fimmtudagur, febrúar 03, 2005

bloggeri blogg!

Hellú, það er naumast hvað mar er duglegur að blogga eða þannig!
það er nú ekki mikið búið að gerast síðan ég tjáði mig síðast, læra. læra, blak og meira læra. Nei ekki allveg svo slæmt. Á síðustu helgi var brjálað að gera í gestagangi hérna í stóru skógum. Eins og kom fram síðast komu vatnavambirnar við hérna á leið suður á föstudag, einnig kíkti Steinka og family við þá og horfðum við á handboltalandsliðið detta út úr heimsmeistarakeppninni. Svo á laugardag þá komu Laugarneshjúin og Steinka kíkti svo við seinna um kvöldið til að taka í spil og skella sér í frekar kaldan pott. Já það var semsagt tekið í spil og ég var allavega með 50% árangur þar, svo grínkaði aðeins á barnum mínum enda held ég að e-ð fari að skemmast þar, og var ég að meika það í kokteilunum bjó til einn geggjaðan grænan sem verður framvegist nefndur ógeðið! Annars var nú ekki meira áhugavert nema þá að sumir urði meira fullir en aðrir og ráku stóru-tána í músarfelluna okkar. Skötuhjúin fóru héðan um hádegi á sunnudegi í sínu fínasta pússi, Óli var allavegana í peysunni góðu, á leið í næstu heimsókn og þá hófst lærdómurinn aftur.
Stefnan er tekin to the city á morgun, ammæli hjá litla bró og mo & pa ætla að láta sjá sig. Svo er líka götumarkaður í kringlunni um helgina og aldrei að vita nema stígvélin mín kæru verði þar á boðstólnum á einhverju geggjuðu verði( ég held að ég sé komin á það að skera bara af mér hælin núna). annað kvöld verður líka forvitnilegt en ég segi meira frá því eftir helgina.
jæja þetta er nú komið gott í bili, heyri bara í ykkur öllum síðar
auf widersen.....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OMG ég held ég geti ekki beðið eftir næstu skósögur frá þér, en OK ég skal bíða spök....hlakka til að heyra frá þér
kv Eyrún

3:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home