laugardagur, október 09, 2004

músin horfin...en var hún með einhverja með sér???

hellúuu
músardúllan var enn í gildrunni þegar við komum heim en því miður var hún enn lifandi og var það ansi ógeðslegt að sjá hana engjast þarna og reyna að berjast fyrir lífi sínu.
En eins og áður sagði þá var það mitt hlutverk að koma henni út og tókst mér að henda gildrunni í einhverja plastdollu með loki og henti því í poka og pokinn fór í ruslagáminn sem er lant frá húsinu. Ég hafði ekki það í mér að drepa hana og henda henni svo þannig að ef ykkur finnst ég miskunarlaus pínari og morðingi þá getið þið bara átt ykkur... ekki bauð ég henni í partý.
eftir að við þrifum allt blóðið og náðum að vaska upp, leirtau eftir marga daga því við hofum ekki þorað að vera í eldhúsinu nema stutta stund undanfarið, þá voru settar upp fleiri gildrur því við viljum vera vissar um að þessi elska hafi bara verið ein á ferð. Það voru alls fimm gildrur skildar eftir, þar á meðal heimatilbúna gildran hennar Brynju, sem er í formi fötu með brú á og ost í botninum, það er ekki séns að hún komist upp úr henni með ostinn eins og hún gerði þegar skálin var sett upp sem gildra.
En af öðrum óspurðum fréttum af mér, músarmömmu með meiru þá er ég nú stödd í bænum, nánað tiltekið Erluhólum 9 og er bara búin að vera að hangsa í dag, þrífa og annað skemmtó.
Gærkvöldið varð ekki allveg eins skemmtilegt eins og ég bjóst við, vísindarferðin sjálf var fín en það vantaði alla stemmingu í hópin og einhvernvegin varð þetta kvöld hálf misheppnað í alla staði. En þá er bara spurning um að bæta úr því í kvella en við ameríkufarar erum að fara að hittast og stemma okkur upp fyrir ferðina miklu (sem er by the way eftir 6 daga) og verða einhverjir fleiri ofurdjammarar með í för og er svo planið að skella sér á Gaukinn að sjá Jónsa og félaga halda uppi stuðinu. Ég á nú von á því að sjá grúppíu nr 1 á svæðinu hana Rakel (ég neita að taka myndir núna).
en jæja nú fara Anna Fía og Ívar Bjarklind að renna í hlað þannig að ég læt staðar numið í dag og vona ég að músarsögunum sé lokið fyrir fullt og allt.
until later....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Halló ameríkufari.....þið eruð nú meiri veiðimennirnir eða konurnar....he he algjör snilld að lesa þetta...
Vona allavega að þið eigið ekki mikið eftir að sakna þessarar plastdollu :o) Kveðjur að vestan Eyrún

1:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home