þriðjudagur, október 26, 2004

Músalaust í 10 daga!!!

Helló allir,
Jæja nú þegar mar hefur engar músarsögur að segja þá nenni ég ekki að blogga lengur. Líf mitt er nú ekki mjög innihaldsríkt þessa dagana þar sem heimilið hefur verið músarlaust í 10 daga.
Helgin var bara hin fínasta, skellti mér í borgina á föstudag, hitti múttu og Ellu og var eitthvað að þvælast með þeim, fór svo með mömmu að ná í nýja bílinn sem þau voru að kaupa, helv flottur kaggi (ekki allveg sátt við tegundina þó), topplúga, leðurklædd sæti, dökkar rúður og að lokum loftkæling, sem er b.t.w. tölvustýrð og ég er ekki að sjá að foreldrar mínir læri svo auðveldlega á það, en það verður bara að koma í ljós.
Á föstudagskveldinu var svo fyrirfrumsýningarhátíðarkvöldverður í Selbrekkunni og var það hin besta skemmtun.
Á laugardagsmorgun var það bara skipulagt káos, en það þurfti að laga hárið á öllum trillunum svo þær yrðu frumsýningahæfar. Svo var það stóra stundin, sjálf frumsýningin, var nú alls ekki fyrir vonbrigðum þar og var gaman að sjá hvað lilli bró stóð sig vel, fannst mér þó stjarna sýningarinnar vera Þórunn, en trúi ég ekki öðru en þetta hlutverk eigi eftir að koma henni e-ð lengra í leiklistarheiminum.
Um kvöldið var svo farið út að borða á Madonnu, einum af mínum uppáhaldsstað en get ég nú ekki annað sagt en ég hafi verið fyrir miklum vonbrigðum með hann í þetta skipti.
Við áttum pantað borð kl 20:30, fengum borðið okkar kl 21:05, forrétturinn kom strax þar sem við vorum búin að panta, en okkur var boðið að gera það á meðan við biðum svo maturinn gæti komið fljótt eftir það. Forrétturinn mjög góðir og allir í jolly fíling, en þegar lengra leið í það að við fengum aðalréttinn, varð fólk smá pirrað, fengum við svo aðalréttin klukkutíma á eftir forréttnum og vorum við að borða kvöldmatinn tæplega hálf ellefu, og var ekki beðist afsökunar á því hve seint hann var borin fram. Allir fóru frekar súrir heim og var ákveðið að þessi staður yrði ekki heimsóttur í bráð.
Vatnavambirnar, ásamt Írisi og Ásgerði komu í vöflur í stóruskóga í gær, en voru þær á leiðinni suður eftir velheppnaða ferð á Vestfirðina. Gaman var að fá þær í heimsókn en um vöflurnar sjálfar verður ekki rætt meira um hér.
Á næstu helgi verður gestkvæmt hjá okkur og eflaust verður mikið stuð og mikið gaman.
jæja ég ætla að halda áfram að fylgjast með fyrirlestrinum um lögskýringarnar, mjööög skemmtilegt.
until later.....


ps: skrifa í gestabókina, takk fyrir!!!!!

fimmtudagur, október 21, 2004

long time no blogg!!!!

