sunnudagur, desember 26, 2004

Músarjól!

Hellú
jæja þá eru jólin senn á enda, eða allavega fyrrihluti þeirra og svo er það bara alvara lífsins á morgun, vinna klukkan tólf, vona að það verði nú ekki mikið að gera þar sem ég ætla að kíkja á lífið hérna á ísó í kvella. Annan í jólum ballið, yfirleitt eitt skemmtilegasta ball ársins, vona að engin breyting verði á því í ár.
Annars voru jólin bara fín og gjafirnar líka, þó var ein gjöf sem stóð upp úr og vil ég nota tækifærið og þakka Selnum fyrir frábæra gjöf, það er bara eins og hann lesi hugsanir mínar!!!!!!
Auðvitað voru líka græjurnar frá mor & far fínar og lofa ég því meira fjöri næst þegar þið komið í bústaðarferð til mín, þá mun tónlistin jafnvel ná að óma út í pottinn langt fram á nótt. Einhver húmor var líka hjá trillunum þremur að gefa mér mýs í einhversskonar líki, svo að litlu vinirnir sem eiga eftir að koma í heimsókn hafi nú einhvern félagsskap. Spurning hvernig verður umhorfis í Stóru-skógum 9 í Janúar þegar mar snýr aftur, kannski eru einhverjir búnir að eiga þar ánægjuleg jól aðrir jafnvel ekki, þar sem 5 gildrur voru settar upp.
Jæja þetta er nú komið gott, en ég varð að skella inn mynd af leiðinu hjá afa og ömmu en klukkan fimm á aðfangadag hittist fjölskyldan inn í kirkjugarð og smellti ég af nokkrum myndum.

takið eftir Hawaii kransinum sem hangir utan um krossinn, Hrólfur litli frændi minn í Bergen vildi endilega fá að setja þetta á í fyrra og mér finnst það bara sætt!!
jæja ætli mar verði ekki að fara að hafa sig til, matarboð hjá Ellu frænku fyrst og svo.....??? ekki enn komið á hreint hvar verður komið saman fyrir ball, er verið að plögga það!!
until later.......

föstudagur, desember 24, 2004

GLEÐILEG JÓL


Gleðileg jól



vona að allir hafi það nú gott um jólin, allavega ætla ég að gera það.
Borða, spila og sofa!!!!!!!!

until later...

laugardagur, desember 18, 2004

Heima er best.

Hello allir
jæja þá er hið langþráða "jólafrí" gengið í garð, en ég er nú ekki viss með orðið frí!! En það er samt skólafrí, þó ekki beint jólafrí þar sem það er búið að vera ansi mikið að gera hjá minni síðan ég kom heim. En ég fæ mitt jólafrí bara fyrstu vikuna í janúar, þegar margir skólafélagar mínir verða sveittir við að taka endurtekningarprófin!
Skólinn kláraðist á mánudag og ég átti pantað flug þá um kvöldið en sem betur fer fyrir mig þá var ekki flogið, þannig að ég notaði bara tækifærið og fór í kringluna og smáralindina og kláraði allar jólagjafirnar nema eina. Helv dugnaður það.
Svo var það konfektgerð heima hjá Sigrúnu og Snæ um kvöldið og sumir voru betri í konfektgerðinni en aðrir, það var allavega viðurkennt þegar afraksturinn var sýndur... ég hef bara þetta listamannsgen í mér!!! En þetta var bara gaman, voru að langt fram á nótt, svo var það bara flug heim snemma næsta morgun.
Káta krullan er búin að vera starfandi og svo er það ríkið, einhvernvegin verður mar að borga þennan euro-reikning frá USA, ekki borga námsláninn hann.
Í gær hittumst við ríkisgellur heima hjá Esther, var það bara mikil snilld og var mikið hlegið og var þar í aðalhlutverki prinsinn á heimilinu sem brosti allt kvöldið okkur til mikillar gleði.
Vinna..vinna og vinna. eins og ég sagði þá er nóg að gera á þessu heimili um núna, var að vinna í ríkinu í morgun og svo að þjóna í dag, krullan á morgun og næstu morgna og kvöld þegar ríkið er lokað.
En þrátt fyrir alla þessa vinnu þá hlakka ég bara til að hitta allt fólkið sem er að koma heim í jólafrí og þá sérstaklega Lelluna mína sem kemur hingað á morgun er ekki búin að hitta hana síðan í sept og hlakka mikið til að heyra sögur frá dublin og draumaprinsinum.
vambirnar koma líka á morgun og vona ég að það gangi nú vel að keyra hjá þeim (þær eru með fullt að jólagjöfum til mín í bílnum)!
jæja ég ætla að halda áfram að gera ekki neitt á laugardagskvöldi, frekar lélegt en svona er þetta þegar mar nennir ekki að gera neitt af viti.
until later........

ps. það er nú komið soldið mikið ryk á gestabókina mína, skrifið endilega í hana!

