miðvikudagur, apríl 26, 2006

Byrjuð á þriðja ári í skúlen.

Helló góðir hálsar og gleðilegt sumar:)
Já ég er nú heldur betur ekki að standa mig í blogginu þessa dagana eða ég hef nú aldrei talist duglegur bloggari enda er nóg annað hjá mér að gera.
En nú gæti verið breyting á, allavega næsta mánuð þar sem ég fer í lokapróf á 2 vikna fresti og þá get ég örugglega lofað bloggi. Núna einmitt er ég að fara í próf eftir einn og hálfan sólarhring, og hvað geri ég þegar ég á að vera að læra? Nú auðvitað blogga ég fyrir alla aðdáendur síðunnar frekar en að vera skynsöm og læra undir prófið.

Annars verð ég að hryggja þessa fáu aðdáendur síðunnar að þeir fá ekkert meira slúður um Ásu og Dísu dóna þar sem þær hafa þefað upp síðuna mína en ég mun opna nýja síðu von bráðar þar sem ég læt allt flakka um þær stöllur og framhaldssagan heldur áfram:)En þar sem ég er nú að ræða um þær stöllur verð ég að minnast á að missóvörnin gekk snilldarlega og rúlluðum við þessu upp. Hér er hópmynd af liðinu sem var tekin eftir vörnina.

fyrst ég er nú byrjuð að setja inn eitthvað af myndum skelli ég tveim í viðbót úr missó:

Stjáni stórkokkur og haninn í hópnum að elda fyrir okkur, Ása var pínku smeyk við eldinn.

Dísa að blanda mojito, klikkar ekki í drykkjnum enda á hún Sam Malone´s Black Book

En ég er semsagt byrjuð á þriðja árinu í þessum blessaða skóla, ef svo má segja. Sumarlotan byrjaði strax eftir páska og núna er ég í snilldarfagi sem heitir hugverka og auðkennaréttur (hljómar geggjað spennó ég veit!) og að kenna svona í lotum er bara algjör snilld, allvega þegar svona skemmtileg fög eru, veit ekki allveg hvort ég myndi meika upplýsingatækni eða stærðfræði á hverjum degi í tvær vikur. En eins og ég sagði áðan þá er bara lokapróf í þessu fagi á föstudaginn og mar verður bara að massa það, þýðir ekkert annað. Svo er það bara ritgerðin, ritgerðarefnið er svona að koma, ætla að reyna að ná í skottið á kennaranum á morgun til að ræða það aðeins betur en ég þarf að skila umsókn um ritgerðarefni fyrir 9.júní og skila ritgerðinn sjálfri fyrir 4.des. Verður sko brjálað stuð í sumar að reyna að bögglast aðeins við þetta.

Skellti mér í bæinn í síðustu viku að kíkja á nýjasta súrsætumeðliminn og þetta er bara myndarstelpa að sjálfsögðu, skelli hérna inn mynd af henni enda splæsti hún á mig brosi aðeins 11 daga gömul.


Á sumardaginn fyrsta var opinn dagur hérna á Bifröst og það var sko aldeilis margt um manninn enda upplagt fyrir fólk úr borginni að skella sér smá rúnt upp í borgarfjörð til að fá að líta á hýbýli mín og annarra hérna á campus. En íbúðin okkar eða húsið eða hvað sem þetta kallast var víst til sýnist og mig grunar að margir hafi haldið að við heimilisfólkið höfum einnig verið til sýnis, þar sem við sátum mjög samvikskusöm inn í eldhúsi að læra (ég meina svona er þetta bara hérna á hverjum degi)! Eflaust fjölgar umsóknum í skólann vegna okkar enda reyndum við að brosa og vera kát með lífið á meðan fólk var að gramsa í herbergjunum og skápunum okkar.

Svo er það bara Blöndós city um helgina, ferming og sumarbústaður með familyjunni sem verður örugglega næs eftir þessa törn. Spurning um að rifja upp færeyskuna og kippa bleiku húfunni með, verst að kaðlapeysan kemur ekki enda verður hennar sárt saknað!

Sumarbústaður með anó gellum og fleiri um miðjan mai, vestur á ísó að vinna í nokkra daga og svo aftur hér á campus að klára síðasta fag mitt á sumarönninni og verð ég þá vonandi búin að ljúka 66 einingum við þennan skóla.

en til að mér takist að ljúka við þessar 66 einingar er víst best að snúa sér aftur að námsbókunum og hætta þessari vitleysu. En það verður ca 2 vikur í næsta blogg miðað við fyrri reynslu þannig að þið þurfið ekki að örvænta.

