miðvikudagur, mars 08, 2006

Suprise, suprise

það er annað hvort eða, ekki bloggað í tvo mánuði eða tvisvar á dag. En ég sá þetta próf hjá henni Mattý og varð að skella þessu inn.

Take the quiz:
What color are you?

Pink
Your color is pink. Very bubbly, inoccent, cute, very sensitive, but very friendly too.... You are an erergetic person, and you love things that make you happy. You seem to be in full control of your life right now and you love it!

Quizzes by myYearbook.com -- the World's Biggest Yearbook!


þeir sem þekkja mig eru eflaust ekki hissa á niðurstöðunum!

En það er best að snúa sér aftur af lærdómnum og hætta að vafra um á netinu, týpískt að ég þurfi að vinna upp glataðan tíma í bloggheimnum núna, korter í próf.

en BLEIKA slaufan kveður að öðru sinni í dag,
auf widersen...

JÆJA....

Jæja
Ég er nú allveg sú duglegasta að blogga og fæ örugglega fljótlega verðlaun fyrir það.
Það væri nú allt í lagi ef ég gæti sagt að ég væri svo rosalega upptekin að læra að ég hefði bara engan tíma til að blogga! En þá yrði nú tungan mín svört og nefið myndi sennilega stækka ansi hratt. Afsökunin sem ég hef er bara nenniggi ástæðan. Hef meira að segja verið afskaplega löt af fara inn á aðrar bloggsíður, datt bara einhvernvegin út úr þessari bloggmenningu.
En þar sem eru að koma próf þá finnur maður sér auðvitað tíma til að gera ótrúlegustu hluti og þar á meðal að blogga. Núna sit ég reyndar í fjór eða fimmföldum fyrirlestri í veðrétti og eins og þið getið rétt svo ímyndað ykkur þá er það dead boring.
En það hefur nú margt á mína daga drifið síðan síðast lesendur góðir.
Ferð vestur á firði, föstudaginn 13 (janúar það er að segja) keyrandi í snjóbil á minni gömlu púttu. Það voru nú ekki margir bjartsýnir á þessa ferð mína ef ég á að segja eins og er, en reyndar byrjaði þetta ekki vel. Í stuttu máli tókst mér að festa mig, svo komu einhverjir vinnukarlar og hjálpuðu mér að ýta og þeim leist ekkert á þetta ferðalag mitt, spurðu hvort ég væri nokkuð að fara langt og settu upp þvílíkan svip þegar ég tjáði þeim það. En auðvitað komst ég á leiðarenda, þrátt fyrir að stærri og meiri bílar festu sig seinna um daginn, en ekki púttan mín (eða púttan hans pabba í dag). Ferðin var bara hin besta, og toppurinn var auðvitað skírnin hjá Solveigu Amalíu sem er bara einn mesti töffarinn sem ég þekki miðað við aldur, komin með hanakamb og læti.
Við erum búin að skella okkur á nokkur blakmót, og besti árangur var auðvitað þegar ég var fyrir vestan en þá unnu stelpurnar gullið og strákarnir brons, en ég er farin að taka þetta aðeins til mín, en er samt ekki hætt að mæta á mót, þó að okkur gengur greinilega ekki eins vel þegar ég er með, en auðvitað má ekki gleyma silfurhandklæðinu góða.
Saumaklúbbur hefur verið settur á laggirnar hjá okkur súrsætum sem erum hérna megin á landinu ( eða í borginni, ég er náttlega mitt á milli) og stefndi í harða prjónakeppni á milli okkar Kötu, en hún gjörsigraði mig og stefnir allt í að hún verði búin með 2 peysur áður en ég næ að klára eina heila. Ég er reyndar komin aftur á byrjunarreit þar sem ég þurfti að rekja upp hálfa peysu sem var allt of stór og fór eiginlega allur síðasti saumaklúbbur í að rekja upp helv. Peysuna.
Eitthvað er ég aðeins búin að kíkja út á lífið og sló ég gjörsamlega í gegn í hópefli hjá LD2 þar sem ég tók nánast einsöng fyrir alla og skil ég ekkert í því að það sé ekki búið að bjóða mér plötusamning eftir þessa frábæru framistöðu en ég varð svo heppin að fá að sjá þetta á myndbandi daginn eftir og OMG ég vissi að ég syngi illi en ekki svona rosalega, en eins gott að ég fékk að sjá þetta á myndbandi þar sem minnið frá þessi kvöldi er eitthvað týnt. Bifróvision, dýrasta árshátið sem ég hef farið á, það var bara fínasta skemmtun en ég var nú bara í rólegri kanntinum enda held ég að gerasigaðfífli kvótinn hjá mér sé búin fyrir liðið í lögfræðideildinni.
Bústaðarferð í úthlíð þar sem við horfðum á Silvíu Nótt slá í gegn í eurovision, mikið er ég fegin að sjá eitthvað nýtt í þessari keppni, nú eigum við kannski séns að komast upp úr forkeppninni.
En ég ætla að láta þetta duga í upptalningu á lífi mínu síðustu tvo mánuði. Nú eru aðeins þrír dagar í fyrsta próf og tímasetningin fyrir munnlega prófið á laugardaginn kom í gær og auðvitað er ég FYRST, en eftir reynsluna með skattinn þá held ég að það sé bara fínt. Finnur er rétt á eftir mér og það er spurning hvort við tökum nóttina á þetta eins og með skattinn, en það fer allt eftir hvernig lærdómurinn gengur. Svo er það bara að bruna á Ísó eftir síðasta prófið á fimmtudag, fullt að gera þar, skærin fara auðvitað með, kíkja á aðalgelluna á Ísó Solveig Amalíu (og mömmuna auðvitað), grímuball og fleira og fleira. Svo er það bara Missó, spennandi verkefni framundan með totally nýjum hóp og svo er það smá páskafrí áður en sumarönnin byrjar.
En mér finnst þetta nú orðið ansi gott hjá mér, ég held barasta að ég verði nú eiginlega að blogga oftar svo þetta verður ekki svona langt alltaf!!
En bleika slaufa kveður að sinni.
Auf widersen...