þriðjudagur, september 28, 2004

Mánudagur til mæðu!!!!!

jæja góða kvöldið, góðir hálsar.
Ég er nú ekki allveg að standa mig nógu vel í blogginu þrátt fyrir að vera komin með netið hérna heima, en svona er þetta bara þegar mikið er að gera.
Átti ömurlegan dag í gær, allavega fyrripart...
Byrjaði á því að fara í próf í reikningshaldi og talan 3 yrði sigur fyrir mig því ég býst við að fá svona 1. en það vill svo til að það má ein einkun detta út þegar í lokin þegar námseinkunin kemur inn og það verður þá bara þessi einkunn, það er allveg víst.
Svo fékk ég að vita það að það væri vírus í tölvunni minni sem væri að gera árás á einhvern eldvegg eða eitthvað svoleiðis (ég er allgjört tölvunörd) og þegar ég fór með hana í dag sögðu þeir mér að það væri ekki hægt að hreinsa þessa vírusa og það þyrfti að "strauja" tölvuna, sem sagt að hreinsa allt út af henni, þannig að ég tók hana heim til að afrita gögnin mín, því auðvitað eru öll verkefni og glósur fyrir síðustu 4 vikur og ekki er það nú lítið. Ég ákvað samt að láta hann Sverri stórvin minn (allavega í dag) líta á hana áður en hún yrði "straujuð" og vitið menn, hann var hálftíma að hreinsa hana. Svona er þetta víst, mar á alltaf að fá álit hjá fleirum en einum tölvugúrúum áður en tölvan er hreinsuð.
En dagurinn í dag er nú mun betri, fór í lögfræðipróf í dag og gekk ágætlega, fæ allavega meira en 1 eða 2, svo var það blakæfing sem var allgjör snilld og endaði svo góðheitin með indælis máltíð hjá okkur og svo var potturinn notaður sem aldrei fyrr og nú er bara verið að njóta þess að það er ekkert verkefni sem liggur fyrir akkúrat núna (fáum reyndar verkefni á morgun).
Ég ætla að skella mér westur á helginni, aðeins að kikka á liðið, reyndar voru mor & far í bænum um helgina en náðí nú ekki mikið að hitta þau vegna lærdóms (sem var greinilega vita gagnlaus) en Bjarni bró var að flytja heim from London á Sunnudaginn og við skelltum okkur á völlin að taka á móti.
Jæja ætla að fara að hætta þessu bulli og gera e-ð að viti (horfa á sjónvarp með góða samvisku)
until later.....

ps: það eru bara 17 dagar í mall of america,,jibbí

fimmtudagur, september 23, 2004

3 VIKUR Í AMERÍKU

Hellú everyone,
Nú styttist óðum í hina langþráðu ferð til Emeríku og ég verð nú að viðurkenna að ég er orðin dáldið spennt, reyndar lítur út fyrir það í dag að ég fari bara ein í þessa ferð þar sem eitthvað af ferðafélögum mínum hefur ekki enn fengið miðan í hönd og sú sem fékk sinn miða á undan mér þurfti að senda hann tilbaka á mánudaginn síðasta. Svona er það bara, ég fer þá bara ein og peningarnir sem eru inn á bankareikningnum okkar fylgja mér bara út, to bad fyrir þá sem eru búin að safna einhverjum ferðasjóð þar inni, ég kaupi kannski eitthvað fallegt fyrir ykkur úti:)
Nei svona grínlaust, þá er þessi ferð eða undirbúningur á henni orðin eitt stórt vesen, sem aumingja Sirrý G lendir í þessu, þar sem Helga hjá fjarsölu icelandair er búin að taka ástfóstri við hana og hringir í hana dag og nótt. En elskurnar mínar, ég vona að þið farið að fá þessa miða svo ég hafi nú einhvern að tala við í þessi 6 tíma langa flugi mínu eftir 22 daga.
Nú er stefnan tekin á að klára námsefni helgarinnar í kvöld og á morgun þar sem það stefnir í að það verði brjálað að gera hjá mér á helginni, en áætlanir mínar breytast á hverjum klukkutíma og alltaf er eitthvað nýtt að bætast við. Ég sem ætlaði að nota þessa helgi sem stóra lærdómshelgi þar sem það er tímapróf bæði á mánudag og þriðjudag en nei það lítur nú ekki út fyrir það og sunnudagurinn verður ansi pakkaður og er ég því að hugsa um að læra nú eitthvað frameftir í kvöld og eitthvað á morgun.
Steinka og Inda eru að koma í heimsókn á Bifröst til Pálu púrru og var ég reyndar búin að bjóða þeim í grill og pott á laugardagskvöldið en eins og staðan er núna þarf ég að skilja Brynju eina eftir með þetta boð, en það kemur allt betur í ljós seinna.
Jæja ætla að halda áfram að læra, á bara eftir að gera eitthverja greinagerð um viðtöl og hlustun, og svo reifa tvo dóma, geggjað fjör...
until later.......

miðvikudagur, september 22, 2004

Endalaus hamingja !!!!!!!

