föstudagur, febrúar 25, 2005

Nokkrar myndir og smá update

Hellú kæru lesendur,
vegna mikilla anna hef ég ekki haft mikin tíma til að blögga en ákvað samt að skella hérna inn nokkrum myndum frá bifróvision sem var by the way algjör snilld.

Hérna erum við Anna með þeim félögum Helga og Finn

Varmalandsgosarnir

Frænkurnar

hérna er ég að rústa Helga í steinn, skæri og net
Súrsætar eru á leið í sveitasæluna í þessum rituðum orðum bæði að sunnan og vestan, ég er búin að vera á fullu í dag við að gera heimilið gestkvæmt og svo er bara verið að fara að kveikja upp í grillinu. Hef ekki trú á öðru en að helgin verði hin besta enda er búið að vera mikil stemming í hópnum og hlakka ég mjög til amacing race sem á víst að hefjast í kvöld, fyrsti ratleikurinn sem ég fæ að taka þátt þar sem ég hef alltaf verið að skipuleggja þá.
Tók reyndar smá forskot á helgina í gærkveldi þegar hópefli var í gangi í hóp LC og var hittingur, matur og singstar og var þetta hin besta skemmtun og þó ég sé búin að fara í mörg góð sing star partý þá var þetta það allra besta, skelli inn myndir af því síðar.
Jæja best að fara að undirbúa grillið svo allt verði nú til þegar drottningarnar mæta á svæðið.
auf widersen....

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Bifróvísion

jæja þá er mar komin aftur í bloggheiminn, veit að þið hafið eflaust verið farin að sakna mín! En ég er bara búin að vera smá busy síðan síðast, ferðalög, próf og svolleiðis vitleysur.
Skellti mér vestur á síðustu helgi, það var náttlega bara geggjað fyrir utan þennan gífurlega lærdóm sem ég þurfti að klást við (skilaði sér reyndar í hæstu einkun fyrir hópverkefnið í lögfræðinni) en annrs voru skærin notuð aðeins til að hressa upp á vini og vandamenn á heimaslóðum. Hitti líka 2 prinsessur í fyrsta skiptið og var það nú bara æði. hér er ég og Júlia Ósk:

hún var nú ekkert á því að horfa á mig, hvað þá að brosa til mín.

Svo var það ríkisgelluhittingur, körfuboltaleikur þar sem gellurnar í KFÍ skelltu gellunum hans Andra í Hamri (gaman að sjá að Helga Sal var sko ekki búin að gleyma neinu) og svo síðast en ekki síst á skíði þar sem ég brunaði nokkrar ferðir á stuttum tíma vegna tímaskorts, samt vel þess virði.
Auðvitað hitti ég Solluna (sem by the way á ammæli í dag, til hamingju með daginn eskan!) og við horfðum á Helga detta út úr Idolinu eftir EINA slæma frammistöðu þrátt fyrir 20 atkvæði frá Brynjólfi og Margréti.

Á mánudaginn tók svo bara alvaran við, búið að vera annasöm vika 2 próf og læti. Svo á laugardaginn er það bifróvision, árshátið skólans, búið að vera geggjuð stemmning alla vikuna fyrir þessu. Hlakka mikið til, einn leynigestur ætlar líka að mæta á svæðið!
en nú er ég búin að bulla nóg um það hvernig vikan er búin að vera hjá mér, ég skelli nú einhverju bulli inn eftir geimið með einhverjum myndum.
auf widersen....

