Jæja það er nú meira hvað mar er óduglegur að blogga, spurning hvort þetta myndi flokkast undir brot á 15. gr stjórnsýslulaganna, upplýsingareglunni! Eins og sjá má er ég byrjuð að læra undir próf og þar sem lögfræðin er stærsta prófið hugsa ég bara í lögfræði núna næstu tvær vikur, þannig að það er eins gott að enginn sé að abbast upp á mig. Já nú er það bara harkan sex í stóruskógum 9 og ég er bara ein í kotinu alla helgina og er það í fyrsta skiptið sem það kemur upp, en ákvað ég að það væri skynsamlegt að fara ekki í bæinn og afþakkaði ég líka allar heimsóknir núna svo ég gæti nú einbeitt mér að náminu. Og svo sit ég hér og blogga, það er nú meiri einbeitingin. Ég er nú samt svo mikil félagsvera að ég gat nú ekki verið ein alla helgina heldur kíkti ég aðeins í heimsókn í gærkveldi og lét bjóða mér í mat í kvöld, annars er ég viss um að ég hefði orðið geðveik og farin að tala við sjálfan mig og allar ímynduðu mýsnar sem eru hérna inni þegar mar er svona einn í kotinu.
En lærdómurinn er nú búin að fá einhvern tíma, en ég tók mér smá pásu áðan og braut saman þvottinn og tók upp úr töskunum síðan ég kom af vestan. Skellti ég mér svo aðeins út í smá hlaupatúr og varð ég fyrir því skemmtilega atviki þegar ég var að hlaupa að skórinn minn varð eftir í einu skrefinu, þar sem jarðvegurinn hérna er í mýkri kantinum eftir veturinn, en sem betur fer uppgvötaðí ég það í tíma þannig að ég kom heim með báða skóna, þó drullugir væru!
Páskarnir fyrir vestan voru geggjaðir og er ég stolt að segja frá því að undanskildnu einu verkefni sem skila átti á þriðjudeginum f. páska lærði ég ekkert í öllu páskafríinu og var þetta kærkomin hvíld frá náminu. Hins vegar get ég ekki sagt að það hafi verið einhver afslöppun þar sem vinnan í mjólkurbúðinni tók sinn toll, þar sem við stílistarnir skemmtum okkur saman aftur. Einnig fékk káta krullan eitthvað að gera þegar lokað var í mjólkurbúðinni því ekki gat ég látið vini og vandamenn vera ótilhöfða um páskana. Ég fór á 2 böll og þó svo að ég muni ekkert mikið eftir fyrra ballinu þá man ég að það var mun skemmtilegra en það seinna, en var ég ekki allveg í gírnum á föstudaginn langa þannig að það er nú kannski ekki mikið að marka mig. Fyrir ballið á miðvikudeginu var smá stelpupartý hjá hinum stílistanum og stjórnaði ég þar drykkjuleik með harðri hendi, þó held ég að ég hafi komist verst út úr honum miðað við ástandið á manni seinna um kvöldið. En skemmtum við ríkisgellurnar okkur bara vel saman enda er langt síðan við höfum allar verið á djamminu á sama tíma. Myndir úr partýinu er að finna á síðunni hjá hinum stílistanum eða líftæknihjúkkuni sem er undir tenglinum hér til hliðar.
Ofurhetjupartýið var líka hið besta og er gaman að segja frá því að loksins tókst okkur stelpunum að bursta strákana í einhverju, en þó við vinnum þá ekki í blaki þá vinnum við þá í singstar.hér eru nokkrar mydnir úr partýinu:
Helgi mætti sem Hulk
Eins og sjá má var fólk ekki nógu duglegt að mæta í búning
Finnur eða the incredible boy sigraði keppnina um besta búning og það besta var að verlaunin voru incredible pez kall.
hér eru fleiri myndir frá þessu kvöldijæja þá er best að fara að koma sér að verki aftur, áður en ég fer í matarboðið.Allir að krossleggja fingur og vona að mér gangi sem best í þessum f***** prófum!
auf widersen....