þriðjudagur, desember 07, 2004

Músarsaga, partur 2




Já halló, lesendur góðir, nú getið þið tekið gleði ykkar á ný því músarsagan mikla er að hefjast á ný!!!!!!!!
Já þið lásuð rétt. ég er bara búin að hafa þetta á tilfinningunni í soldin tíma og er meira segja búin að dreyma mýs tvær nætur í röð. Við vorum samt búnar að setja slatta af gildrum upp, þar sem við höfum ekki verið mikið heima undanfarið og við ætluðum bara að vera viss um að það væru engir aukagestir hérna hjá okkur. Svo í kvöld sátum við bara í sófanum og gláptum á imbann og þá heyrðum við e-ð þrusk sem var ekki mjög eðlilegt, og ég var nú viss um að mýslan væri komin í bakkann góða, en ég var of mikil skræfa til að þora að kíkja, en hetjan á heimilinnu tékkaði á þessu og viti menn....engin mús í gildrunum......en hins vegar var ein sæt lítil mús á eldhúsborðinu....frekar ógeðsslegt.
þá hefur hann Einar (nýjasti íbúi stóru-skógar 9) komist sennilega inn um eldhúsgluggan, en ég vitleysingurinn opnaði hann fyrr í dag er ég var að vaska upp. Þannig að nú er ekki leyfilegt að opna gluggana hérna lengur. Hetjan á heimilinu skellti upp uppþvottarhönskunum og setti tvo límbakka á eldhúsborðið og það verður sko spennó að fara fram á morgun. En annars er ég nú orðin soldið þreytt á þessu og við ætlum að hringja í hann Sævar stór vin okkar í fyrramálið og biðja þá um að tékka hvort það sé nokkuð komin fleiri göt sem opna fyrir þessar elskur inn.
En annars er endalus hamingja hér á bæ, missó búin, skil í gær:

er hún ekki flott, skýrslan okkar??
En þar sem ég er alltaf jafn heppin, urðum við auðvitað fyrsti hópurinn í málsvörn (hverjar eru líkurnar á því, og þýðir það að mar fær ekki einu sinni tækifæri til að sjá eina slíka áður en mar stekkur út í djúpu laugina, en vonum bara að við á 1 ári séum vel synd og vonum líka að fólk nenni nú ekki að vakna kl 8 á fimtudagsmorgni til að horfa á okkur. Svo erum við viðveruhópur á mánudag kl 11, búin kl 13. svo er það bara home sweet home, búið að panta far með seinni vél á mánudag.
Prófin.... já ég varð nú heldur betur endalaust hissa er ég sá einkannirnar mínar á sunnudagskvöldið og ekkert F, já ég náði sem sagt öllu og ég verð alltaf meira og meira hissa eftir því sem ég tala við fleiri því það var rosalegt fall í gangi núna, fólk var að falla í einu- fjórum fögum. Þannig að ég er bara nokkuð sátt, lægst 7 og meðaleinkunin 7,5. veit að það er nú kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir en þar sem svona mikið fall var, er ég nokk sátt.
jæja þá ætla ég að fara að koma mér í háttin, byrjum á að búa til kynningu fyrir málsvörnina í fyrramálið og svo er það e-ð blakdæmi á morgun eftir æfingu.
læt að lokum eina mynd af OK djamminu fylgja með, en það gengur e-ð illa að setja myndir inn, gat bara sett 7 myndir inn í einu og eitthvað vesen, en ég fer allveg að fara í þetta, rakel og co þið verðið bara að bíða rólegar smá lengur.
until later.....



miðvikudagur, desember 01, 2004

Allt að verða CRAZY!!!!!!!!!

HELLÚ allesammen
Ekki mikill tími fyrir blogg þar sem missóið er á suðupunkti, vorum að til klukkan 4:15 í nótt því það var að fara í yfirlestur í morgun, svo er verið að vinna úr punktunum sem við fengum þaðan og svo þessi skemmtilega frágangsvinna.
En OK djammið var allgjör snilld, skrifa meir um það síðar, var að hlaða inn myndum og það voru aðeins 138 myndir, ekki slæmt það (myndavélin lenti reyndar í höndunum á nokkrum frussurum, skelli kannski mynd af þeim inn í næsta bloggi!
En ég verð að koma mér aftur að störfum, skilafresturinn nálgast óðfluga, skelli inn betri pistli þegar þessi geðveiki er á enda.
until later.....


eins og sjá má er brjál að gera í lærdómnum, Helgi og Brynja að störfum.