föstudagur, nóvember 19, 2004

Home sweet home.

Jæja svona lítur þetta úr núna:

og þá ætti ég að geta farið að blogga með góða samvisku.
ekkert próf að læra fyrir og ekkert uppvask sem bíður mín.

Ég kláraði semsagt mitt síðasta próf í þessari törn í gær, en ég er nú ekki viss um hvernig þetta endar, af sex prófum er ég viss um að hafa náð tveimur, ansi lélegt, er það ekki... en það er eitthvað með þessi munnlegu próf, ég veit bara ekki hvernig það er verið að gefa fyrir þau, en þetta kemur allt í ljós eftir rúmlega 2 vikur (ansi langt að bíða), kannski verð ég bara allt jólafríið að læra undir 4 próf, sem fram fara í jan, eða þá eins og ég óska mér að fá bara mitt mánaðar jólafrí án þess að vera að læra undir próf!!!!

Ég er komin heim í sæluna, ákvað að skreppa heim í afslöppun eftir prófin, að hlaða batteríin áður en missóið hefst, þó að ég hafi byrjað afslöppunina á því að fara á fund í morgun kl 8:30 með bæjarstjóranum hérna út af missó, en það verður sko sofið út á morgun.

Jamm og jæja, hvað er nú eiginlega búið að gerast síðan síðast...
kíkti á vatnið eitt föstudagskvöld, fór svo út að borða með Bubbu og Öldu, mjög gaman og mikið spjallað :



Svo var það bara borgarfjörðurinn og læra læra blak og læra meira
svona hafa virku dagarnir liðið hjá mér, ekki sérlega spennandi.

síðasta helgi, ammælið hjá Óla, já eins og ég sagði þá var það bara mjög gaman og ég ætla ekki að minnast neitt á hópþrýsting hérna en það er ekki hægt að segja að ég standist hann mjög vel!
Súrsætar voru allar á staðnum og gaman af því að Harpa og Heiða komu alla leið frá Ísó, var gaman að hittast svona allar þar sem engin bústaðarferð var í ár (út af USA). Nasa var svo líka mjög fínt, en mæli ekki með Hlölla eftir ball, rándýrt dæmi og engir leigubílar að fá þar fyrir utan.
Sumir áttu skemmtilegra kvöld en aðrir:


já og svo er það bara sælan hérna heima hjá mor & far, ætla kannski að gera e-ð sniðugt á morgun með súrsætum, því Sigrún er hérna líka og mig langar að gera e-ð til að fagna próflokunum (gerði það reyndar aðeins á síðustu helgi, gott að fagna svona fyrirfram), svo er það bara að kíkka á liðið hérna sjá hvað börnin eru búin að stækka og sona...

jæja verð að rjúka er að fara í klipp og lit enda ekki veitir af, er orðin eins og ég veit ekki hvað um hausinn, ekki hægt að láta sjá sig svona lengur...

until later....

2 Comments:

Blogger Sigrún said...

Ehemm
Það var nú ekki svona gaman hjá mér, ég er að spara þennan fyrir eitthvað sérstakt tilefni - hann er enn í veskinu mínu ;-) Þar sem það er gott að vera við öllu búinn

5:26 e.h.  
Blogger lagalif said...

Asskoti er þetta flottur örbylgjuofn sem þið hafið!

10:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home