mánudagur, apríl 25, 2005

Allt á fullu í missó og ein einkunn komin í hús!

Helló, ég er ekki allveg að meika það í bloggheiminum, greinilega ekki sú duglegasta að blogga enda frá litlu að segja. Prófin búin og brjálað að gera í missó, erum komin með mynd á verkefnið en vonandi er það nógu gott fyrir alla drekana í skólanum.
Skellti mér aðeins í borgina í síðustu viku og um helgina þar sem foreldrarnir létu sjá sig þar og skellti mér á sumardaginn fyrsta í kringluna og kom út með einhverja poka og þónokkrum krónum fátækari.
Á föstudaginn var ég hins vegar hérna í bústað og ákváðum við í hópnum að lyfta okkur aðeins upp auk þess sem Steinka og Dúnna mættu á svæðið. Eldaði ég hið fræga mexicanska lasagne enda er það orðið hefð í missó, var svo spilað unó sem er missó spilið í ár og eftir það var farið í party og co þar sem okkur Finni tókst að sigra Brynju og Dúnnu á lokasprettinum með orðinu Vestfjarðarvíkingur, og átti það vel við okkur Finn þar sem við erum bæði að vestan. Að loknu þessu frábæra spili endaði kvöldið svo auðvitað í pottinum þar sem mikið var hlegið og spilaður pottabolti.

ein einkunn var að detta í hús, heil 8 og verð ég nú að segja að ég er ekki allveg sátt, en ég er búin að frétta að það hafi verið allavega 40% fall svo ég get bara verið ánægð með að hafa náð en sem betur fer var vetrareinkunin mín ágæt þannig að hún hækkaði mig aðeins upp.

jæja þetta er komið nóg bull í bili.
auf widersen...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Golffélagi hér, ég er til í að vera golfpartner,....kongrats með áttuna gella og ég veit að hin prófin hljóta að hafa gengið hjá þér, en mikið öfunda ég þig að vera búin í prófunum, því ég á öll mín eftir.......en hlakka til að hitta þig þegar að þú kemur vestur.....knús frá stílistanum, sem er eiginlega orðinn fyrrverandi stílisti..

9:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home