miðvikudagur, október 19, 2005

Nýjasta nýtt

Hellú, þá er mar komin heim úr ferðinni miklu og hún var nú bara skemmtileg. Vil ég taka það fram að ég er mjög fúl út í alla sem voru að skoða mblogið mitt án þess að commenta, þar sem ég veit að fullt af fólki sem skoðaði þetta en það voru aðeins Anna Fía og Sirrý sem commentuðu, takk fyrir það stelpur!
Annars er nú lítið að frétta héðan, nema þessa stundina er ég í ömurlegu skapi og fúl og pirruð út í skólayfirvöld í þessum blessaða skóla sem ég er by the way að borga morðfjár fyrir að fá að vera í.
En ég ákvað að taka þátt í þessu nýjasta á blogginu, einhverjar staðreyndir um stað og stund:

Núverandi tími: 17:05
Núverandi föt: gallabuxur og puma bolur og allt þetta venjulega
Núverandi skap: pirringur dauðans
Núverandi hár: nýlitað og klippt
Núverandi pirringur: út í skólayfirvöld í þessum helv, skóla
Núverandi lykt: happy heart frá clinique
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera núna : læra undir rekstrarhagfræðipróf
Núverandi skartgripir: hringir og eyrnalokkar
Núverandi áhyggja: að ég komist ekki í almennilegan missó hóp
Núverandi löngun: að hætta í þessum skítaskóla
Núverandi ósk:að fyrir einhverja skemmtilega tilviljun,hverfi næsti visareikningur
Núverandi farði: rest af púðri og maskara síðan kl níu í morgun
Núverandi eftirsjá: að hafa ekki keypt mér brún leðurstígvél í hamburg
Núverandi vonbrigði: að hafa farið í þennan skóla
Núverandi skemmtun: get ekki sagt að það sé einhver skemmtun í gangi, nema blak á morgun
Núverandi ást: elska bara allt í kringum mig eða þannig akkúrat núna
Núverandi staður: herbergi 22 í útgarði 2
Núverandi bók: ætti að vera rekstrarhagfræði en er Et nyt liv
Núverandi bíómynd: er byrjuð að horfa á man on fire, á eftir að klára hana
Núverandi Íþrótt: blak, var reyndar búðarráp og pöbbarölt í síðustu viku
Núverandi Tónlist: á móti sól
Núverandi lag á heilanum: wake me up when september ends
Núverandi blótsyrði: sjæse
Núverandi msn manneskjur: Elísabet og Finnur
Núverandi desktop mynd: af ísafirði
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: að þykjast læra, en enda örugglega á að spila eða gera eitthvað sem er gjörsamlega óskylt lærdómi
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: skólayfirvöld hérna
Núverandi hlutir á veggnum: myndir af vinum og kunningjum

jæja þar er það komið, þetta ber kannski smá vott af skapi mínu akkúrat núna, en svona er það bara. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra í bili en vill samt óska afmælisbörnum dagsins Önnu Fíu og Eyrúnu til hamingju með daginn.

auf widersen...

föstudagur, október 07, 2005

ferðablogg

Jæja allt að gerast, ég farin að blogga á nokkra daga fresti, spurning um að leggja mig inn á spítala strax!!!
Ætlaði bara að láta alla fimm sem skoða síðuna mína vita að ég var að fá mér svona mblog, til að allir geti nú fylgst með okkur í ferðalaginu mikla. Ef það hætta að koma myndir þá er ég líklegast búin að tíma símanum, miðað við mína heppni gæti það allveg eins gerst en vonum það besta.
en hér er slóðin á það: http:://dora.i.ferdalagi.mblog.is/mblog/web

Annars fegin að þessa vika of hell í skólanum sé búin, tvo verkefni dauðans og eitt skyndipróf í þessari viku, gott að þetta var ekki næsta vika, ef þið vitið hvað ég meina!
annars er ein rauðvín búin og spurnig um að koma sér í háttinn fljótlega, vakna eftir rúma þrjá tíma, (hva tíu til tíu, tekur því ekki að mæta).
en aldrei að vita nema ég skelli einhverju inn á þetta blogg en annars verður það bara myndabloggið.
eigið góða viku gott fólk, allavega mun ég eiga góða viku.
auf widersen....

miðvikudagur, október 05, 2005

Alltaf jafn óheppin!