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ammæli, þorrablót og IDOL

Já hellú góðir hálsar,
Jæja þá er mar komin heim í sæluna eftir góða helgi í bænum þar sem þemað var family.
Eftir tímann hjá Hemma vini mínum(hann heitir í raun og veru Orri en mér finnst bara betra að kalla hann Hemma) var brunað í bæinn og hitt pabba sem var þá komin, og við fórum að stússast. Svo var það föstudagskvöldið.... hvað haldiði að mar hafi gert, jú ekkert annað en skellt sér á Idolið í smáralindinni. Tókum reyndar með einn ungling og hana Ardísi dúllu til að það liti betur út, en þau skemmtu sér held ég reyndar konunglega líka. En þetta var hin besta skemmtun, ég held að ég hafi ekki sést neitt mikið í sjónvarpinu enda var ég dugleg að setja spjaldið fyrir andlitið þegar myndavélin kom á okkur. Úrslitin voru reyndar sanngjörn en samt sorgleg, sérstaklega þar sem við sátum fyrir neðan fólkið hennar Brynju, en svona er þetta bara, þetta dæmi gengur víst út á þetta.
Ammæli hjá litla bró á laugardag, við erum að tala um 22 ára ammæli og það voru kökur og brauðréttir fyrir 60 -70 manns og það voru u.þ.b 20 manns í veislunni. Kíktum við svo á handboltaleik, þar sem Jóna Sigga frænka mín var að meika það enda er gellan að fara að spila úrslitaleik í höllinni 27. feb.
Mamma og Ella frænka buðu svo til þorrablóts á Kristinbrautinni á laugardagskvöldið fyrir familyuna og selbrekkuliðið og var það hin besta skemmtun, horft var á gamalt videó frá árinu 1992 og var mikið helgið.
Smáralindin og Kringlan voru aðeins tékkuð út á helginni og OMG hvað var mikið af fólki þar, og haldiði ekki að stígvélin mín góðu hafi verið þarna og búin að lækka um 2000 kr, ég var mikið að spá í þessu með hælinn en samkvæmt ráðum frá vitri frænku og mömmu ákvað ég að láta þau eiga sig.
Stefnan er sett á Ísó á næstu helgi, jibbíí og vona ég að það verði nú geggjað stuð. Treysti á ríkisgellu-hitting eða vona að þær hafi tíma til að hitta mig og svo er það að reyna að kíkja á dúllur þeirra Önnu Láru og Röggu sem ég hef ekki enn séð.

Rakst á þessa mynd af bb.is, bara fyndið þetta er tekið í e-u kfí partýi fyrir grímuball Kfí fyrir þónokkrum árum, örugglega 4 eða e-ð.

geggjað fyndið að skoða þessa mynd, Sella er sko allveg að gera sig þarna í fötum af ömmu sinni að mig minnir!

Jæja þá er þetta komið nóg í bili af dagbókarfærslum Halldóru, mun ég skella einhverju meiru inn þegar e-ð skemmtilegt mun eiga sér stað hérna í Stóru-skógum.
auf widersen......

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

bloggeri blogg!

Hellú, það er naumast hvað mar er duglegur að blogga eða þannig!
það er nú ekki mikið búið að gerast síðan ég tjáði mig síðast, læra. læra, blak og meira læra. Nei ekki allveg svo slæmt. Á síðustu helgi var brjálað að gera í gestagangi hérna í stóru skógum. Eins og kom fram síðast komu vatnavambirnar við hérna á leið suður á föstudag, einnig kíkti Steinka og family við þá og horfðum við á handboltalandsliðið detta út úr heimsmeistarakeppninni. Svo á laugardag þá komu Laugarneshjúin og Steinka kíkti svo við seinna um kvöldið til að taka í spil og skella sér í frekar kaldan pott. Já það var semsagt tekið í spil og ég var allavega með 50% árangur þar, svo grínkaði aðeins á barnum mínum enda held ég að e-ð fari að skemmast þar, og var ég að meika það í kokteilunum bjó til einn geggjaðan grænan sem verður framvegist nefndur ógeðið! Annars var nú ekki meira áhugavert nema þá að sumir urði meira fullir en aðrir og ráku stóru-tána í músarfelluna okkar. Skötuhjúin fóru héðan um hádegi á sunnudegi í sínu fínasta pússi, Óli var allavegana í peysunni góðu, á leið í næstu heimsókn og þá hófst lærdómurinn aftur.
Stefnan er tekin to the city á morgun, ammæli hjá litla bró og mo & pa ætla að láta sjá sig. Svo er líka götumarkaður í kringlunni um helgina og aldrei að vita nema stígvélin mín kæru verði þar á boðstólnum á einhverju geggjuðu verði( ég held að ég sé komin á það að skera bara af mér hælin núna). annað kvöld verður líka forvitnilegt en ég segi meira frá því eftir helgina.
jæja þetta er nú komið gott í bili, heyri bara í ykkur öllum síðar
auf widersen.....