mánudagur, desember 12, 2005

AAAAllveg að koma jólafrí

Góðan daginn góðir hálsar.
ég vil byrja á því að óska þeim Bubbu og Atla til hamingju með prinsessuna sem fæddist á föstudagskvöldið. Það er greinilegt að þar er þrjóskt barn á ferð enda lét hún bíða lengi eftir sér spurning hvaðan það kemur, eitthvað rámar mig nú í að hafa þurft stundum að bíða eftir mömmunni, hmmm... skulum nú ekki fara nánar út í það en ég get ekki beðið eftir að komast heim á laugardaginn og kíkja á dúlluna.

En í annað, þá held ég að þessi skóli sé búin að breytast í nasistabúðir eða einhvað álíka. Núna í morgun var misserisskýrslunni skilað, eftir að hafa verið kláruð um miðnætti í gær, en það er víst bara vel sloppið því ég veit um ansi marga hópa sem eru búnir að vera að vinna í alla nótt. Svo er það bara bið eftir því hvenær við lendum í málsvörn og viðveru en það verður ekki uppljóstrað fyrr en um miðjan dag í dag. Fyrsta málsvörnin byrjar svo væntanlega kl átta í fyrramálið og miðað við mína heppni ætla ég að gera ráð fyrir að vera þá en óskatímasetning mín er viðvera á morgun og málsvörn á miðvikudag og þá jólafrí á miðvikudag. En versta staðan er málsvörn á morgun og viðvera á föstudag, sem sagt hanga hérna miðvikudag og fimmtudag að gera ekki neitt. En þetta kemur allt í ljós í dag og þetta er bara eins og hapdrættisvinningar þegar tímaplanið kemur.
Einkunnirnar fyrir prófin eru loks komnar eftir að kerfið hrundi í morgun og held ég að refresh takkarnir hafi verið ansi oft notaðir á mörgum stöðum í morgun. Útkoman hjá mér var ásættanleg, ég náði allavega öllu og prófið sem ég kveið mest fyrir, munnlegi skatturinn var bara heil 9 hjá mér. Þannig að ég er bara sátt við það og því skipta hinar einkunnirnar mig ekki eins miklu máli en þó hefði allveg verið gaman að hafa þær hærri en það þýðir víst lítið að gráta Gvend bónda eða eitthvað svolleiðis.
Ísó písó svo á lordag, það verður nú gaman að koma heim enda langt síðan ég var það en stefnan er að reyna að gera e-ð skemmtilegt í bænum á föstudagskvöldið, konfektgerð hjá súrsætum eða eitthvað.

en jæja þá er best að fara að gera eitthvað í þessari kynningu þar sem spennan er of mikil fyrir legg, ég sef bara milli jóla og nýárs.

auf widersen...

ps: myndirnar frá blakmótinu eru komnar inn, en ég veit ekki hve gaman fólk hefur af þeim, þar sem þetta eru nær eingögnu myndir af blaki, en ekki hvað!!

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tequila

halló allir,
þá er það staðfest:




You Are Tequilla



When you drink, you're serious about getting drunk!
You'll take any shot that's offered up to you...
Even if it tastes like sock sweat!
And you're never afraid of eating the worm.


ég sá þetta próf á síðunni hjá Katrínu (og Óla auðvitað) og varð að tékka á því hvort ég væri nokkuð bjór eins og hún, því allir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki mjög hrifin af bjór. Ég get nú ekki sagt að ég sé eitthvað mikið hrifin af Tequila heldur, veit ekki einu sinni hvað er langt síðan ég fékk mér svolleiðis skot en kannski mar verður að skella sér á eitt slíkt fljótlega til að sanna þetta sniðuga próf.
Annars er missóið komið á fullt og skrifin byrjuð og það fer að koma mynd á þetta hjá okkur og svo er það bara fyrsti yfirlestur fljótlega eftir helgi þar sem næsta vika fer bara í lagfæringar og frágang.
Svo er það borgarferð á morgun, og vonandi verð ég ekki eins þreytt alla helgina í bænum eins og ég var á síðustu helgi, en ég er eiginlega enn að jafna mig á þessari prófviku from hell.
en well, mar verður víst að fara að hafa sig til fyrir blakið en við erum að fara upp á skaga að spila við liðin þar og það verður örugglega bara gaman. Myndirnar frá mótinu eru loksins komnar inn í tölvuna og verða settar á myndasíðuna fljótlega.
auf widersen......

ps: Er þetta ekki að fara að koma hjá þér Bubbulína mín??