mánudagur, apríl 25, 2005

Allt á fullu í missó og ein einkunn komin í hús!

Helló, ég er ekki allveg að meika það í bloggheiminum, greinilega ekki sú duglegasta að blogga enda frá litlu að segja. Prófin búin og brjálað að gera í missó, erum komin með mynd á verkefnið en vonandi er það nógu gott fyrir alla drekana í skólanum.
Skellti mér aðeins í borgina í síðustu viku og um helgina þar sem foreldrarnir létu sjá sig þar og skellti mér á sumardaginn fyrsta í kringluna og kom út með einhverja poka og þónokkrum krónum fátækari.
Á föstudaginn var ég hins vegar hérna í bústað og ákváðum við í hópnum að lyfta okkur aðeins upp auk þess sem Steinka og Dúnna mættu á svæðið. Eldaði ég hið fræga mexicanska lasagne enda er það orðið hefð í missó, var svo spilað unó sem er missó spilið í ár og eftir það var farið í party og co þar sem okkur Finni tókst að sigra Brynju og Dúnnu á lokasprettinum með orðinu Vestfjarðarvíkingur, og átti það vel við okkur Finn þar sem við erum bæði að vestan. Að loknu þessu frábæra spili endaði kvöldið svo auðvitað í pottinum þar sem mikið var hlegið og spilaður pottabolti.

ein einkunn var að detta í hús, heil 8 og verð ég nú að segja að ég er ekki allveg sátt, en ég er búin að frétta að það hafi verið allavega 40% fall svo ég get bara verið ánægð með að hafa náð en sem betur fer var vetrareinkunin mín ágæt þannig að hún hækkaði mig aðeins upp.

jæja þetta er komið nóg bull í bili.
auf widersen...

laugardagur, apríl 16, 2005

Prófin loks á enda!

Helló fólk
jæja nú eru prófin loks á enda, eða allavega fyrri hlutinn, þar sem ég er nokk viss um að ég þurfi að taka eitt, tvö eða jafnvel þrjú aftur ef illa fer um miðjan mai. Já þetta fór ekki allveg nógu vel, ég held að ég hafi allavega náð tveim, en klúðraði tveim algjörlega með einhverri óþarfa vitleysu og eitt sem ég hef ekki hugmynd um hvernig gekk. Já en þessu verður ekki breytt úr þessu. Þá er það bara missóið, sem hefst á mánudag. Við erum komin með þetta fína verkefni sem verður örugglega hið skemmtilegasta og er ég farin að hlakka til.
Það er hin fínasta afslöppunarhelgi núna hérna í bústaðnum, akkúrat núna í augnablikinu eru tæjurnar mínar að elda og þrífa fyrir mig, gott að hafa svona tæjur. Nú eðalskvísurnar Sigrún og Arndís Rán eru á leiðinni þannig að hér verður glens og gaman í aften.
Loksins komið á hreint hvernig sumarið verður hjá mér, en á tíma leit út fyrir að ég þyrfti að eyða því í borginni en allt endaði nú í goddí og ég verð í faðmi fjalla blárra á hótel múttu. Verst er að ég er búin að missa golffélaga minn í borg óttans (verð samt pottþétt orðin betri en hann eftir sumarið) þannig að hér með óska ég eftir golffélaga fyrir sumarið!
Þar sem myndavélin mín fór í smá ferðalag til spánar hef ég engar myndir að setja inn en aldrei að vita nema þær komi fljótlega.
Jæja best að fara að athuga hvernig tæjurnar eru að standa sig,
auf widersen..........

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Klúður dauðans

já nú er ég sko búin að sjá til þess að ammælisdagurinn minn verði með þeim skemmtilegustu í ár, þarf sennilega að eyða honum í það að taka úrbótarpróf í f*** fjármálastjórnun. Ég var sko búin að vera með yfirlýsingar um að þetta væri nú ekki erfitt próf, pís og keik- róleg á yfirlýsingunum góða mín! Mér fannst ég svo vel undirbúin og búin að reikna allt sem gæti komið á prófinu, eða það hélt ég. Kom svo ekki e-ð helv. 20% dæmi sem ég man ekkert eftir og var ekki með það í skjalinu mínu góða sem ég var búin að gera mér, en frétti svo eftir prófið að það hefði verið hægt að nálgast allveg eins dæmi á námskjánum (þetta var sko gagnapróf) og þetta hefðu nánast verið gefnir 2.
En þið eruð bara heppin að hafa ekki hitt mig í dag því ég er ekki búin að vera skemmtilegur félagsskapur, fór ekki einu sinni í blak. En svo er gott að eiga góða vini sem hringja í mann og ná úr manni fýlunni, takk Sigrún!!
En í aðra hluti, þá var mér bent á þessa mynd á netinu og OMG hvað hún er fyndin, þetta lýsir best hvernig stuði ég var í á föstudaginn langa á írafársballinu:


Ég er svo að hneykslast á fólkinu í kringum mig, en það er nú gott að flestir gátu nú skemmt sér á þessu balli.