Jæja þá gefur maður sér loksins tíma til að líta upp úr skruddunum og blogga. Veit að margir bíða spenntir eftir framhaldi af músarsögunum ofurspennandi.....
Nú eins og ég sagði í síðasta bloggi frá Íslandi þá kom hérna maður á fimtudaginn og lokaði fyrir tvo göt og vorum við mjög sáttar og héldum að nú væri músarsögunum lokið fyrir fullt og allt en nei svo gott var það ekki.
Brynja var hérna ein heima alla helgina á meðan ég verslaði af mér allt vit í Ameríku en ég kem betur að því síðar(veit að allir bíða eftir músarsögunum ógurlegu), og vorum við búnar að ákveða að halda gildrunum á sínum stað, til að vera öruggar. Svo á sunnudagskvöldið eða nóttina reyndar þá sat Brynja hérna ein og heyrði allt í einu eitthvað hljóð og var þá ekki ein helvítis músin enn komin í bakkann, Brynja hetja tók Stíví litla upp og drekkti honum. Hitti svo á Sævar á mánudaginn og tók hann með sér hingað heim og lét hann gjörsamlega fylla upp í öll göt sem fundust í kjallaranum og bak við innréttinguna.
Við höfum ekki enn orðið varar við þessar elskur og vona ég innilega að þær séu bara farnar fyrir fullt og allt en þori ég samt ekki að fullyrða það fyrr en eftir allavega viku í viðbót.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr Stóru-skógum. Ameríkan var bara allgjör snilld og get ég sagt að ferðin hafi staðist allar væntingar sem við vorum búnar að gera okkur á þeim 5 mánuðum sem við erum búnar að bíða eftir þessari ferð. Atli frændi var notaður ansi mikið og vona ég bara að konurnar í Landsbankanum verði bara í góðu skapi þegar ég hef samband við þær um mánaðarmótin. Kannski soldið ýkt, ég var nú búin að safna mér aðeins.
En ég er ekki að grínast hvað allt er ódýrt þarna úti, fyrir utan puma skóna sem ég keypti mér og eina jólagjöf sem ég gef ekki upp hérna, kostaði ekkert meira en $40 sem eru ca 3000kr, þá er ég að meina stykkið, og keypti ég mér m.a 2 jakka, 5 pör af skóm (sem kostuðu samtals 14 þús, jafnmikið og aðrir pumaskórnir mínir kosta á Íslandi, fékk bara 4 pör í kaupbæti) 4 buxur og margt margt meira. Sumt meira nauðsynlegt en annað..
Wal Mart er sko mín verslun en ég missti mig allgjörlega þar og verslaði fyrir dágóða upphæð þar en mar fer nú bara einu sinni í Wal mart, þanngað til næst allavega.
Ferðasagan verður sett inn á SG bloggið þegar ég gef mér tíma til þess en þar er hægt að sjá meira hvernig ferðin var.
Brjálað að gera í skólanum, skila 4-6 bls ritgerð á mánudag um einhverja dóma mannréttindardómstólsins, hljómar skemmtó, ekki satt.
Svo er það bara frumsýning um helgina hjá brósa, trillurnar í bænum og eiga örugglega eftir að gera allt vitlaust ef ég þekki þær rétt. Blakmót á laugardaginn en ég næ bara einum leik ef ég verð með þar sem frumsýningin er svo snemma en ég ætla nú bara að sjá til hvað ég geri.
En jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli enda allir löngu hættir að lesa.
until later.......

laugardagur, október 16, 2004

AMERIKA

hello, vard bara ad skella inn nokkrum linum from america!!!!!
komum i gaer allt gekk samkvaemt aetlun, bunar ad tekka a mallinu og versla sma.
annars verda ferdasogur daglega inn a sidunni okkar gellna, fyrir ta sem vita tad.
af musarmalum er tad ad fretta af tad fundust tvo got, buid ad loka fyrir tau og tad var engin mus i gaermorgun.
jaeja nu eru stelpurnar ad verda tilbunar og ta er bara ad fara ad hita visakortid.
until later.......

fimmtudagur, október 14, 2004

Fríða mætt í morgun!!!!

