þriðjudagur, desember 07, 2004

Músarsaga, partur 2




Já halló, lesendur góðir, nú getið þið tekið gleði ykkar á ný því músarsagan mikla er að hefjast á ný!!!!!!!!
Já þið lásuð rétt. ég er bara búin að hafa þetta á tilfinningunni í soldin tíma og er meira segja búin að dreyma mýs tvær nætur í röð. Við vorum samt búnar að setja slatta af gildrum upp, þar sem við höfum ekki verið mikið heima undanfarið og við ætluðum bara að vera viss um að það væru engir aukagestir hérna hjá okkur. Svo í kvöld sátum við bara í sófanum og gláptum á imbann og þá heyrðum við e-ð þrusk sem var ekki mjög eðlilegt, og ég var nú viss um að mýslan væri komin í bakkann góða, en ég var of mikil skræfa til að þora að kíkja, en hetjan á heimilinnu tékkaði á þessu og viti menn....engin mús í gildrunum......en hins vegar var ein sæt lítil mús á eldhúsborðinu....frekar ógeðsslegt.
þá hefur hann Einar (nýjasti íbúi stóru-skógar 9) komist sennilega inn um eldhúsgluggan, en ég vitleysingurinn opnaði hann fyrr í dag er ég var að vaska upp. Þannig að nú er ekki leyfilegt að opna gluggana hérna lengur. Hetjan á heimilinu skellti upp uppþvottarhönskunum og setti tvo límbakka á eldhúsborðið og það verður sko spennó að fara fram á morgun. En annars er ég nú orðin soldið þreytt á þessu og við ætlum að hringja í hann Sævar stór vin okkar í fyrramálið og biðja þá um að tékka hvort það sé nokkuð komin fleiri göt sem opna fyrir þessar elskur inn.
En annars er endalus hamingja hér á bæ, missó búin, skil í gær:

er hún ekki flott, skýrslan okkar??
En þar sem ég er alltaf jafn heppin, urðum við auðvitað fyrsti hópurinn í málsvörn (hverjar eru líkurnar á því, og þýðir það að mar fær ekki einu sinni tækifæri til að sjá eina slíka áður en mar stekkur út í djúpu laugina, en vonum bara að við á 1 ári séum vel synd og vonum líka að fólk nenni nú ekki að vakna kl 8 á fimtudagsmorgni til að horfa á okkur. Svo erum við viðveruhópur á mánudag kl 11, búin kl 13. svo er það bara home sweet home, búið að panta far með seinni vél á mánudag.
Prófin.... já ég varð nú heldur betur endalaust hissa er ég sá einkannirnar mínar á sunnudagskvöldið og ekkert F, já ég náði sem sagt öllu og ég verð alltaf meira og meira hissa eftir því sem ég tala við fleiri því það var rosalegt fall í gangi núna, fólk var að falla í einu- fjórum fögum. Þannig að ég er bara nokkuð sátt, lægst 7 og meðaleinkunin 7,5. veit að það er nú kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þar sem svona mikið fall var, er ég nokk sátt.
jæja þá ætla ég að fara að koma mér í háttin, byrjum á að búa til kynningu fyrir málsvörnina í fyrramálið og svo er það e-ð blakdæmi á morgun eftir æfingu.
læt að lokum eina mynd af OK djamminu fylgja með, en það gengur e-ð illa að setja myndir inn, gat bara sett 7 myndir inn í einu og eitthvað vesen, en ég fer allveg að fara í þetta, rakel og co þið verðið bara að bíða rólegar smá lengur.
until later.....



2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hellú gella
KOngrats með prófin þín, ég vissi alveg að þú gætir þetta. Og ég efast ekki um að þið rúllið missó vörninni ykkar upp. Hlakka til að sjá þig fyrir vestan........Geitin..hhe he he he
ps Ekki vera vond við Einar...það eru að koma JÓL :o)

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æðisleg mynd af mér eins og margar aðrar á netinu í dag:o) en til hamingju með að vera búin með allan þennan lærdóm! Bubba

7:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home