sunnudagur, janúar 16, 2005

Öskubuskuævintýri

Gott kvöld góðir hálsar,
Þá er enn ein helgin afstaðin og á morgun byrjar skólastarfið fyrir alvöru, evrópuréttur klukkan átta í fyrramálið og hana nú, ekkert hangs meira.
Ég skellti mér í höfuðborgina á föstudag eftir gott djamm hér á bifröst á fimmtudag og var nú ýmislegt brallað þar en má segja að þetta hafi ekki verið góð helgi fyrir skósjúkling eins og mig. Ég ætla að deila með ykkur einni lítilli sögu um mig:
Á föstudag fór ég í smáralindina og kíkti aðeins í skóbúðir því er mig búið að langa í ný stígvél í þónokkurn tíma og ákvað ég að freista gæfurnar á útsölunum.
Í skór.is fann ég þessi líka geggjuðu rauðu rúskinstígvél og ákvað að prófa að máta þau og bað um að fá par nr 40 (já ég veit ég er með stórar bífur), mátaði hægri skóinn en fannst hann soldið rúmur, og bað því um að fá vinstri skó nr 39 til að finna muninn. Prófaði ég svo að labba aðeins í þessum tveim stærðum á sitthvoru löppinni og ákvað að fá mér nr 40(bara búin að máta hægri skóinn samt). Þegar ég kem heim seinna um kvöldið ákvað ég að máta skóna aftur, en viti menn, ég kemst ekki í vinstri skóinn, hællinn á mér kemst ómögulega ofan í stígvélin. Prófaði ég aftur um morgunin og enn gekk ekki neitt og ákvað ég þá að fara með skóna aftur í búðina því mér fannst þetta e-ð skrýtið þar sem ég komst allveg ofan í vinstri skó nr 39.
Var ég svo heppin að hitta á sömu afgreiðslustúlku, en voru öll pör í stærðinni 40 búin en einhver eftir í 39. Prófaði ég vinstri skó nr 39 og small ég ofan í hann, og þar sem ég var bara orðin ástfangin af þessum skóm ákvað ég að skella mér bara á par nr 39, en í ljósi atburða bað ég um að fá að máta hægri skó nr 39. Og viti menn, ég komst EKKI í neinn hægri skó og gubbaði afgreiðslustúlkan því þá út úr sér að fólk hefði lent í vandræðum með þessa skó, það væri augljóslega einhver galli í þeim. Þeir sem þekkja mig vita að ég á það til að vera örlítið þrjósk og gaf ég mig ekki allveg strax og reyndi að troða mér ofan í einhverja skó í búðinni í 45 mín. Leið mér virkilega eins og stjúpsystrunum í öskubusku þegar þær voru að reyna að troða sér í glerskóinn sem prinsinn kom með, ég lét virkilega eins og það væri einhver prins í boði.

Afgreiðslustúlkan tók ekkert vel í það að selja mér annan skó nr 39 og hinn nr 40. Ég fór meira að segja til skósmiðs og tékkaði á hvort hægt væri að laga það, en nei allt kom fyrir ekki og afgreiðslustúlkan bauðst til að endurgreiða mér stígvélin góðu og syrgi ég enn, því ég er viss um að ég eigi aldrei eftir að finna eins geðveik stígvél, snökt, snökt....
En svona var þá þessi skemmtilega saga, Katrín greyið þurfti að þola mig allan daginn eftir það og öfunda ég hana ekki því ég var mjög úrill og pirruð yfir þessu og ekki skemmtilegasti félagsskapur, sumir taka skókaup meira inn á sig en aðrir!!

jæja þetta er nú orðið ansi langt, en eitt að lokum, hvað gerðist eiginlega í idolinu á föstudaginn, er landinn orðin eitthvað skrýtin? Mér finnst að það eigi að kjósa þann sem fólki finnst verstur og eigi að detta úr, held að það komi betur út.
nú er komin tími á stopp á þessu bulli og segi ég því bara
auf widersen

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu bíddu ertu þrjósk, nei það getur bara ekki verið.......trúi þessu ekki upp á þig.....en samhryggist þér með stígvelin og ég trúi því að þetta hafi verið yfirvaldið að segja þér að þú þyrftir ekki fleiri skó......muhahahaha
Kveðja úr næsta húsi við Esther........stígvélistinn hinn

12:11 e.h.  
Blogger Halldora said...

já yfirvaldið hefði þá bara ekki átt að láta mig sjá þessa skó, þá væri ég ekki enn dreyma um þessi stígvél, held meira að segja að ég verði að leita mér sálfræðihjálpar áður en þetta bitnar á náminu!

8:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home