Þetta ætlar engan endi að taka hjá okkur.
Brynja brunaði í bæinn í gær, þurfti að fara til læknis og kom við í Borgó og keypti fleiri gildrur.
Skelltum einni nýrri upp í nótt, fellu með platosti á, bættum svo við smá smurosti ofan á platostinn, gömlu gildrurnar, límbakkarnarir 2 (það eru sko 4 í pakka) voru enn á sínum stað.
Svo í morgun var ég nú eitthvað sein að hafa mig til, þurfti að klára að pakka og solleiðis, fékk Brynja þann skemmtilega heiður að kíkja í eldhúsið, sem virðist vera aðal partýpleisið hjá þessum mýslum. Og vitið menn.... lá ekki Fríða í límbakkanum, eftir að hún var búin að gæða sér á smurostinum í fellunni. Þar sem músarkallarnir eins og ég kýs að kalla þá, eru að koma í heimsókn á eftir, eða það var talað um fyrramálið í gær, þá ákváðum við að skilja Fríðu bara eftir til að þeir gætu séð hvar við höldum að þær séu að koma inn. Þannig að Fríða er bara heima í límbakkanum sínum núna, kannski eru vinkonurnur hennar að reyna að frelsa hana úr honum, en við höldum að hún sé dauð, en hún hreyfði sig allavega ekki í morgun.
Eitt er víst að einhversstaðar er opið inn hjá okkur og það er eins gott að músarkallarnir finni það gat. Þessu elífumúsarpartý í eldhúsinu hjá okkur ganga bara ekki lengur, hvað segja forvarnarfulltrúar við því?????
Jæja ég er nú aldeilis búin að vera dugleg að blögga undanfarið en þar sem ég er á leið til AMERÍKU á morgun, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því, þá verður gert hlé á þessari æsispennandi sögu um músarsysturnar en ég læt þó vita ef það gerist e-ð markvert þanngað til ég fer út.
until later.........


don´t miss me or my mouses to much while i´m away!!!!!!!!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, október 13, 2004

updeit!!!!!!!!!!!!

Jæja ég verð að gera skyldu mína og updeita hvað er að gerast í spennusögunni miklu um systurnar 3 og allar hinar sem gætu átt eftir að bætast í hópinn, endalaus systrahópur, farin að minna á trillurnar:)
Engin ný mús bæst í síðan í morgun, en ég er búin að tala við nokkra menn hérna á svæðinu, og útkoman var sú að það hlýtur að vera einhversstaðar opið hérna á bakvið og það eiga að koma einhverjir menn hérna í fyrramálið og ætla að skoða þetta fyrir okkur.
Honum fannst við samt ansi hugaðar að vera búnar að veiða svona margar.
Vonandi fer þessi saga að taka einhvern enda, áður en ég verð orðin ein taugahrúga.
En stefnan er tekin á borgina á morgun eftir vinnuréttartíma og hitta fyrrum sambýling minn síðan í Danmörku hana Brynju, og grúska aðeins í hárinu á henni og Drífu systir hennar.
Svo er planið að fara á KR-Kfí og voanandi verður þetta ekki allgjört burst, en því miður töpuðu kfí fyrir þeim á sunnudaginn með 20 eða 30 stigum, man það ekki nákvæmlega.
Á föstudeginum, ferðadeginum mikla (er bara búin að bíða eftir þessum degi síðan miðjan mai) ætlum við að skella okkur í lunch saman og svo bara á völlinn enda á að byrja að nota visakortin í fríhöfninni.
En nú ætla ég að halda áfram að læra og horfa á landsleikinn með öðru, gá hvort ég sé vatnavambirnar, skilst að þær séu þar, svo er það bara blak eftir leikinn.
en until later.....

Allt að verða brjálað í Stóru skógum 9

Jæja þessi spennusaga sem heldur landanum í spennu ætlar engan endi að taka.
Ég var búið að ákveða í gær eftir að við fórum með Heiðu blessunina í himnaríki og ekkert heyrðist né sást til músar í gær, að þetta væri bara búið......en aldeilis ekki!!
Í morgun þegar ég kom fram var hún Lóa mætt á svæðið, en ólíkt hinum tveim vinkonum sínum þá var hún dauð þegar við komum fram, fór í felluna og dó bara mjög snyrtilega eins og þessar fellur eiga að gera. Ekki miskilja mig, mér finnst ekkert snyrtilegt við það að það sé dauð eða lifandi mús í eldhúsinu hjá mér næstum á hverjum morgni er ég kem fram, ég er eiginlega búin að fá mig fullsadda af þessu. Nú er sko komin tími á aðgerðir, þá meina ég aðrar en þessar gildrur enda fer ég fljótt á hausinn ef allur peningurinn sem ég fæ í námslán fer í að kaupa gildrur. Planið er að fara að tala við Kristján umsjónarmann og tékka hvort þær eru að komast einhversstaðar inn, því ekki erum við að hleypa þeim inn um dyrnar núna síðust viku, svo mikið er víst. Næsta plan er að fá sér svo kannski bara kött, en það verður skoðað betur síðar.
Eitt er allavega víst, ég ætla ekki að búa svona í allan vetur. ARG
En ég ætla að halda áfram að fylgjast með þessum ofurskemmtilega fyrirlestri, varð bara að skella þessu inn þar sem ég veit að þið eruð að bíða eftir nýjum sögum.

