Á skíðum skemmti ég mér, tralalala...
Guten tag,
nú er heldur betur farið að styttast tíminn hérna á hótel múttu, back to the real life á morgun (ef það verður flogið) en þá er stefnan tekin í borgina. Búið að plana smá matardæmi á morgun, spurning um hvort ég næ í það eða hvort ég verði bara hérna í snowytown að horfa á idolið en miðað við mína reynslu er ég hætt að búast við að komast á þeim tíma sem ég vil. Svo er það ´söngleikurinn Hárið á lordag, eins gott að það verði flogið fyrir það, hlakka mikið til.
Síðustu dagar hafa farið í heimsóknir, þarf að hitta alla og kveðja áður en mar leggur í útlegðina miklu í borgarfjörð. Svo var bara rykið dustað af skíðabúnaðnum og kíkt aðeins á skíði í dag (það voru nú ekkert margar ferðir farnar, en get þó sagt að ég sé búin að fara á skíði á þessu ári). Tók nokkrar myndir því til sönnunar:
Sirrý skíðagella
myself, var soldið kalt greinilega
það er ekkert lítið af snjó hér á svæðinu eins og má sjá.
Svo er það bara körfuboltaleikur í aften og svo neglur eftir það, það verður að reyna að gera sig fínan áður en maður fer í borgina, skellti mér í lit og klipp og augu í gær hjá henni Helgu Guðrúnu.
Búið að fresta skólabyrjuninni um tvo daga, sennilega vegna óveðursins sem var núna á dögunum, en þá þurfti að fresta einhverjum úrbótarprófun þannig að ég fæ bara enn fleiri daga í borginni, það er nú ekki slæmt.
jæja þá er þetta komið nóg í bili!
auf widersen.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home