þriðjudagur, janúar 11, 2005

Back to the school!!!!

Góða kvöldið góðir hálsar.
Þá er mar komin aftur á suðurlandið, nánar tiltekið stóru-skógar 9 og hér er bara allt músarlaust að því sem ég best veit. Kom áðan eftir nokkra daga í borginni þar sem ég er búin að reyna að hitta sem flesta og líka bara að slappa af. Skóli klukkan 10 í fyrramálið og er ekkert nema bara gott um það að segja, gaman að hitta alla aftur.

Mætti í borgina á föstudag, matur í Laufenginu og spil þar sem ég tapaði ekki einu sinni heldur tvisvar fyrir ákveðnum aðila sem ég þoli ekki að tapa fyrir, ekki orð meira um það.
Laugardagurinn tekin snemma, Sirrý millilenti í RVK í leið norður í æfingarkennslu og héldum við Kata henni félagsskap í þessa tvo tíma. Kíkt í kringluna og verslað pínku pons á útsölum. Svo heim í nýju "svítuna mína" og gert sig klára fyrir kvöldið. Ég komst nú að mörgu skemmtilegu þetta kvöld:
-Lasagne á madonnu klikkar ekki
-mér finnst irish coffie bara nokkuð gott
-16 bekkur í austurbæ er ekki góð leikhússæti fyrir manneskju sem er ekki 1,80
-of fá klósett eru í austurbæ
-betra að hafa gleraugum með ef það er nektaratriði í sýningunni
-hárið er geggjuð sýning, ekki verri en hún var fyrir 10 árum
-ég get vel drukkið bjór
-ég er léleg í skák (þriðja tapið á innan við sólarhring, arg!!!!!
-grasshoper er góður sem skot (mundi nafnið, Eyrún!)
-komin með ógeð á breezer
-komst að því að ég á 2 stjúpdætur
-allstaðar kynnist mar frænkum eða frændum, líka á djamminu
-hvalveiðar eru ekki vinsælar hjá Húsvíkingum
-bauð sjálfri mér í idol-partý á föstudaginn hjá fólki sem ég þekki ekki neitt
-mandarinu vodki í appelsínusafi, geggjað gott
-minnað klikkar stundum eftir nokkur skot
-ekki gott fyrir heilsuna að blanda mörgum tegundum saman

jæja þá er það komið á hreint, hverju ég komst að um sjálfan mig á laugardagskvöldið og svo á sunnudagsmorgun. Skellti inn nokkrum myndum, hér má sjá hvernig afþreyingu er meðal annars hægt að finna á 22:






jæja þetta er nú komið nóg í bili, ætla að fara að koma mér brátt í bælið, það verður sko erfitt að vakna í fyrramálið.

auf widersen.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home