ps: tveir dagar í ameríku!!!!jibbí

until later.......

þriðjudagur, október 12, 2004

Blessuð sé minning þeirra!!!!

hellúuu
ætlaði bara að láta vita að fröken mýsla og Heiða eru nú komnar saman til músarhimnaríkis og lifa þær góðu lífi þar, nægurostur í himnaríki.
Heiða fékk semsagt að fara til vinkonu sinnar í gáminn í morgun og nú eru þær saman og blessuð sé minning þeirra... snökt....
vonum bara að fleiri vinkonum þeirra langi ekki að fara í gáminn sem við köllum nú himnaríki og haldi sér því utandyra.


by the way .... 3 DAGAR

ps: skrifa í gestabókina!!!!!!

until later...

mánudagur, október 11, 2004

2 mýs komnar í hús!!!!!

Jæja smá update!!!!!!!!!!!
ekki skrýtið að ég heyrði læti, helv músin var í bakkanum og bakkinn var fastur undir ískápnum en hún Brynja hetja, tók bakkan og setti hann í fötu og við fylltum hana af vatni og hún er núna út á palli að drukkna. Við fengum miklar skammir síðast fyrir að henda lifandi mús en það á nú ekki að gerast aftur.
Vonum að þetta sé bara búið núna.
until later.....

and the story goes on!!!!

Ég á litla mús sem heitir Heiða
ég ætla að greiða henni í dag
herra Jón.......
hver samdi eiginlega þennan asnanlega texta, hann/hún hefur allavega ekki fengið mús inn til sín því þær eru sko ekkert sætar og ekki langar mig til að greiða þessum kvikindum.
Ég er sko búin að fá mig fullsadda af þessu músarkjaftæði en þannig er nú mál með vexti að eins og ég hef áður sagt þá skildum við eftir nokkrar gildrur og vorum búnar að sjá það út að ef engin mýs væri í gildrunum eða einhver ummerki eftir þær þegar við kæmum heim þá ættum við að vera nokkuð viss um að húsið væri músarlaust þar sem engin var heima um helgina og þegar Brynja kom heim í gær voru allar gildrur tómar og engin merki um mús eða mýs í fleirtölu en við ákváðum að hafa gildrurnar samt sem áður til öryggis.
Svo þegar ég kom heim í morgun úr borginni þá sé ég að einn plastbakkinn sem við settum upp var horfin en ég hélt bara að Brynja hefði tekið hann, svo kom Brynja fram og kallaði svo á mig og spurði hvort ég hefði tekið bakkann......þannig að við erum sennilega enn með gesti, því er nú verr og miður. músin hefur sennilega fest skottið eða e-ð í bakkanum og skundar nú um allt hús með bakka í eftirdragi. Allavega var planið hjá mér áðan að elda mér núðlur og horfa svo á one three hill og survivior inní stofu þar sem skjár 1 er frekar óskýr inni hjá mér en svo sat ég í sofanum og heyrði svo mikla hreyfingu inn í eldhúsi þannig að ég þorði ekki að vera inn í stofu og er því bara með tölvuna mína inn í herbergi og horfi á ansí óskýrt one three hill og er á netinu. ´
Ég lét semsagt mús fæla mig inn í herbergi.....það er eini öruggi staðurinn minn hérna.
en jæja þá vitið þið það, ég get ekki einu sinni farið að hlakka almennilega til Ameríkunnar því helvítis músargangur á hug minn allann. Við ætlum nú að fara að gera e-ð í þessu að viti, þetta gengur ekki lengur svona.
nú ætla ég að halda áfram að vera skíthrædd hérna inn í herberginu mínu í allt kvöld þar sem það er STÓR mús með límbakka frammi sem ræðst örugglega á mig.
jæja nú er þetta komið ansi nóg hjá mér en endilega skrifið í gestabókina mína sem var sett upp á helginni, þökk sé Önnu Fíu.
until later..................................
ps: aðeins 4 dagar í mall of america......engar mýs þar vona ég!