Jæja góða og blessaða kvöldið, hér á Stóru-skógum 9 er sko endalaus hamingja, því að Sverrir vinur okkar var að enda við að fara frá okkur og setja upp netið og núna lofa ég betum og bótum á þessari síðu minni, allavega fljótlega þegar verður kannski aðeins minna að gera hjá mér í skólanum (ef það verður þá einhverntímann). Vá hvað þetta var nú löng setning hjá mér.
Það er alltaf jafn mikið að gera í skólanum, mar er að koma heim einhverntíman eftir kvöldmat, og á þá eftir að fixa eitthvað verkefni til eða jafnvel að klára eitt slíkt.
Ég er nú búin að fá mína fyrstu 10 hérna á Bifröst og sennilega þá einu því mér skilst að kennarar mega eiginlega ekki gefa 10 og þetta hafi verið einhversskonar mistök hjá þessum tiltekna kennara að gefa þessa einkunn (ég var nú alls ekki sú eina með 10, því er nú ver og miður), en samt sem áður, magnað max það, finnst ykkur ekki?????
Helgin var bara hin besta, Kata og Óli komu í heimsókn og eru þau fyrsti opinberu gestirnir, fyrir utan mor & far. Lærdómurinn varð nú ekki eins og mikill og hann átti að vera, nema hjá Óla, hann var eini sem var að standa sig og við háskólamanneskjurnar mættum taka hann til fyrirmyndar. Á laugardagskvöldið, eftir góða og gróðvæna ferð (fyrir mig allavega, mæli með KB, byggingavöruverslun) í Borgarnes, þá skelltum við þessari líka fínu steik á nýja grillið mitt sem ég var by the way að fá í afmælis- og innflutningsgjöf, og steikin bragðaðist líka þetta vel, enda grillið allveg eðal. Potturinn var líka brúkaður aðeins um helgina og var nú margt og mikið skeggrætt í honum, eins og þrítugsafmælið hans Óla sem ég er nú mikið búin að pæla í og virðist hafa miklar áhyggjur af.
Sunnudagurinn var svo eingöngu notaður undir lærdóm enda hitti ég lögfræðihópinn minn klukkan 14 og kom heim rúmlega átta.
Jæja þá er nú komin skýrsla helgarinnar...
er ég nú að hugsa um að hætta þessu blaðri núna en það verður styttra í næsta blogg, þar sem netið er komið hingað heim.
En until later.........

þriðjudagur, september 14, 2004

Þriðjudagur til þrautar!!!!!!!!!!

Jæja gott fólk, netið á víst bara að vera á leiðinni, en hann Sverrir vinur okkar kom í heimsókn í gær og "lofaði" að það myndi koma inn í þessari viku og ætla ég bara að treysta honum í því.
Hann setti allavega e-ð upp í tölvurnar okkar svo við getum bara skellt okkur beint á netið þegar það loksins kemur.. Þá skal ég lofa betrum og bótum á þessa síðu mína, setja inn linka osfrv.

En annars er nú ekki mikið að frétta, finnst ég vera að drukkna á verkefnavinnu en svona er þetta bara hérna á Bifröst. Skilaði einu verkefni klukkan 22:30 í gærkveldi, svo eru aðeins 6 verkefni sem ég veit um sem ég á að skila í þessari viku og næstu og eiga eftir að bætast við nokkur. Svo er mar að vinna í nokkrum vinnuhópum og mér sýnist að öll helgin fari einmitt í eitt hópverkefni. Lesa einn dóm í hádegishlénu sem er aðeins 20 bls, hvaða hvaða.. fer létt með það!!!!!! Búin að fá nokkrar einkunnir, svona ásættilega miðað við byrjun á náminu, mar er að læra að þekkja inn á kennarana osfrv. lægsta einkunin var 7 og sú hæsta 9, það er eins gott að hafa ágætiseinkun fyrir verkefnin því þau gilda heil 60% af lokaeinkuninni.
Ferðalag mitt á helginni gekk vonum framar, viltist ekki (ótrúlegt en satt), var samt aldrei viss um hvort ég væri búin að keyra fram hjá afleggjaranum að þingvöllum þegar ég var að keyra Hvalfjörðin, þegar ég loks sá afleggjarann varð ég ótrúlega fegin.... tókst svo að lenda á eftir 5 rútum, sem voru reynar á sömu leið og ég, en ég á mínum fjallabíl var nú ekki lengi að bruna fram úr þeim. Ballið í úthlíð var hin besta skemmtun, þrátt fyrir eina góða dýfu á dansgólfinu, Atli takk fyrir sveifluna..... rútuferðin á laugarvatn var hin fróðasta og gaman að hlusta á nöldur ákveðins ísfirðings, það er gott að vita að sumir breytast aldrei...en nóg um það.
Laugardagurinn var tekin fyrr hjá mér en öðrum, eigum við ekki að segja bara vegna lærdóms (hljómar allavega vel) en svo var skellt sér í húsið þar sem badmingtonspaðanum var sveiflað og var það bara hörkufjör, potturinn var líka prófaður og þurfti Atli sundlaugarvörður að henda okkur uppúr klukkan korter yfir fimm svo hann kæmist nú einhverntíman heim.
Party og co og gettu betur voru viðfangsefni kvöldsins og bárum við Bubba þar sigur úr bítum í báðum, fengum hjálp hjá Ívari Bjarklind í party og co.
Sunnudagur>>brunað til reykjavíkur....á laugarnesveginn... klippidótið tekið upp.....óli bakaði vöflur.....út að borða á pizza hut....fame (again)....breiðholtið....rúnt um Grafarholt að skoða væntanlegar íbúðir f. Bjarna....lærdómur.....sofa....
Þá ætti ég að vera búin að gera upp helgina í mjög stuttum dráttum(mætti miskiljast..)
En nú ætla ég að halda þessum lestri um dóm nr 125/2000 áfram, klukkutími í tíma, þannig að eins og alltaf....
until later

