fimmtudagur, janúar 27, 2005

long time no blogg!!!!

jæja góðir hálsar, i´m back,
ég held að mar eigi ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar um hvað mar er farin að vera duglegur að blogga, því það er bara ávísun á ekkert blogg í langan tíma á eftir.
En annars eru þessar þrælabúðir sem kallast víst skóli búnar að vera like hell undanfarna daga. Ég náði mér í flensuna miklu í síðustu viku en það var bara ekki séns að vera heima og ná henni úr mér af viti. Reyndar var ég ekkert á því að vera veik og fannst ég orðin svo hress á föstudag og skellti mér því í byen en kom fárveik til baka á sunnudag, en þá biðu aðeins um 5 verkefni sem ég þurfti að gera (skilin reyndar á öllum dögum vikunnar). Þrátt fyrir veikindin tókst mér að vera súper dugleg og klukkan hálf tvö í dag kláraði ég síðasta verkefnið í þessari törn og er þetta búin að vera afslöppunardagur. Þrifum reyndar hérna heima enda veitti ekki af, potturinn var líka þrifin enda veitti ekki af, ekki verið notaður síðan í nóvember og þar sem vatnið hérna verður stundum ansi skrautlegt leit hann svona út fyrir þrifin:

jammí er það ekki????
En núna er búið að þrífa hann og allir eru velkomnir í heimsókn að sjálfsögðu!

Ég er búin að bíða eftir því að handboltinn byrjar því mér finnst gaman að horfa á landsliðið keppa, á sunnudaginn horfði ég á fyrsta leikinn en þegar þeir voru einhverjum slatta marka undir þá gafst ég upp og hætti að horfa. Á þriðjudaginn ákvað ég að sleppa blakinu því ég var ennþá frekar slöpp en fannst samt fínt að geta horft á handboltan, en nei það var nú til of mikils ætlast. Það voru búnar 13 mín af leiknum þegar helv rafmagnið fór hérna, kubbakallarnir sem eru að vinna við veginn hérna skemmdu e-ð í rafmagnsdótinu. ég hélt að þetta yrði bara svona 10 mín, mesta lagi hálftími en neeeei það var nú ekki svo gott! Við erum að tala um 4 klukkutíma, tölvan batteríslaust og alles, það var bara kerti og spil stemmarinn tekin. Þá voru nokkur hús hérna í stóruskógum sem gekk e-ð illa að laga og þar sem ég er nú bara þekkt fyrur mína heppni þá var það akkúrat húsið mitt og þá sérstaklega þegar handboltaleikurinn var (kubbakallarnir ættu nú að taka tillit til þess) og ofan á allt átti ég ekki einu sinni batterí til að hlusta á útvarpið, Halldóra var ekki glöð á þriðjudagskvöldinu.
Missti svo af leiknum í gær því ég var að keppa í blaki upp á skaga, sem var reyndar mjög gaman (gekk samt ekkert frábærlega) fyrir utan að Alex franskur skiptinemi sem er að spila með strákunum þurfti að fara úr húsinu í sjúkrabíl, sleit víst krossbönd, við bifrestingar erum þekkt fyrir að láta aðeins hafa fyrir okkur. Loksins er komið plan um blakdjamm næsta fimmtudag, HA er víst að koma í heimsókn og skillst að það eigi að vera ball í hreddanum, ekki leiðinlegt það.
stefnan er bara tekin á að vera hérna um helgina, ótrúlegt en satt ætla ég að vera heima hjá mér eina helgi, fyrsta helgin síðan í október held ég barasta.
vatnavambirnar ætla að koma við á morgun á leið suður, ætli mar skelli ekki í einn brauðrétt eða betty fyrir þær. held ég láti vöflurnar eiga sig, miðað við hvernig það gekk síðast þegar þær komu við.
jæja þetta er nú komið nóg, búin að röfla nægju mína í bili!!

auf widersen....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hellú "heppna" gella....hvað segist??? Alltaf í blaki les ég...heyrðu það gæti nú farið svo að ég verði í næsta nágrenni við þig þann 5 mars því þá er stefnan að við skellurnar mætum á hraðmót á Akranesi, ég verð í bandi við þig um þetta þegar að ég veit meira um þetta, var einmitt að spöglera í að panta pláss í pottinum eftir mótið, svona á leiðinni heim.....hvernig líst þér á kella. Flensan er einmitt að halda innreið sína á þetta heimili, búin að leggja Torfa og réðst svo næst á Birtu, ég held hún þori ekkí í mig, ég er búin að vera svo dugleg í stúdíóinu og svo er ég náttúrulega eins og ég er...muhhahahaaa.. :o) Knús frá mér, hvenær er svo planað að koma vestur, bara svo ég geti farið að undirbúa ríkismatarboðið....heyrðu þetta er bara orðin ágætis viðbót við bloggið þitt og nú held eg að ég stoppi áður en ég missi mig frekar, ég ætlaði að stoppa eftir knúsið en you know me....once you pop you cant stop!!!!

7:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

gleymdi náttúrulega að kvitta undir þessa massafærslu en það átti náttúrulega að vera hinn stílistinn a.k.a Líftæknihjúkkan

7:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home