miðvikudagur, júlí 27, 2005

Geggjuð helgi að baki

Hellú góðir hálsar,
þá er skemmtilegasta helgi sumarsins (so far) að baki og verður henni seint gleymt.
Á föstudagskvöldið eftir að hafa búið um væntanlega gesti skellti ég mér niður í sundstræti þar sem undirbúningur fyrir stórveisluna stóð sem hæst og undir góðri verkstjórn Elvu stóðum við Bubba okkur með prýði við að skera blómkálið og fleira.
Svo þegar gestirnir renndu í hlaðið var ég mætt upp í miðtún og auðvitað voru uno spilin tekin upp, enda vorum við öll komin með fráhvarfseinkenni síðan í missó!
Langi Mangi var næsti viðkomustaður þar sem mér tókst að hella niður á mig heilu kaffiglasi, en þar sem ég var "örlítið" ölvuð fann ég nú ekki fyrir því. Hér eru tvær myndir frá þessu kvöldi:

við Helgi í góðum fíling


Brynja og Finnur, alltaf jafn sæt

Laugardagurinn var tekin snemma þar sem stefnan var sett á þingeyri að prófa strandblaksvöllinn sem þar er komin og var það allveg geggjað og var fílingurinn eins og mar væri í útlöndum því veðrið var upp á sitt besta.




Ég gat ekki klárað leikinn með krökkunum þar sem ég var að fara að gæsa hana Hafdísi gellu og heppnaðist það fullkomnlega, held ég hafi sjaldan séð Hafdísi jafn "supplies" á svipnum og þegar við stukkum fram úr litlu kaffistofunni á fyrrverandi vinnustað mínum klæddar upp í eightees múnderingu.

Hafdís "gæs"

Gæsin á leið í smá móturhjólatúr
Kvöldið byrjaði hjá Dúnnu þar sem ég eldaði hið margrómaða mexicanska lasagne, að ósk strákanna, og var sing starið sett í græjurnar og nokkur lög tekin. (verð ég nú að segja að þrátt fyrir að ég hafi ekki sungið, get ég með sanni sagt að mitt lið hafi ekki staðið sig sem skyldi, enda strákarnir ömurlegir söngvarar!)
Sundstræti var næsti áfangastaður og stóð blómkálið og ostapinnarnir vel fyrir sínu, enda fagmenn þar á ferð við skurðinn.


þeir kunna greinilega að pósa þessir íþróttafræðingar


Helgi með gleraugun sem týndust. Ef einhver sér þessi gleraugu á næstunni, þá er sá sami vinsamlegast beðin að skila þeim til Sissu Flipp!

Skundað var á ball í dal dýranna og ekki varð mar fyrir vonbrigðum þar, þrátt fyrir ýmis "áföll" en erum við Helgi að spá í að skrá okkur i björgunarsveitirnar eftir að hafa þrætt Hnífsdal þveran og endilangan í leit að Finn. Eftir ball var hin besta skemmtun þar sem allir sátu á tröppunum og héldu áfram að skemmta sér og öðrum, og verð ég að segja að Finnur hafi verið kosin "lestarstjóri" kvöldsins!

Sunnudagurinn var tekin aðeins seinna heldur en Laugardagurinn en auðvitað var skellt sér til Þingeyrar og tekið á því í blakinu ásamt íþróttafræðingunum og endað svo í sundi á suðureyri þar sem vatnablakið var prófað líka.
Það voru semsagt þreyttir en ánægðir ferðalangar (vona ég) sem lögðu af stað í heimferð á sunnudagskvöldið og ekki öfundaði ég þau að eiga eftir að keyra alla leiðina suður.

næsta helgi verður svo bara tekin frekar rólega, og er ætlunin að kíkja á tálknó í einn dag eða svo, aðeins til að skreppa úr bænum og breyta um umhverfi.

en þangað til næst
auf widersen.....

fimmtudagur, júlí 21, 2005

sumarblogg

hellú,
já eins og ég sagði síðast fæ ég seint verðlaun fyrir að vera dugleg að blogga en á sumrin hefur maður bara nóg annað að gera. Ég er að hugsa um að fá einhvern ráðherra til að leggja fram frumvarp á alþingi um að lengja sólarhringinn á sumrinn, allavega um tvo tíma (en hafa samt bara átta vinnustundir).
en þar sem ég nenni ekki að böbbla mikið um allt það sem ég hef gert í sumar ætla ég bara að stikkla á stóru:

bankadjamm - ekki gaman að fara á "trúnó" við þjónustufulltrúan sinn um bankamálinn, (allavega ekki fyrir hann), og það hefur allveg verið skemmtilegra að mæta í vinnuna á mánudögum!
papaball:- kostaði þrjúþúsund kall inn og ég hef sjaldan skemmt mér jafn illa á balli, var allavega ekki í gírnum. Ungfrú Lúpína átti samt kvöldið!
ammæli ársins - hörkufjör þar, alltaf gaman þegar fjölskyldan kemur saman, var samt komin snemma heim. Ógleymanleg ferð á Ingjaldssand daginn eftur!
Bústaðarferð og stuðmannaball - geggjað næs að skella sér í sveitina með eðalskvísunum. Stuðmannaball í víkinni, stóð fyrir sínu.
Sæluhelgin á suðureyri - sollan í bænum og ekki klikka partýin á bússaheimilinu, böllin á sæluhelginni klikka heldur ekki.
grillhittingur hjá súrsætum góð helgi í góðum félagsskap. Matur helgarinnar: lambakjöt. Leikur helgarinnar: yfir (kl korter yfir eitt á föstudagsnótt). Nafn helgarinnar: Guðmunda

jæja þá er þetta komið, inn á milli helganna er það bara golf, línuskautar, ganga, hjólatúr og margt margt fleira.
í kvöld ætlum við ríkisgellur að vera grand á því og skella okkur á hótelið og slúðra soldið en við erum búnar að vera duglegar að hafa hádegishitting í sumar.
svo er það helgin og það er sko nóg um að vera, missófélagarnir á leið í byen og við Brynja ætlum að kynna þá fyrir djamminu hér á ísó. útskriftarpartý hjá vatnavömbunum og margt margt fleira.
þetta sumar er semsagt ekki búið að vera eins rólegt en það átti að vera en svona vilja sumrin oft verða.

Svo er það bara að bíða eftir að lellan komi heim í frí svo ég geti farið að panta mér farið í helgarfríið til dublin í haust svo við getum ákveðið einhverja helgi saman( drífa sig svo elín).
en ég verð víst að fara að gera e-ð gagn hérna í vinnunni þannig að ég læt þetta gott heita í bilil, ætla samt ekki að lofa neinu bloggi fljótlega en aldrei að vita...
auf widersen...