Bifróvísion
jæja þá er mar komin aftur í bloggheiminn, veit að þið hafið eflaust verið farin að sakna mín! En ég er bara búin að vera smá busy síðan síðast, ferðalög, próf og svolleiðis vitleysur.
Skellti mér vestur á síðustu helgi, það var náttlega bara geggjað fyrir utan þennan gífurlega lærdóm sem ég þurfti að klást við (skilaði sér reyndar í hæstu einkun fyrir hópverkefnið í lögfræðinni) en annrs voru skærin notuð aðeins til að hressa upp á vini og vandamenn á heimaslóðum. Hitti líka 2 prinsessur í fyrsta skiptið og var það nú bara æði. hér er ég og Júlia Ósk:
hún var nú ekkert á því að horfa á mig, hvað þá að brosa til mín.
Svo var það ríkisgelluhittingur, körfuboltaleikur þar sem gellurnar í KFÍ skelltu gellunum hans Andra í Hamri (gaman að sjá að Helga Sal var sko ekki búin að gleyma neinu) og svo síðast en ekki síst á skíði þar sem ég brunaði nokkrar ferðir á stuttum tíma vegna tímaskorts, samt vel þess virði.
Auðvitað hitti ég Solluna (sem by the way á ammæli í dag, til hamingju með daginn eskan!) og við horfðum á Helga detta út úr Idolinu eftir EINA slæma frammistöðu þrátt fyrir 20 atkvæði frá Brynjólfi og Margréti.
Á mánudaginn tók svo bara alvaran við, búið að vera annasöm vika 2 próf og læti. Svo á laugardaginn er það bifróvision, árshátið skólans, búið að vera geggjuð stemmning alla vikuna fyrir þessu. Hlakka mikið til, einn leynigestur ætlar líka að mæta á svæðið!
en nú er ég búin að bulla nóg um það hvernig vikan er búin að vera hjá mér, ég skelli nú einhverju bulli inn eftir geimið með einhverjum myndum.
auf widersen....
1 Comments:
HÆ gella. Takk fyrir hittingin um síðustu helgi, þetta var bara gaman og verður held ég bara hefð héðan af.....það er að við gellur hittumst þegar að þú átt leið um bæinn. Eitt enn, skemmtu þér alveg ótrúlega vel á bifróvision, ég skemmti mér svo vel þegar að ég fór á þetta skrall....knús frá mér
Stílistinn hinn
Skrifa ummæli
<< Home