Hvað með þenna snjó hérna úti, við erum að tala um að við þurftum að vaða snjó upp að hnjám til að komast heim eftir prófið, ég held barasta að þetta sé mesti snjór sem hefur komið í vetur. Ekki að ég öfunda Bjarna og co. sem eru í golfferð á spáni, brunnir á eyrunum og fleira í þeim dúr, ónei ég myndi sko ekki vilja skipta þó mér yrði borguð stór fjárhæð fyrir!
en það er best að fara að snúa sér að lærdómnum, svo ég lendi ekki í öðrum eins skelli á fimmtudaginn í prófinu hjá Hemma Hreiðars félaga mínum með meiru.
sí jú gæs later
auf widersen.....

laugardagur, apríl 02, 2005

bloggleti

Jæja það er nú meira hvað mar er óduglegur að blogga, spurning hvort þetta myndi flokkast undir brot á 15. gr stjórnsýslulaganna, upplýsingareglunni! Eins og sjá má er ég byrjuð að læra undir próf og þar sem lögfræðin er stærsta prófið hugsa ég bara í lögfræði núna næstu tvær vikur, þannig að það er eins gott að enginn sé að abbast upp á mig. Já nú er það bara harkan sex í stóruskógum 9 og ég er bara ein í kotinu alla helgina og er það í fyrsta skiptið sem það kemur upp, en ákvað ég að það væri skynsamlegt að fara ekki í bæinn og afþakkaði ég líka allar heimsóknir núna svo ég gæti nú einbeitt mér að náminu. Og svo sit ég hér og blogga, það er nú meiri einbeitingin. Ég er nú samt svo mikil félagsvera að ég gat nú ekki verið ein alla helgina heldur kíkti ég aðeins í heimsókn í gærkveldi og lét bjóða mér í mat í kvöld, annars er ég viss um að ég hefði orðið geðveik og farin að tala við sjálfan mig og allar ímynduðu mýsnar sem eru hérna inni þegar mar er svona einn í kotinu.
En lærdómurinn er nú búin að fá einhvern tíma, en ég tók mér smá pásu áðan og braut saman þvottinn og tók upp úr töskunum síðan ég kom af vestan. Skellti ég mér svo aðeins út í smá hlaupatúr og varð ég fyrir því skemmtilega atviki þegar ég var að hlaupa að skórinn minn varð eftir í einu skrefinu, þar sem jarðvegurinn hérna er í mýkri kantinum eftir veturinn, en sem betur fer uppgvötaðí ég það í tíma þannig að ég kom heim með báða skóna, þó drullugir væru!
Páskarnir fyrir vestan voru geggjaðir og er ég stolt að segja frá því að undanskildnu einu verkefni sem skila átti á þriðjudeginum f. páska lærði ég ekkert í öllu páskafríinu og var þetta kærkomin hvíld frá náminu. Hins vegar get ég ekki sagt að það hafi verið einhver afslöppun þar sem vinnan í mjólkurbúðinni tók sinn toll, þar sem við stílistarnir skemmtum okkur saman aftur. Einnig fékk káta krullan eitthvað að gera þegar lokað var í mjólkurbúðinni því ekki gat ég látið vini og vandamenn vera ótilhöfða um páskana. Ég fór á 2 böll og þó svo að ég muni ekkert mikið eftir fyrra ballinu þá man ég að það var mun skemmtilegra en það seinna, en var ég ekki allveg í gírnum á föstudaginn langa þannig að það er nú kannski ekki mikið að marka mig. Fyrir ballið á miðvikudeginu var smá stelpupartý hjá hinum stílistanum og stjórnaði ég þar drykkjuleik með harðri hendi, þó held ég að ég hafi komist verst út úr honum miðað við ástandið á manni seinna um kvöldið. En skemmtum við ríkisgellurnar okkur bara vel saman enda er langt síðan við höfum allar verið á djamminu á sama tíma. Myndir úr partýinu er að finna á síðunni hjá hinum stílistanum eða líftæknihjúkkuni sem er undir tenglinum hér til hliðar.

Ofurhetjupartýið var líka hið besta og er gaman að segja frá því að loksins tókst okkur stelpunum að bursta strákana í einhverju, en þó við vinnum þá ekki í blaki þá vinnum við þá í singstar.hér eru nokkrar mydnir úr partýinu:

Helgi mætti sem Hulk

Eins og sjá má var fólk ekki nógu duglegt að mæta í búning

Finnur eða the incredible boy sigraði keppnina um besta búning og það besta var að verlaunin voru incredible pez kall.

  • hér eru fleiri myndir frá þessu kvöldi


  • jæja þá er best að fara að koma sér að verki aftur, áður en ég fer í matarboðið.Allir að krossleggja fingur og vona að mér gangi sem best í þessum f***** prófum!
    auf widersen....