mánudagur, nóvember 22, 2004

komin aftur í sæluna!!!!

já góðir hálsar, þá er mar mættur aftur í orlofshúsið mikla, þar sem allt annað en orlof fer fram! kom aftur á sunnudag eftir góða ferð á heimaslóðirnar sem var náttúrulega bara snilld, enda aldrei neinn svikin af því að fara á hótel mömmu.
Ekki varð nú mikið úr próflokafögnun hjá mér fyrir westan enda var ég aðallega að hlaða batteríin eftir prófin og tókst það nokkurn vegin.
Föstudagurinn tekin snemma og fór ég og hitti Hadda bæjó út af missó og var það bara mjög fínt, var reyndar soldið þreytt en held ég hafi fengið það sem ég vildi út úr viðtalinu, nú er ég miklu fróðari um kennaraverkfallið út frá sveitafélagssjónarmiðum (vá hvað þetta er nú asnalega orðað). Svo var það bara hairdo og augu, kíkti á Esther og co, hjálpaði múttu með einhverja veislu og svo auðvitað IDOL hjá Sollunni, elduðum þennan fína mat en mín var orðin soldið sybbin þegar leið á kvöldið og var komin ansi snemma heim.
Laugardagurinn, Esther kom í lit og klipp, skellti mér svo í neglur og endaði svo daginn á að kíkja aðeins á hinn stílistann, bara aðeins til að hjálpa til með stílinn fyrir kvöldið en hún var á leið í ammæli og ekki gat ég látið hana fara svona ótilhafða!!!!!
svo var það bara flug á sunnudaginn með mínum ofurskemmtilega ferðafélagal, Flosa og stóð hann sig eins og hetja alla leiðina, bara gaman að ferðast með svona gæjum.
versl í bónus og brun í Borgarfjörðin því stefnan var sett á matarboð, en vegna óviðráðanlegra orsaka varð að fresta því þanngað til í gærkveldi og var þá bara farið snemma í háttinn á sunnudag enda strembin vika framundan.
Byrjuðum að missó í gær og enduðum svo daginn í pottinum hjá okkur og var það bara snilld:


smá snjóslagur í pottinum, aðeins að kæla fólk niður fyrir komandi átök, sumir voru meira hot en aðrir!!!

svo er það bara ok djamm í borginni á helginni, enda er stefnan að vinna verkefnið í borginni á fimmtudag og fram yfir helgi þannig að það verður sko gefin smá tími til að djamma. reyndar er mor & far á leið í borgarferð, ætli mar reyni ekki að hitta aðeins á þau.

jæja þá er best að halda áfram vinnunni, þýðir ekkert hangs...
until later.....

föstudagur, nóvember 19, 2004

Home sweet home.

Jæja svona lítur þetta úr núna:

og þá ætti ég að geta farið að blogga með góða samvisku.
ekkert próf að læra fyrir og ekkert uppvask sem bíður mín.

Ég kláraði semsagt mitt síðasta próf í þessari törn í gær, en ég er nú ekki viss um hvernig þetta endar, af sex prófum er ég viss um að hafa náð tveimur, ansi lélegt, er það ekki... en það er eitthvað með þessi munnlegu próf, ég veit bara ekki hvernig það er verið að gefa fyrir þau, en þetta kemur allt í ljós eftir rúmlega 2 vikur (ansi langt að bíða), kannski verð ég bara allt jólafríið að læra undir 4 próf, sem fram fara í jan, eða þá eins og ég óska mér að fá bara mitt mánaðar jólafrí án þess að vera að læra undir próf!!!!

Ég er komin heim í sæluna, ákvað að skreppa heim í afslöppun eftir prófin, að hlaða batteríin áður en missóið hefst, þó að ég hafi byrjað afslöppunina á því að fara á fund í morgun kl 8:30 með bæjarstjóranum hérna út af missó, en það verður sko sofið út á morgun.

Jamm og jæja, hvað er nú eiginlega búið að gerast síðan síðast...
kíkti á vatnið eitt föstudagskvöld, fór svo út að borða með Bubbu og Öldu, mjög gaman og mikið spjallað :Svo var það bara borgarfjörðurinn og læra læra blak og læra meira
svona hafa virku dagarnir liðið hjá mér, ekki sérlega spennandi.

