fimmtudagur, júlí 21, 2005

sumarblogg

hellú,
já eins og ég sagði síðast fæ ég seint verðlaun fyrir að vera dugleg að blogga en á sumrin hefur maður bara nóg annað að gera. Ég er að hugsa um að fá einhvern ráðherra til að leggja fram frumvarp á alþingi um að lengja sólarhringinn á sumrinn, allavega um tvo tíma (en hafa samt bara átta vinnustundir).
en þar sem ég nenni ekki að böbbla mikið um allt það sem ég hef gert í sumar ætla ég bara að stikkla á stóru:

bankadjamm - ekki gaman að fara á "trúnó" við þjónustufulltrúan sinn um bankamálinn, (allavega ekki fyrir hann), og það hefur allveg verið skemmtilegra að mæta í vinnuna á mánudögum!
papaball:- kostaði þrjúþúsund kall inn og ég hef sjaldan skemmt mér jafn illa á balli, var allavega ekki í gírnum. Ungfrú Lúpína átti samt kvöldið!
ammæli ársins - hörkufjör þar, alltaf gaman þegar fjölskyldan kemur saman, var samt komin snemma heim. Ógleymanleg ferð á Ingjaldssand daginn eftur!
Bústaðarferð og stuðmannaball - geggjað næs að skella sér í sveitina með eðalskvísunum. Stuðmannaball í víkinni, stóð fyrir sínu.
Sæluhelgin á suðureyri - sollan í bænum og ekki klikka partýin á bússaheimilinu, böllin á sæluhelginni klikka heldur ekki.
grillhittingur hjá súrsætum góð helgi í góðum félagsskap. Matur helgarinnar: lambakjöt. Leikur helgarinnar: yfir (kl korter yfir eitt á föstudagsnótt). Nafn helgarinnar: Guðmunda

jæja þá er þetta komið, inn á milli helganna er það bara golf, línuskautar, ganga, hjólatúr og margt margt fleira.
í kvöld ætlum við ríkisgellur að vera grand á því og skella okkur á hótelið og slúðra soldið en við erum búnar að vera duglegar að hafa hádegishitting í sumar.
svo er það helgin og það er sko nóg um að vera, missófélagarnir á leið í byen og við Brynja ætlum að kynna þá fyrir djamminu hér á ísó. útskriftarpartý hjá vatnavömbunum og margt margt fleira.
þetta sumar er semsagt ekki búið að vera eins rólegt en það átti að vera en svona vilja sumrin oft verða.

Svo er það bara að bíða eftir að lellan komi heim í frí svo ég geti farið að panta mér farið í helgarfríið til dublin í haust svo við getum ákveðið einhverja helgi saman( drífa sig svo elín).
en ég verð víst að fara að gera e-ð gagn hérna í vinnunni þannig að ég læt þetta gott heita í bilil, ætla samt ekki að lofa neinu bloggi fljótlega en aldrei að vita...
auf widersen...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sælarvar bara að ath hvort ég gæti nú kommentað það hefur alltaf komið upp eitthvað bull!! en vildi líka bara segja hæ og sjáumst nú vonandi einhvern daginn :)
kveðja frá sollu á næturvaktinni!!

2:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha takk mín kæra, fyrir bloggið!!
Hlakka til að sjá þig bráðlega,
Ella gella.

8:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home