Hellú góðir hálsar, akkúrat núna eru aðeins 68 klukkustundir þar til við fimm fræknu munum hefja flugtak (eða reyndar flugmaðurinn sér víst um það) frá keflavíkurvelli á leið í hina ævintýralegu ferð okkar út í hinn stóra heim. Spenningurinn er orðin mikill þrátt fyrir miklar annir í skóla og eru ýmsar pælingar komnar upp varðandi ferðina, sumar skrýtnari en aðrar. Eftir mikin lærdóm undanfarna daga virkar heilinn ekki sem skyldi og sumar setningar sem koma upp úr manni meika ekki allveg sens. Í gær vorum við nokkur að læra saman og ég er að ræða um ferðina við Brynju þegar smá pása kom á lærdóminn og er að segja henni mínar helstu pælingar þessa daga, sem eru í hvaða fötum ég ætti að fara út, semsagt ferðafötin, skipta gríðarlegu miklu máli! Svo allt í einu kom þessi setning út úr mér "ég get bara ekki ákveðið mig hvort ég eigi að fara í skóm eða pilsi" og svo hélt ég bara áfram að tala án þess að taka eftir neinu, en þá stoppaði Brynja mig, en auðvitað meinti ég buxum eða pilsi. Ok þetta var mun fyndnara þegar þetta gerðist en ég get enn hlegið að þessu:) Og ég veit að allir lesendur bíða spenntir að vita hvort ég vel, þá verð ég að hryggja ykkur með því að ég er ekki búin að ákveða hvort ég fari í skóm eða pilsi!!
En í allt aðra sálma, sem koma ferð minni ekkert við en sýnir vel hvað ég er utan við mig og alltaf jafn óheppin. Í gærkvöld eftir lærdóminn ákvað ég aðeins að hreinsa til í kringum mig, en herbergið var eins og eftir fellibylinn katarinu (eða hvernig sem það er skrifað) og þar sem ég er búin að lána afnot af herberginu á meðan ég er úti( varð auðvitað að koma ferðinni að). Þegar ég er búin að hreinsa allt draslið á sinn stað ákvað ég að sópa aðeins yfir gólfið, svo þegar ég er búin að sópa labba ég með sópinn inn í eldhús og BÚMM, herbergið lokast og ég læst úti klukkan hálf tólf á náttfötunum. Geðveikt skemmtilegt eða þannig, nú ég fékk að hringja hjá sambýlingunum og ekki var svarað í vaktsímann góða, þannig að nú voru góð ráð dýr. Nú þá var það bara að skoða gluggann, og við Hanna, sem er einn af sambýlingunum, skelltum okkur bak við hús (ég vopnuð hníf, því það er ekkert skrúfujárn til á heimilinu) að glugganum mínum, sem var nú engin hægðarleikur þar sem allt er sundurgrafið hérna hjá húsinu og óðum við drullu nánast upp að hnjám til að komst að glugganum mínum. Sem betur fer var hann opin (sennilega er það ástæðan fyrir því að hurðin lokaðist, gegnumtrekkur)og ég þurfti ekki að beita hnífnum og Hanna skreið inn um gluggan og opnaði fyrir mig. Eftir þetta ákvað ég að hætta öllum þrifum og fara bara að sofa.
jæja þannig var nú það, skemmtilegt ekki satt!!!´
Ég ætla að láta staðar numið hér eftir þetta skemmtilega blogg og fara að gera e-ð af viti eins og að læra, ekki þrífa!
auf widersen....