sunnudagur, nóvember 19, 2006

Prófblogg

halló halló

jæja Mattý, ég skelli inn einu bloggi bara fyrir þig:)
ekki það að ég nenni ekki að læra undir ALLRA síðasta prófið mitt hérna á Bifröstinni (skulum allavega vona það) sem er fáranlegasta próf sem ég hef farið í, en við skulum nú ekki vera að spá í því hérna á veraldarvefnum.
En ég er semsagt búin í síðasta fyrirlestrinum mínum hérna, og nú er það bara ritgerðarsmíði sem tekur við eftir prófið á þriðjudag!! Komin reyndar smá pressa á mig þar sem ég er komin með gott loforð um vinnu í bænum eftir áramót,í janúar og febrúar áður en ég fer út, og því verð ég að fara að spýta í lófana með þessa ritgerð.

Annars er nú bara lítið að frétta hjá mér, helgarnar búnar að vera frekar busy, en þegar mar er að vinna svona aðra hverja helgi eru hinar helgarnar fljótar að fara.
en þetta er svona í grófum dráttum það sem ég er búin að aðhafast síðan síðast...

-keyra vestur á firði á sumardekkjum um miðjan október, klukkutíma eftir að ég fór þorskafjarðarheiðina á kagganum varð hún ófær...

-fór á árshátíð hjá landsbankanum, þar sem Bubbu var sárt saknað:), en geðveik árshátíð engu að síður, en mér tókst að gera nýja kjólinn og hvítu slæðuna rauðvínslegið með eindæmum. En það er nú gott að þekkja einhverja háttsetta í þvottahúsunum í bænum:) og bæði kjólinn og slæðan eru eins og ný.

-fór í ammæli til Önnu eftir árshátíðina, en þar sem mér tókst að hella líka einhverju af rauðvíninu ofan í mig, var ég í frekar annarlegu ástandi og fór snemma heim.

-Gengið í Framsóknarflokkinn...jáhá hver átti von á þessu!

-Haldið partý, þar sem ég þekkti ekki helminginn af fólkinu sem var heima hjá mér:(

-Fór í bústað með góðum gellum fyrir austan, meikaði 5 tíma í pottinum og fór langt upp í mitt eigið pottarmet, sem er 12 tímar að ég held í pottinum hjá ömmu og afa á Barðaströnd í denn.

-Fór í mat til Sollunnar þar sem ég fékk hina dýrindis köku....og náði að koma sófanum mínum út.

- Fékk Visað mitt til Kína, þannig að nú verður ekki aftur snúið.

- læra... læra... og læra...

-Fór í tvö próf, og búin að fá eina einkunn:)

-Lagt af stað í blindbyl upp á Bifröst um miðja nótt eftir gott spilakvöld í engihlíðinni þar sem Birna bauð upp á vatnsheld UNO spil, sem mátti dýfa ofan í bjór.

-Snúið við eftir hálftíma keyrslu í blindbyl á Kjalarnesinu, en það tók mig tíu mínútur eftir að ég ákvað að snúa við, að finna út hvar ég gæti snúið við.

-Horft á reykvíkinga sem kunna ekki að keyra í snjó. Hjálpaði konu á fastri toyotu rav4, með því að ýta á bílinn og fór svo upp í minn fjallabíl og keyrði út af sama stæði:)

-Fór úr blindbyl í Reykjavík í góða veðrið í Borgarfirðinum, þar sem sést varla snjór.

já eins og þið sjáið lesendur góðir hefur verið mikið að gera hjá mér og þá sérstaklega í lærdómnum, hóst.. hóst.. en síðustu tvær vikur hafa farið í svona plat lærdóm, en þá þykist ég vera að læra undir próf en finn mér alltaf eitthvað annað að gera, eins og t.d núna...

Framundan hjá mér:

-afmælispartý hjá Brynju á föstudag hér á röstinni og ég á von á nokkrum góðum gestum úr borginni.

-Hótel Hekla á laugardaginn, jólahlaðborð með bankanum fram á sunnudag, verður örugglega ekki slæmt. spurning um að halda sig bara í hvítvíninu!

-Hátíðardinner hjá LD3. Miðað við síðasta skipti sem ég fór á skrall með þessu liði er gáfulegra að ég verði edrú í þetta skipti.. enda vinnuhelgi hjá mér.

-Fer Vestur í jólafrí, tek Kötuna með mér en skila henni þó aftur til borgarinnar eftir tvo daga. En geggjuð helgi í jólaundirbúningnum á Ísó í vændum.

Já svona er nú það, ég er þá kannski búin að fría mig frá bloggi næsta mánuðinn...
en aldrei að vita þegar ritgerðin kemst á flug, þá er nú gott að taka sér kannski blogg pásu annað slagið, þarf líka að fara að henda inn myndum. en það verður næst...

jæja ég ætla að halda áfram að læra undir þetta yndislega fag....

auf widersen...