laugardagur, október 09, 2004

músin horfin...en var hún með einhverja með sér???

hellúuu
músardúllan var enn í gildrunni þegar við komum heim en því miður var hún enn lifandi og var það ansi ógeðslegt að sjá hana engjast þarna og reyna að berjast fyrir lífi sínu.
En eins og áður sagði þá var það mitt hlutverk að koma henni út og tókst mér að henda gildrunni í einhverja plastdollu með loki og henti því í poka og pokinn fór í ruslagáminn sem er lant frá húsinu. Ég hafði ekki það í mér að drepa hana og henda henni svo þannig að ef ykkur finnst ég miskunarlaus pínari og morðingi þá getið þið bara átt ykkur... ekki bauð ég henni í partý.
eftir að við þrifum allt blóðið og náðum að vaska upp, leirtau eftir marga daga því við hofum ekki þorað að vera í eldhúsinu nema stutta stund undanfarið, þá voru settar upp fleiri gildrur því við viljum vera vissar um að þessi elska hafi bara verið ein á ferð. Það voru alls fimm gildrur skildar eftir, þar á meðal heimatilbúna gildran hennar Brynju, sem er í formi fötu með brú á og ost í botninum, það er ekki séns að hún komist upp úr henni með ostinn eins og hún gerði þegar skálin var sett upp sem gildra.
En af öðrum óspurðum fréttum af mér, músarmömmu með meiru þá er ég nú stödd í bænum, nánað tiltekið Erluhólum 9 og er bara búin að vera að hangsa í dag, þrífa og annað skemmtó.
Gærkvöldið varð ekki allveg eins skemmtilegt eins og ég bjóst við, vísindarferðin sjálf var fín en það vantaði alla stemmingu í hópin og einhvernvegin varð þetta kvöld hálf misheppnað í alla staði. En þá er bara spurning um að bæta úr því í kvella en við ameríkufarar erum að fara að hittast og stemma okkur upp fyrir ferðina miklu (sem er by the way eftir 6 daga) og verða einhverjir fleiri ofurdjammarar með í för og er svo planið að skella sér á Gaukinn að sjá Jónsa og félaga halda uppi stuðinu. Ég á nú von á því að sjá grúppíu nr 1 á svæðinu hana Rakel (ég neita að taka myndir núna).
en jæja nú fara Anna Fía og Ívar Bjarklind að renna í hlað þannig að ég læt staðar numið í dag og vona ég að músarsögunum sé lokið fyrir fullt og allt.
until later....

föstudagur, október 08, 2004

Músaveiðarirnir miklu!!!!

