miðvikudagur, mars 16, 2005

heimatilbúin ofurhetja!!!

hellú,
jæja þá styttist óðum í páskafríið mikla, aðeins 2 skóladagar eftur!
mér tókst reyndar að afreka það að verða veik í annað sinn á þessari önn (ég sem verð aldrei veik) og skrópaði því bara í skólanum og varð heima, ekki það að ég þurfi að fara í skólann svona rétt fyrir próf, ussusus ekki ég, ég er svo helv klár!
Annars laug ég því að einhverjum blakfélögum mínum á msn áðan að ég væri ekki veik heldur væri ég bara heima að búa til búning fyrir morgundaginn. Búning, já, það er víst blakpartý með þema annaðkvöld og þemað er heimatilbúnar ofurhetjur! Hvað ætliði að gera í því, ég er gjörsamlega tóm í hausnum hvað ég get gert. Spunrning um að ef ég verð ennþá veik þá slepp ég við þetta, en ég vona nú að ég verði búin að ná þessu úr mér. En endilega ef ykkur dettur e-ð sniðugt í hug þá eru allar ábendingar vel þegnar!
Annars lítið að frétta héðan, afmæli í borginni um síðustu helgi hjá Katrínu, þetta var svona einskonar suprise party sem ég og Óli plönuðum og það heppnaðist vel að öllu leyti nema einu, það var fullt í helv... keiluna á kl hálf fimm á föstudag! ég klikkaði illa á því þar, spurning um að láta bara Jenifer Lopez um að vera "the planner", reyna ekkert að fara í samkeppni við hana að neinu ráði.
Svo á að leggja í hann vestur á firði á kagganum mínum á laugardag, með einn dana í för og laugvetning og hef ég ekki trú á öðru en þetta verði massafjör hjá okkur, spurning um að redda samt númerinu hjá Agga ef eitthvað færi úrskeiðis!

jæja, ætli mar verði ekki að fara að líta aðeins í skólabækurnar, verkefnin vinna sig víst ekki sjálf þó mar sé veikur.
Vonast ég til að sjá sem flesta á Ísó um páskana, allavega er nóg um að vera, ég verð bara í mjólkurbúðinni að fylgjast með hverjir kaupa mesta búsið!
auf widersen......

miðvikudagur, mars 09, 2005

Og besti bloggarinn er........Halldóra!

Já ég veit, ég hef sko ekki verið að standa mig nægilega vel í blogginu undanfarið.
Ástæðan er samt einföld, það er bara búið að vera klikkað að gera hjá mér og lítill tími fyrir annað en námið en nú eru komnir nýr tími og álagði farið að minnka (allavega fram að prófum, eða eftir rúmar 3 vikur) og ég get glatt alla fimm lesendur þessara síðu að ég mun vera duglegri að bulla hérna.
Frétti samt að því að mar verður víst að fara að passa hvað skrifað er á svona síður svo DV taki það ekki og skelli því inn í frétt hjá sér, ekki að það séu miklar líkur á því, en hvað veit mar, Bifröst er búið að vera ansi mikið í fréttunum undanfarið.
En jamm og jæja, síðast þegar ég bloggaði var ég að bíða eftir súrsætu gellunum en þær mættu á svæðið á föstudeginum og voru fram á sunnudag og verð ég að segja að þrátt fyrir að ég kom ekki nálægt skipulagningunni á þessari ferð var þetta sú besta hingað til og verður erfitt fyrir næstu skipuleggjendur að toppa þetta!
Það var skipt í lið í survivour saumo á föstudeginum með því að draga húfur og var þá hópurinn búin að skipta sér í bláa og græna liðið og strax komin mikill keppninsandi í mannskapinn og strax byrjað að plana e-r herbrögð sem beita átti í leiknum. Hér má sjá liðin:

hér er að sjálfsögðu bláa liðið, sem var allavega með meiri stíl

hér er svo græna liðið, vantar gjörsamlega allt stílbragð yfir
Hér eru svo stjórnendur leiksins sem eiga gott hrós fyrir frábæra helgi.
Liðakeppnin varð nú ekki langlíf því eftir fyrsta hlutan datt einn út og eins og í alvöru survivior sameinuðustu liðin og úr varð einstaklingskeppni. Gekk þessi keppni mikið út á hlaup og drykkju (þamb og skot) auk þess sem átti að búa til skutlur úr blaði og hitta í rólur. Því miður tókst mér ekki að sigra að þessu sinni, varð að lúta í lægra haldi fyrir Sirrý G á endasprettinum en mun ég koma tvíefld til leiks í næstu ferð, og munu vera stanslausar æfingar, bæði í drykkju og hlaupi fyrir þá ferð! En ég mæli ekkert sérstaklega með þessu saman enda þurftum við báðar aðeins að létta á okkur eftir átökin, ekki gott að hlaupa einhverja spretti og þurfa svo að þamba eitt stykki breezer eða bjór.
svo um kvöldið var komið okkur á óvart með singstar og einhvernvegin tókst mér alltaf að vera í siguliðinu þrátt fyrir að vera þekkt fyrir afspyrnuslaka sönghæfileika, en sumir voru bara wannabe í singstar, held að þeir þurfi að fara að æfa sig eitthvað meir!
Aldrei að vita nema ég skelli inn fleirum myndum af þessari snilldarhelgi síðar.


Síðasta helgi var frekar róleg, missó matarboð á föstudag hjá okkur og svo idol á kaffihúsinu. Afrekaði það að eyða 12 tímum á blakmóti á laugardaginn án þess að taka þátt, en þar sem við stelpurnar drógum okkur úr keppni á síðustu stundu var ekki annað hægt en að mæta og styðja strákana, sem stóðu sig bara ágætlega.

hér eru þeir í fallega grænu búningunum sem við eigum.
Sigurvegarar helgarinnar voru þó ÍKÍ gellurnar (og Bubba) en þær fóru heim með brons, geri aðrir betur!
Jæja þetta er nú orðið lengsta blogg í minni bloggsögu og held ég að ég láti bara staðar numið hér í bili...but i´ll be back!
auf widersen.....