mánudagur, janúar 03, 2005

Allveg við það að snjóa mann í kaf hérna!!

Hellú everyone, já það er sko ekkert grín þetta veður hérna á Ísó núna, það bara snjóar og snjóar eins og ég veit ekki hvað.
Frívikan byrjar semsagt bara ágætlega, búin að vera næstum því föst hérna heima hjá mér, en samt skemmtilegur dagur að öllu leyti (námsbækurnar verið látnar í friði). Fengum skemmtilega heimsókn í dag þegar Sirrý hetja labbaði hingað í óveðrinu vel dúðuð og svo Þórunn sem var bara sótt eins og prinsessu sæmir. Var svo spilað game of life, hættuspilið og kani, og tókst mér með miklum klæjum að sigra game of life á endanum en skíttapaði ég hinum tveim.
Óðum við svo út í veðrið að skutla liðinum í bæinn og má segja að ansi fáir voru á ferli þar í dag. Svo að loknu smá fjölskylduspili eftir kvöldmat þar sem við stelpurnar á heimilinu unnum karlana var farið í göngutúr í bæinn, hele familyen, dugnaður þar á bæ.
Annars er lítið títt, er búin að panta mér far suður á föstudag, einhver hittingur planaður um kvöldið og jafnvel eitthvað geim á laugardag svo bara skúlen á mánudag.
Jólin í stóruskógum 9 voru músarlaus eftir því sem við komumst næst en voru allar gildrur óhreyfðar þar í gær okkur til mikilla ánægju, vonum að þær haldi sig bara utandyra það sem af er af vetri.
Smá dugnaður búin að vera í gangi í dag og í gær þegar lögfræðibókin var tekin upp og lesin, ætla að reyna að bögglast í gegnum hana áður en skólinn byrjar, já nú á sko að taka þetta, engin frumlestur fyrir próf eins og gert var á síðustu önn o nei!
Að lokum, fann þetta sniðuga kort á kaupfélagssíðunni og ákvað að sjá hve mikið af heiminum ég ætti eftir að sjá!


Ansi mikið, finnst ykkur ekki? Þarf soldið að fara að bæta úr því, þegar ég verð orðin ríkur viðskiptalögfræðingur þá klára ég þetta sem ég á eftir (má alltaf láta sig dreyma, er það ekki!)
en endilega tékkið á þessu og prófið sjálf hér

jæja þá er þetta komið nóg, ætla að fara að demba mér í lestur verð að klára bókina "barn að elífu" fyrir morgundaginn.
auf widersen..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home