fimmtudagur, september 28, 2006

Jæja kannski tími á nýtt blogg....

Góða kvöldið kæru hálsar
ég lofaði víst bloggi fyrir svolitlu síðan, en þið vitið hvernig þetta er, brjálað að gera í skólanum alltaf hreint...NOT... eða allavega ekki hjá mér, það er komin ritstífla í ritgerðina og hún kom ansi snemma eða aðeins eftir 2 bls og hefur staðið í þónokkurn tíma, en ég er komin með frest fram í byrjun mars til að skila svo...u know, verður sennilega skrifuð öll síðustu tvær vikurnar í feb ef ég þekki sjálfan mig rétt.
En annars er skólinn byrjaður og ég verð eiginlega að segja að þetta sé lúxuslíf alla daga nema þriðjudaga, en þeir dagar eru í lengri kantinum eða frá 9:30 (ójá það er sko erfitt að vakna þá) til kl átta um kvöldið þegar ég kem heim af blakæfingu, en þá er vanalega brunað á gettu bifröst sem er búið um kl 22. Eeeeen það er nú allt í góðu því ég er í fríi á miðvikudögum, þannig að ég get jafnað mig á þessari brjálæði sem fylgir þriðjudögunum. Svo er skóli frá kl 13 - 15:30 á fimmtudögum og frí þar fyrir utan. Ég er semsagt í þrem fögum sem skiptast á tvo daga en svo á ég að vera að skrifa ritgerðina þess á milli, en þar kemur ritstíflan til sögunnar.

Allt að gerast í skiptináma planinu, við erum búin að fara og tala við alþjóðafulltrúan og fá umsóknir í hendurnar en þurfum AÐEINS að skila 6 passamyndum þannig að þið vitið hvar þið eigið að leita af mér á helginni, í smáralindinni eða kringlunnu í svona kassa að reyna að fá almennilegar myndir fyrir kínverjana. Þetta er búið að vera þvílíka púslið að reyna að passa upp á einingarnar okkar þar sem við útskrifumst þegar við komum heim (en komumst að því í gær að við útskrifumst ekki í sjálfri útskriftinni því einkunnirnar verða ekki komnar að utan). Einnig þurfum við Helgi að passa upp á að vera með 60 lögfræðieiningarnar þar sem við stefnum bæði á ML og er það soldið sorglegt að segja frá því að þegar ég get ekki sofnað þá fer ég ósjálfrátt að telja einingarnar okkar, og í eitt sinn hrökk ég upp við það að við hefðum talið einingarnar hans Helga e-ð vitlaust og fór allveg í mínus við það. Soldið slæmt að ég sé að missa svefn yfir hans einingum en ekki mínum:( Brynja þarf nú ekki að spá í þessu þar sem hún ætlar ekki í ML-inn. Hanna og Ingvar eru einmitt úti núna að kanna ástandið fyrir okkur og er bara gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra á netinu.
Annars er þeirra sárt saknað á þessum bænum enda er ég eiginlega flutt inn á strákana í útg. 1 og þeir þora ekki öðru en að bjóða mér í mat annars slagið


Sjáið hvað þeir eru myndarlegir þessar elskur...

En well well ég er að hugsa um að reyna að fara að læra aðeins, svo ég geti verið í fríi um helgina þar sem mor & far eru að koma í bæinn.
Aldrei að vita nema ég skelli inn myndarbloggi á næstunni!!!!


auf widersen....