miðvikudagur, maí 18, 2005

spurning um að skella sér í 6 ára bekk aftur og læra að lesa!

hellú góðir hálsar, ég er nú ekki allveg að standa mig í blogginu. En ástæðan fyrir því er nú margvísleg. Missóið tók sinn tíma, en þetta var geggjað gaman og frábær hópur sem ég var í. Enda kom verkefnið bara vel út og fengum við mikið hrós fyrir hve djörf við værum að vera 5 nemendur á 1.ári í viðskiptalögfræði og taka verkefni á sviði sifjaréttar (sem er ekki kennt fyrr en á 3 eða 4 ári í lögfræði). en þetta var skemmtilegt verkefni og er ég bara orðin sátt við missóið aftur. Prófin komu svona og svona út, mér tókst samt að falla í prófi í fyrst skiptið síðan í sveinsprófinu mínu þegar ég féll í galagreiðslunni. Mér tókst semsagt að klúðra evrópuréttinum með því að lesa vitlaust eina spurninguna, ég meina EES eða ESB hver er munurinn. í rauninni bara einn stafur en merkingin því miður ekki sú sama. en ég átti semsagt að svara hverjar voru aðalstofnanir EES og helstu hlutverk, en ég svaraði hverjar aðalstofnanir ESB voru og fékk 0 fyrir spurninguna. ég fékk 5,55 út úr prófinu en þessi tiltekna spurning gilti 12,5% þannig að ég hefði farið í sjöuna hefði ég asnast til að lesa rétt. en svona er þetta og það er bara að massa þetta í úrbótinni á morgun en ég kom í borgina áðan. Ég keyrði vestur á miðvikudaginn, en málsvörnin hjá okkur var á þriðjudag. Ekki var þurfti ég að hafa áhyggjur af því að pakka barnum mínum niður þar sem við í missó hópnum ákváðum að fagna þegar við vorum búin að prenta skýrsluna út kl hálf eitt á sunnudegi og var allt klárað. en það var víst nóg af öðru til að pakka og var bíllinn vel troðinn á vesturferðinni, sem var tekin með smá trukki og bensínið aðeins stigið í botn.
Á laugardaginn verður svo smá fagnaður hjá mér, en kellan er að verða árinu eldri á sunnudag og er ætlunin að halda smá eurovisiongeim í höllinni hjá Sirrý og Sigurbirni. Svo er það bara vestur í sæluna aftur á sunnudag og vinna á mánudag og verð ég að segja að ég er farin að hlakka til að þurfa ekki að hugsa um námið í sumar, þó ég eigi eftir að sakna margra og þá sérstaklega missó hópsins míns sem ég er nánast bara búin að umgangast í 4 vikur.
jæja þetta er nú orðin ein langa vitleysa og ætla ég að gera þetta að lengri vitleysu með því að skella inn einu ljóskuprófi sem ég fann á netinu.
bannað að skrolla niður fyrst og skoða svörin:


Fyrir neðan eru fjórar (4) spurningar og bónus spurning
Þú þarft að svara þeim strax
Þú getur ekki tekið þér þann tíma sem þú þarft og ekki svara þeim öllum um leið.
OK?

Komumst nú að því hversu klár þú ert
Tilbúin(n)?
BYRJA!!! (skrunaðu niður)

Fyrsta spurning:
Þú tekur þátt í keppni. Þú ferð framúr þátttakandanum sem er annar í röðinni.
Hvar í röðinni ert þú þá?






Svar: Ef þú svaraðir að þú sért í fyrsta sæti, hefurðu algjörlega rangt fyrir
þér!
Ef þú ferð fram úr þeim í öðru sæti, þá tekur þú sæti hans/hennar, þú ert í
öðru sæti!

Reyndu nú að klúðra ekki næstu spurningu
Til að svara annarri spurningu, reyndu að taka ekki eins mikinn tíma og í
þeirri fyrstu

Önnur spurning:
Ef þú ferð fram úr þeim er síðastur í röðinni, ert þú í....?






Svar: Ef þú svaraðir að þú sért næst síðust/síðastur, hefurðu rangt fyrir þér
aftur. Hvernig er hægt að fara fram úr öftustu manneskju?

Þú ert ekki góð(ur) í þessu! Rétt?

Þriðja spurning:
Mjög vandasamt dæmi! Athugaðu: Þú mátt aðeins leysa það í huganum.
Ekki nota pappír eða reiknivél. Reyndu.

Taktu 1000 bættu við 40. Bættu svo við 1000. Síðan bætirðu við 30 og svo 1000.
Bættu við 20 og svo 1000 og að síðustu bætirðu við 10. Hver er útkoman?






Svar: Fékkstu út 5000?
Rétt svar er reyndar 4100.
Trúirðu því ekki? Prófaðu dæmið með reiknivélinni þinni!

Þetta er ekki þinn dagur eða hvað? Kannski þú hafir síðustu spurninguna rétta?

Fjórða spurning:
Pabbi Maríu á 5 dætur: 1. Nana, 2. Nene, 3. Nini, 4. Nono.
Hvað heitir sú fimmta?







Svar: Nunu?
NEI! Auðvitað ekki. Hún heitir María. Lestu spurninguna aftur

Jæja, bónus spurningin:
Það er mállaus manneskja sem ætlar að kaupa tannbursta. Með því að sýna
tannburstun með látbragði tekst henni að koma afgreiðslufólkinu í skilning um
hvað hún vill og kaupir tannburstann.
En ef það er blindur maður sem vill kaupa sólgleraugu, hvernig ætti hann að tjá
ósk sýna?



Svar: Hann þarf bara að opna munninn og óska eftir því sem hann vill, svo
einfalt


jæja hvernig gekk þetta???
mér gekk nú ekkert allt of vel, ég er greinilega meiri ljóska en ég hélt!
þá er best að snúa sér aftur að lærdómnum, EES ekki ESB
auf widersen....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn gella, og ég vona að þér hafi gengið þrusuvel í prófinu, ég veit þú rúllar því upp og manst heðan í frá muninn á ESB og EES.....knús frá London

10:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá Halldóra! Þú ert lélegasti bloggari sem ég veit um!!!
hahahaha...
kveðjur frá Dublin, Ella.

4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home