mánudagur, september 26, 2005

klukk klukk

helv. klukk leikur, verð víst að svara þar sem er búið að klukka mig tvisvar
hér koma semsagt 5 staðreyndir um mig:

1)Sagan segir víst að ég sé ótrúlega þrjósk. Veit reyndar ekki hvaðan það kemur! Ekki það að ég hafi sitið í 4 tíma stanslaust í dag að spila monopoly og við Helgi vorum tvö eftir síðustu 2 tímana og vildum hvorugt gefa eftir. Skrokkurinn minn er ekki sáttur við þessa setu en það skiptir mig ekki máli þar sem ég sigraði að lokum! (sem kemur mér beint að næsta atriði)

2) Ég er SMÁ tapsár. Verð víst að viðurkenna að ég var ein af þeim sem fór að grenja eftir að hafa tapað ÞRÍframlengdum körfuboltaleik í Borgarnesi forðum (og ég er enn á því að við áttum að vinna leikinn, og þar af leiðandi orðnar íslandsmeistari kvenna (reyndar bara í 2 deild, en það þarf ekkert að fylgja sögunni)).

3)Ég er skósjúklingur dauðans. Á einu ári hef ég keypt mér 12 eða 13 pör og fengið eitt gefins og ég sem er á leiðinni til útlanda og þar með á talan eftir að hækka eitthvað (þið munið kannski eftir sögunni um rauðu stígvélin, þetta var engin lygi)

4)Ég er ótrúlega smeyk við gamla bíla sem geta bilað. Aumingja Óli sér örugglega mikið eftir dílnum sem við gerðum þegar hann valdi bíl fyrir mig, held að hann vilji frekar borga fyrir klippingarnar sínar heldur en að þola símtölin mín í tíma og ótíma þar sem ég er að lýsa yfir áhyggjum af því að bílinn sé að bila. Kannski tengist þessi hræðsla eitthvað því að þegar ég var 18 ára nýflutt í bæinn fékk ég skodan hans Bjarna lánaðann, og hann drap á sér einhverstaðar upp í árbæ á einbreiðri akgrein og auðvitað fyrsti bíll á rauðu ljósi, held að ljósin hafi breyst 5 sinnum áður en ég kom druslunni í gang og mikið búið að flauta á mig. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki eina bílasagan sem ég hef, en þetta er sú eina sem þið fáið þar sem þetta yrði efni í heila skáldsögu ef ég færi að segja þær allar.

5) Ég gerði marga hrekki þegar ég var yngri. Sérstaklega með Elínu og yfirleitt komumst við upp með þá, einu sinni kom meira að segja fyrir að einn strákur var kallaður til skólastjórans út af þeim, þegar hann átti engan, þá meina ég ENGAN, þátt í þeim. Þessir hrekkir verða ALDREI gefnir upp, enda erum við Elín ekki stoltar af þeim.

jæja þar hafið þið það, veit ekki hvort þessar upplýsingar koma að einhverju gagni en í tilefni af síðustu staðreyndinni ætla ég að nota tækifærið og óska Lellu minni til hamingju með daginn.

ég ætla ekki að klukka neinn, enda finnst mér þetta ekki skemtilegur leikur!

auf widersen......

ps: það eru aðeins 11 dagar og 9 tímar í ferðina miklu!!

þriðjudagur, september 13, 2005

alltaf jafn dugleg að blogga.

já já ég veit, ég er ekki sú besta í þessu, skal reyna að bæta mig í þessu.
skólinn byrjaður aftur með öllu tilheyrandi og ég er búin að koma mér ágætlega fyrir hér í Útgarði 2, með fínustu nágranna og alles.
Síðasta vikan var nú frekar róleg námslega séð, en þá var bara tekið á því í djamminu í staðinn og gerðist þau undur og stórmerki að ekki er nóg með að ég fór í eftirpartý heldur tók ég þátt í að halda það, og það er nú ansi merkilegt fyrir manneskju eins og mig, sem hefur kannski farið í fimm eftirpartý um ævina eða e-ð álíka, orkan er vanalega öll búin um leið og böllin. en alltaf kemur manni sjálfum sér á óvart. En auðvitað var mér launað fyrir þetta daginn eftir með hugarástandi dauðans!
Síðan síðasta færsla var gerð hefur undirrituð farið í tvö bryllup, fyrst hjá Hafdísi og Shiran....

brúðhjónin á leiðinn út úr kirkjunni

hafdís sæta, fyrst til að gifta sig af nylon systrum.
.....og síðan hjá Eyrúnu og Torfa

brúðhjónin

umvafin loforðum frá brúðkaupsgestun, áttu semsagt að sprengja eins margar blöðrur og þau gátu í 5 sek, og þau loforð sem voru í þeim blöðrum varð að efna. og auðvitað kom mitt upp og ég er semsagt að fara að gerast barnapían þeirra hérna á bifröst.

Ríkisgellur í góðum fíling

brúðurinn komin með réttan skóbúnað til að dansa.

fleiri myndir er að finna á myndasíðunni.

en eins og áður sagði þá er það bara alvara lífsins þó það sé frekar erfitt að koma sér í lærigírinn aftur, enda vill hugurinn soldið leita til hinnar frábæru ferðar er við hin fimm fræknu munu leggja upp í þann 8. október klukkan 7:30 að staðartíma. Já það er sko heldur betur farið að styttast í ferðina góðu en ýmislegt er nú á döfinni til að stytta biðina. Sumarbústaðarferð okkar gella veður eftir tvær vikur, þrátt fyrir mjög erfiða fæðingu og verður það eflust hin besta skemmtun og er svo ætlunin að kíkja á heimahagana með skærin fyrstu helgina í október.
en ég ætla að fara að hætta þessu bulli og segi kannski eitthvað meira af viti í næstu færslu, aldrei að vita nema ég fari bara að tala um pólitík eða eitthvað álíka skemmtilegt, ég hef svo mikla skoðun á því eða þannig, Gísli Marteinn eða Stefán Jón, ja svei mér þá, veit hreinlega ekki hvor yrði betri kostur....later...
auf widersen...