sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ammæli, þorrablót og IDOL

Já hellú góðir hálsar,
Jæja þá er mar komin heim í sæluna eftir góða helgi í bænum þar sem þemað var family.
Eftir tímann hjá Hemma vini mínum(hann heitir í raun og veru Orri en mér finnst bara betra að kalla hann Hemma) var brunað í bæinn og hitt pabba sem var þá komin, og við fórum að stússast. Svo var það föstudagskvöldið.... hvað haldiði að mar hafi gert, jú ekkert annað en skellt sér á Idolið í smáralindinni. Tókum reyndar með einn ungling og hana Ardísi dúllu til að það liti betur út, en þau skemmtu sér held ég reyndar konunglega líka. En þetta var hin besta skemmtun, ég held að ég hafi ekki sést neitt mikið í sjónvarpinu enda var ég dugleg að setja spjaldið fyrir andlitið þegar myndavélin kom á okkur. Úrslitin voru reyndar sanngjörn en samt sorgleg, sérstaklega þar sem við sátum fyrir neðan fólkið hennar Brynju, en svona er þetta bara, þetta dæmi gengur víst út á þetta.
Ammæli hjá litla bró á laugardag, við erum að tala um 22 ára ammæli og það voru kökur og brauðréttir fyrir 60 -70 manns og það voru u.þ.b 20 manns í veislunni. Kíktum við svo á handboltaleik, þar sem Jóna Sigga frænka mín var að meika það enda er gellan að fara að spila úrslitaleik í höllinni 27. feb.
Mamma og Ella frænka buðu svo til þorrablóts á Kristinbrautinni á laugardagskvöldið fyrir familyuna og selbrekkuliðið og var það hin besta skemmtun, horft var á gamalt videó frá árinu 1992 og var mikið helgið.
Smáralindin og Kringlan voru aðeins tékkuð út á helginni og OMG hvað var mikið af fólki þar, og haldiði ekki að stígvélin mín góðu hafi verið þarna og búin að lækka um 2000 kr, ég var mikið að spá í þessu með hælinn en samkvæmt ráðum frá vitri frænku og mömmu ákvað ég að láta þau eiga sig.
Stefnan er sett á Ísó á næstu helgi, jibbíí og vona ég að það verði nú geggjað stuð. Treysti á ríkisgellu-hitting eða vona að þær hafi tíma til að hitta mig og svo er það að reyna að kíkja á dúllur þeirra Önnu Láru og Röggu sem ég hef ekki enn séð.

Rakst á þessa mynd af bb.is, bara fyndið þetta er tekið í e-u kfí partýi fyrir grímuball Kfí fyrir þónokkrum árum, örugglega 4 eða e-ð.

geggjað fyndið að skoða þessa mynd, Sella er sko allveg að gera sig þarna í fötum af ömmu sinni að mig minnir!

Jæja þá er þetta komið nóg í bili af dagbókarfærslum Halldóru, mun ég skella einhverju meiru inn þegar e-ð skemmtilegt mun eiga sér stað hérna í Stóru-skógum.
auf widersen......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home