þriðjudagur, apríl 05, 2005

Klúður dauðans

já nú er ég sko búin að sjá til þess að ammælisdagurinn minn verði með þeim skemmtilegustu í ár, þarf sennilega að eyða honum í það að taka úrbótarpróf í f*** fjármálastjórnun. Ég var sko búin að vera með yfirlýsingar um að þetta væri nú ekki erfitt próf, pís og keik- róleg á yfirlýsingunum góða mín! Mér fannst ég svo vel undirbúin og búin að reikna allt sem gæti komið á prófinu, eða það hélt ég. Kom svo ekki e-ð helv. 20% dæmi sem ég man ekkert eftir og var ekki með það í skjalinu mínu góða sem ég var búin að gera mér, en frétti svo eftir prófið að það hefði verið hægt að nálgast allveg eins dæmi á námskjánum (þetta var sko gagnapróf) og þetta hefðu nánast verið gefnir 2.
En þið eruð bara heppin að hafa ekki hitt mig í dag því ég er ekki búin að vera skemmtilegur félagsskapur, fór ekki einu sinni í blak. En svo er gott að eiga góða vini sem hringja í mann og ná úr manni fýlunni, takk Sigrún!!
En í aðra hluti, þá var mér bent á þessa mynd á netinu og OMG hvað hún er fyndin, þetta lýsir best hvernig stuði ég var í á föstudaginn langa á írafársballinu:


Ég er svo að hneykslast á fólkinu í kringum mig, en það er nú gott að flestir gátu nú skemmt sér á þessu balli.

Hvað með þenna snjó hérna úti, við erum að tala um að við þurftum að vaða snjó upp að hnjám til að komast heim eftir prófið, ég held barasta að þetta sé mesti snjór sem hefur komið í vetur. Ekki að ég öfunda Bjarna og co. sem eru í golfferð á spáni, brunnir á eyrunum og fleira í þeim dúr, ónei ég myndi sko ekki vilja skipta þó mér yrði borguð stór fjárhæð fyrir!
en það er best að fara að snúa sér að lærdómnum, svo ég lendi ekki í öðrum eins skelli á fimmtudaginn í prófinu hjá Hemma Hreiðars félaga mínum með meiru.
sí jú gæs later
auf widersen.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home