föstudagur, september 10, 2004

ARG netleysi ARG!!!!!!!:(

Jæja við erum enn að bíða eftir þessu helv. neti sem átti að vera komið inn fyrir tveim vikum eða e-ð, ég er bara búin að tala við Sverrir 2var í þessari viku, og þetta er þá alltaf á leiðinni...
En ég ætla að bregða mér í smá ferðalag á eftir, ætla að skella mér á Vatnið á smá kennó-djamm, ákvað að beila á hausthátíðinni hérna í skólanum í ár en það kemur annað ár eftir þetta ár....
Planið er að leggja af stað einhvertímann eftir hádegi og fara Lyngdalsheiðina frægu, en ég ætti það nú allveg til að villast meðað við mína hæfileika í þeim efnum, þannig að ef þið eruð að lesa þetta íbúar á laugarbraut 5 eftir klukkan 5 í dag, þá er ég á leiðinni... einhverstaðar..... einhverntíman.....vonandi fljótlega.
Ég er nú ekki búin að hafa mikin tíma fyrir blogg vegna mikilla anna í skólanum en þetta er nú heldur betur byrjað hérna.
Foreldarnir mættu í borgarfjörðin á föstudagskvöld og tókum við á móti þeim með þessa líka frábæru grillmáltíð (semsagt búið að prófa grillið- virkar fínt). Skelltum okkur í golf á laugardeginum á þórisstaðavelli eða e-ð soleiðis og var bara hörku gaman, þó ég hafi nú ekki unnið... en ég vann hins vegar í mínugolfinu sem farið var í seinna um kvöldið (við pabbi vorum reyndar með jafnt en ég vann samt).
svo var það bara reykjavik-city á sunnudeginu, hjálpað Brynka að koma sér fyrir, svo grill í selbrekkunni og svo fame, sem ég varð eiginlega fyrir miklum vonbrigðum með:(
Á mánudeginum byrjaði svo geðveikin og held ég að ég hafi aldrei setið svona mikið á tveimur dögum eins og á mánud og þriðjud (ekki einu sinni fyrir próf í mí)
En ég ætla að halda aðeins áfram að læra svo það verði ekki svona mikið að gera hjá mér á mánudaginn eins og síðusta mánud. þannig að until later.....
see ya

miðvikudagur, september 01, 2004

Enn að bíða eftir netinu heima!!!!

Jæja gott fólk, ástæðan fyrir miklu blogleysi undanfarið er sú að helv. netið er ekki enn komið í bústaðinn, hann Sverrir er sko ekki að standa sig:( (það er kallinn sem á að sjá um að setja netið upp hjá okkur).
Ég er búin að skila mínu fyrsta verkefni á bifröst.... því var skilað kl 8:57 í morgun og skilafresturinn var til 12:00 þannig að þetta var nú ekki allslæmt.
Þetta byrjar nú samt ansi hægt hérna, það féll niður tími í almennri lögfæði eftir hádegi á mánud. og þar sem verkefnið í reikninghaldi var eiginlega búið þá var ég komin í frí til 8 á miðvikudagsmorgun, en þorði samt ekki að skella mér á Vatnið ef tíminn sem féll niður yrði settur á, á þriðjudeginum. En þar sem þetta var bara ég og mín heppni þá var hann ekki settur á, verður settur á seinna örugglega þegar það hentar mér alls ekki.
Ég skellti mér vestur um helgina, fékk far hjá Dóra frænda vestur, var nú ekki mjög upplitsdjörf á föstudagsmorgun kl 10 eftir djamm á fimmtudeginum, sem var by the way snilldargeim í hreddanum (eins og hreðarvatnskálinn er kallaður hérna).
Á föstudagskvöldið var svo smá fjör heima, byrjaði sem golfkeppni , endaði í 3 sæti:(
svo var það pizza heima hjá Sirrý og svo endaði kvöldið á sing star sem var bara algjör snilld. Ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir mikla sönghæfileika, en ég var samt ekki verst....nefni engin nöfn......
Svo er bara brjálað plan framundan, mor og far að koma í borgarfjörðin, kveðjupartý hjá Lellu á laugardaginn og svo fame á sunnudag.
en until later.....
halldóra