Ég var samt að fatta að ég gleymdi hreinlega að segja frá páskunum en ég lofa að bæta úr því eftir tvær vikur og skelli þá inn einhverjum myndum frá afmælinu góða sem var á föstudagskvöldið. Þið getið bara byrjað að hlakka til...

auf widersen....

ps. er búin að henda inn eitthvað af nýjum myndum, einhverjar reyndar "fengnar að láni" þar sem myndavélin mín er búin að vera eitthvað ófélagslynd upp á síðkastið.

mánudagur, apríl 03, 2006

jibbí jei!!!

Eins og ég segi, þá er það annað hvort allt eða ekkert hjá mér, ekkert blogg í marga daga og svo samdægurs eða tvo daga í röð.
Ég varð bara að skella hérna inn að ég náði öllum prófnum:)
Nú er ég orðin svona manneskja sem allir hata, sem er alltaf ótrúlega viss um að hún sé fallin í öllum prófum en nær svo bara með ágætis einkunnir. En ég hélt í alvöru að ég væri fallin í allavega einu eða tveim. En nei fékk meira að segja 8 í öðru prófinu, sem við erum að tala um að ég skrifaði mesta bull í raunhæfu verkefninum sem ég hef á ævi minni skrifað held ég. Það er þá möguleiki að ég verði góður lögmaður fyrst það kom svona gott úr þessu bulli og kennarinn sagði við mig áðan þegar ég var svo hissa á einkunninni og ég sagðist bara hafa bullað, að ég bullaði því bara út úr mér sem hann vildi fá fram. Hitt prófið sem ég var frekar örugg um fall með var svo bara 6,5. En miðað við gengið mitt í því, þá er ég mjög sátt. Við erum að tala um munnlegt próf og ég hef aldrei lent í því fyrr í munnlegu prófi að þorna svo mikið í munninum að ég gæti ekki talað. En allt fór vel að lokum og ég er bara nokk sátt.
Við vorum að klára skýrsluna til klukkan fjögur í nótt, þannig að það er ekki búið að vera mikið um svefn upp á síðkastið á þessum bænum. Svo er það bara að byrja að undirbúa kynningu á missó í dag, þar sem við erum kl 8:30 á miðvikudagsmorgun í vörninni (allir að senda mér góða strauma þá).
En ég ætla að hætta þessu monti í bili og reyna að leggja mig í smá tíma áður en næsta törn hefst.
ungrú glöð kveður að sinni
auf widersen...

sunnudagur, apríl 02, 2006

I´m alive!!

Halló allir,
já ég er víst á lífi en það er varla mikið meira.
Klukkan er núna hálf tólf á sunnudegi og aðeins níu og hálfur tími í að hryllingurinn skelli á, en þá koma einkunnirnar inn og þá kemur í ljós hvað ég þarf að taka mörg endurtektarpróf eftir páskana:(
En prófin gengu semsagt ekki sem skyldi, held að ég geti sagt án þess að ljúga að ég sé örugg með eitt próf, en svona lala með tvö og frekar viss um fall í tveimur. En þetta kemur víst allt í ljós í fyrró!
Við erum að leggja lokahönd á missó núna, búin með tvo breezera og svona stemmari sem fylgir þessu vanalega, það er slatti af fólki búið að fá sér eins og en öl í kvöld en þetta er allveg ekta hérna á sunnudagskvöldi fyrir missóskil að fólk sé gangandi um gangana með öl í hendi.
Missó verkefnið okkar varð heldur betur spennandi á mánudaginn síðasta þegar vefsíðunni sem við erum að gera verkefni um var lokað vegna fyrirspurna frá okkur og við fengum comment eins og "vitið þið hvað þið eruð að gera, það eru kosningar í nánd!" þannig að það er frekar gaman að gera verkefni sem hefur einhver áhrif. Vinnslan er líka búin að vera skemmtileg og við erum líka búin að vera ansi dugleg að gera eitthvað saman, elda og fá okkur í glas og fleira í þeim dúr.
Svo er það bara málsvörn á miðvikudagsmorgun og viðvera á fimmtudag og svo að bruna vestur á fim eða föstudag og þá er ég komin í "páskafrí" fram á annan í páskum, en líklega verður því eytt í lærdóm þar sem endurtektarprófin eru strax eftir páska. Ekkert djamm um páskana í þetta sinn.... djók en bara eitt djamm, spurning um hvort við Eyrún náum að gera re-match á ballið með svörtum fötum.
En ég verð víst að fara að gera eitthvað gagn hérna en það er verið að klára að ganga frá efnisyfirlitinu og svo á að reyna að prenta í síðasta sinn og síðasti yfirlestur og svo prent. Það verður sko geggjað að geta hneggjað þegar þessi skýrsla verður búin.
en ungfrú stressuð bíður að heilsa í bili
auf widersen...