jæja meira update fyrir ykkur kæru lesendur, veit að þið bíðið spennt!!!!!
Í gær eftir skóla var brunað í borgó og keyptar 2 tegundir af músagildrum, fellur og svokallaðir límbakkar. Það var þannig skipting á heimilinu á veiðunum að Brynja myndi setja gildrurnar upp og ég myndi losa þær (held samt að ég hafi heldur betur samið af mér þar).
Nú í gærkveldi setti Brynja smurost í felluna, og setti tvo límbakka fyrir framan þá staði sem okkur grunaði að hún lægi. Svo var bara farið að sofa.
Í morgun þegar ég var vöknið heyrði ég nú einhverja skelli og ætlaði varla að þora fram, en svo var það ekki umflúið þar sem ég er að fara í próf á eftir, þannig að fram fór ég og byrjaði á að kíkja á 1 límbakkan, ekkert þar nema dauð kónguló(við erum sko með nokkrar tegundir af gæludýrum) svo var það að kíkja fyrir næsta horn þar sem fellan og og límbakkin voru og fyrst sé ég að fellan er komin á hvolf...allt út í blóði.....en engin mús..... svo kíki ég á límbakkan góða og viti menn, þar liggur þessi dúlla og er að reyna að losa sig. En hún var allveg pikkföst, en ég gat ekki hugsað mér að losa hana meðan hún væri enn lifandi þannig að ég setti dollu og þunga bók ofan á og ætla að vona að hún drepist í dag.
Ef hún verður horfin þegar við komum heim (sem væri eiginlega allveg týpískt ég) þá er þetta undramús, því hún var ansi særð og límið á að vera ansi sterkt og bókin var þung....
spennó
læt vita seinna í dag þegar ég verð komin í borgina hvernig þetta fór allt saman.
spurning um að hafa viðeigandi jarðarför ef hún er enn á sínum stað.....
jæja best að halda áfram að læra, það er helv. músinni að kenna ef mér gengur illa á þessu prófi.
until later.....

fimmtudagur, október 07, 2004

Smá update af músarveiðum

Jæja veiðarnar í nótt gengu ekki allveg samkvæmt áætlun, heldur þvert á móti.
Settum ost og tómatsósu í skál og bjuggum til brú svo að mýslan kæmist nú ofan í skálina.
En þegar ég kom fram í morgun.....osturinn horfin.....engin mús.....
þannig að nú situr mýslan heima í góðu yfirlæti með ostinn sinn góða, og hlær að okkur.
En stefnan er tekin í dag í Borgó að kaupa fleiri gildrur því við erum búnar að ákveða að við ætlum ekki að leyfa eftirlitslaus partý um helgina þar sem við verðum báðar í bænum.
jæja ætla að halda áfram að hlusta á fyrirlestur um orlof ofl.
until later

miðvikudagur, október 06, 2004

allt að gerast!!!!

Jæja góða kveldið lesendur góðir,
héðan úr stóruskógi berst stórtíðindi en þau eru að við erum komnar með gæludýr á heimilið.
Brynja var að læra fram í eldhúsi í nótt og allt í einu trítlar ein lítil sæt mús fram hjá henni og skýst udir eldavélina og þvílíkt vein... ég hrökk upp enda farin á fundar við Óla lokbrá og hélt kannski að það hefði kviknað í eða eitthvað, en þetta datt mér nú ekki í hug. Við erum búnar að vera svo uppteknar í skólanum í allan dag þannig að við komumst ekki í borgarnes að kaupa gildrur en Brynja segist vera búin að heyra nokkrar hugmyndir í skólanum í dag um góðar gildrur, bíð spennt eftir að fylgjast með veiðiferð hennar á eftir. spurning um að fá sér kött ef þetta fer að gerast oftar, en við vitum reyndar upp á okkur sökina því það var verið að lofta út hérna á mánudagskvöldið og þessi elska hefur sennilega bara gegnið inn um "svaladyrnar". Þannig að hurðin verður sko ekki oftar opnuð í vetur. Það er bara málið að ná þessari áður en hún fer að unga út, ekki ætla ég að fara að hafa eitthvað músabú hérna.
Það er bara geggjað að gera í skólanum núna, það er eins mikið að gera núna eins og það var lítið að gera seinnipartin í síðustu viku. Er í einhverju verkefni um samningartækni sem gegnur út á það að mjólkurfélögin í landinu reyna að fá sem stærstan hlut af styrk sem esb er að útdeila og er ég bara búin að vera á samningsfundi í allan dag, ég er í mólkursamlagi Vopnafjarðar og erum við búin að funda með fullt af aðilum en það verður ekki gefið upp að svo stöddu hvað við gerum í stöðunni en ég leysi frá skjóðunni að loknu þessu verkefni og læt vita hvort við vinnum eða drullum á okkur.
Málið við þetta verkefni er að það er ógesslega skemmtilegt en það er á kolvitlausum tíma, það er sko brjálað að gera í öllum fögum og ekki bætir úr skák að það er próf á morgun og föstudag þannig að ekki gefst mikill tími til lærdóms og hvað þá músnaveiða!!!!
Góða við þetta álag núna og þessi próf er það að á föstudag klukkan eitt, er ég komin í helgarfrí þanngað til átta á mánudag með verkefnaskil, það er geggjað en hefði samt mátt vera á næstu helgi þegar ég fer til Ameríkunar góðu.
En stefnan er sem sagt tekin í borg óttans, vísindarferð í VIS (varð samt fyrir vonbrigðum að frétta að kaupfélagsstjórin mun ekki taka á móti okkur) á föstudaginn þar sem ég er að hugsa um að slétta aðeins úr klaufunum, er því miður ekki búin að vera nógu dugleg í því í vetur.
Svo á laugardaginn er bara spurning um að gera e-ð skemmtó um daginn, hitta vini og kunningja og svo er það hittingur um kvöldið hjá ameríkuförum til að hita okkur upp og skapa smá spennu í mannskapinn, það eru by the way næstum átta dagar!!!!!
jæja þetta er nú orðið meiri langlokan hjá mér og ætla ég því að fara að hætta og gá hvort ég sjái ekki vinkonuna hérna bregða fyrir (ég er mjög svo hrædd við mýs).
bið að heilsa í bili, læt ykkur vita hvernig veiðiferðin mikla miðar....
until later