síðasta helgi, ammælið hjá Óla, já eins og ég sagði þá var það bara mjög gaman og ég ætla ekki að minnast neitt á hópþrýsting hérna en það er ekki hægt að segja að ég standist hann mjög vel!
Súrsætar voru allar á staðnum og gaman af því að Harpa og Heiða komu alla leið frá Ísó, var gaman að hittast svona allar þar sem engin bústaðarferð var í ár (út af USA). Nasa var svo líka mjög fínt, en mæli ekki með Hlölla eftir ball, rándýrt dæmi og engir leigubílar að fá þar fyrir utan.
Sumir áttu skemmtilegra kvöld en aðrir:


já og svo er það bara sælan hérna heima hjá mor & far, ætla kannski að gera e-ð sniðugt á morgun með súrsætum, því Sigrún er hérna líka og mig langar að gera e-ð til að fagna próflokunum (gerði það reyndar aðeins á síðustu helgi, gott að fagna svona fyrirfram), svo er það bara að kíkka á liðið hérna sjá hvað börnin eru búin að stækka og sona...

jæja verð að rjúka er að fara í klipp og lit enda ekki veitir af, er orðin eins og ég veit ekki hvað um hausinn, ekki hægt að láta sjá sig svona lengur...

until later....

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Er á lífi, er bara í prófum!!!!

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur afhverju ég hef ekki bloggað lengi þá ættuð þið bara að sjá hvernig heimilið lítur út:

En hins vegar átti ég mjög skemmtilega helgi, fór í geggjað ammæli hjá Óla og svo á Nasa þar sem Sirrý sló í gegn:Á eitt próf eftir, árangurinn ekki nógu góður hingað til en ég skelli inn póst einhverntíman þegar ég er búin með prófið (geggjað að tala um próf í eintölu).
until later....

laugardagur, nóvember 06, 2004

ofurkonu orlof í stóruskógum 9


fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Brjálað að gera og mikið leti

jæja þá gefur mar sér loksins tíma til að blogga aðeins, svona fyrir dygga lesendur þessara síðu!
Nú er mar bara á fullu að læra fyrir próf í foskinu eins og það er kallað hér og er ég búin að glósa 3 vikur af 10, þannig að það er smá eftir, en þetta er nú einingarlaus áfangi þannig að þetta á að vera frekar létt próf, 7.9.13.
Annars er búið að vera geggjað að gera, bæði í prófum og verkefnavinnum á mánudag og þriðjudag, eins var ég í aukatíma í gær (ásamt 50 öðrum) hjá honum Ómari Frey fyrrum skólafélaga mínum úr GÍ og MÍ, hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, hann stóð sig bara vel kallinn.
Helgin var tærasta snilld og vil ég þakka gestum mínum fyrir frábæra helgi og verður hún seint toppuð hér í stóru-skógum 9. hér koma nokkrir punktar frá helginni svona til upprifjunar fyrir okkur sem vorum hér:
farð'í sundbol
ég elska þig>>>>skotin
hrista
hvað er núna>>>>>>ágúst
willy´s
vestmanneyjar
pabbi minn kallar kókið sykur
áverkar

já Solla átti ansi mikið af þessum punktum og sló hún gjörsamlega í gegn í party og co.
Idolið á föstudag, vonbrigði... sýnt lítið og bara lélegt frá Ísafirði (eða Bolungarvík, hehe), þurftum reyndar að brjótast inn í eina íbúð á svæðinu til að ná í spóluna með idolinu sökum tínihæfileka minna.
Lærdómur á laugardag, skellt í eina Betty er Bjarni kom í heimsókn á nýja kagganum (bíllinn minn er eiginlega orðin að einskonar litlu ljót í fjölskyldunni :(). svo var skellt sér í kátu gírinn og lappað upp á hausinn á sumum, grillað, sing star, party og co. og að lokum potturinn.
Kíkti Brynja sem betur fer á póstinn þegar við komum upp úr um hálf fjögur og sá þá að aukatíminn sem við vorum á leið í klukkan 10 á sunnudagsmorgun var frestað til hálf tvö, var þá mikil gleði hjá okkur. fóru gestirnir svo heim um hádegi á sunnudegi og ég að læra....
Við tókum smá þrif hérna á bústaðnum áðan, því það verður örugglega lítið um það næstu 2 vikur á meðan prófin standa yfir. skelltum okkur svo í blak þar sem Helgi missó-félagi og James skiptinemi slógu í gegn.
Ætla svo að skella mér í bæinn á morgun, Alda skvísa er komin til landsins og verður mar nú að fara að hitta hana, stefnan er tekin á þjóðarbókhlöðuna ef hún er opin um helgina, var ekki e-ð búið að minnka opnunartíman, á eftir að kanna það. Annars verður þetta bara ódýr helgi þar sem mín er bara mjög blönk eftir að hafa borgað euro frá usa og ekki er mikið eftir í buddunni (eins gott að ég sé búin að kaupa ammælisgjöf fyrir Óla, sem er að verða gamall í næstu viku :))
jæja þá er best að halda áfram og byrja á viku 4 í foskinu
over and out
until later...