni
Kv. Eyrún

5:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home