mánudagur, október 04, 2004

Styttist óðum- aðeins 11 dagar!!!

Jæja það er nú langt síðan síðast, og mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.
Síðasta vika var nú svona frekar auðveld í restina, eftir prófin á mánudag og þriðjudag og var tíminn sem mar átti til aflögu sko ekki notaður til lærdóms (ég er sko ekki svo skynsöm, langt því frá). Við skelltum okkur nú í Nesið á miðvikudag og eyddum þar talsverðum peningum, enda splæstum við í veglykil í göngin, hann er nú næstum bara gefins. Ákváðum einnig að splæsa eitt stykki dvd-spólu og njóta þess að horfa á hana um kvöldið án þess að vera með bullandi samviskubit, man ekki einu sinni hvað myndin heitir sem við tókum, hefur ekki verið betri en það.
Svo var það bara Reykjavík á fimmtudag eftir skóla og var brunað beint í krimmahverfi borgarinnar, breiðholtið og töfraði Bjarni fram þennan indælis tælenska mat, sem bragðaðist nú betur en það sem við Sirrý fengum hjá Nong í London fyrir nokkrum árum, þurfti ekki að fara á KFC núna. Var svo skellt sér í bíó á collateral með Tom Cruise og get ég mælt með henni við lesendur þessara síðu.
Home sweet home á föstudag, flaug vestur með skærin með í för og var lítið annað gert en að laga hárlubban á vinum og vandamönnum.
Kíkti líka á Tarsan litla og fjölskyldu á laugardaginn og er ekki annað hægt að segja að hann sé BARA sætur, og gaman að sjá hvað stóri bróðir er stoltur og góður við hann.
Ótrúlegt en satt þá var eitthvað tvísýnt með flug í gær eins og alltaf þegar ég er á ferðinni en það var nú flogið sem betur fer, þannig að allt er gott sem endar vel!!
Nú er ég bara mætt í skólan aftur, er á fyrirlestri um vef alþingis núna, brjálað fjör en þetta er mjög mikilvægur tími því við fáum 7,5 í verkefni vikunnar í almennri lögfræði fyrir að mæta og getum hækkað okkur með því að reifa 20 bls dóm (ekki halda að þetta sé alltaf svona auðvelt, nei þvert á móti).
Fékk útúr reikningshaldsprófinu mínu í morgun og ég fékk hærra en ég bjóst við en samt ekki nógu gott, lægsta einkunin hingað til.
jæja ætla að fara að fylgjast með en aldrei að vita nema mar skrifi eitthvað meira fljótlega, þegar ég er búin með öll 4 verkefnin sem liggja fyrir núna.
until later......