klukk klukk
helv. klukk leikur, verð víst að svara þar sem er búið að klukka mig tvisvar
hér koma semsagt 5 staðreyndir um mig:
1)Sagan segir víst að ég sé ótrúlega þrjósk. Veit reyndar ekki hvaðan það kemur! Ekki það að ég hafi sitið í 4 tíma stanslaust í dag að spila monopoly og við Helgi vorum tvö eftir síðustu 2 tímana og vildum hvorugt gefa eftir. Skrokkurinn minn er ekki sáttur við þessa setu en það skiptir mig ekki máli þar sem ég sigraði að lokum! (sem kemur mér beint að næsta atriði)
2) Ég er SMÁ tapsár. Verð víst að viðurkenna að ég var ein af þeim sem fór að grenja eftir að hafa tapað ÞRÍframlengdum körfuboltaleik í Borgarnesi forðum (og ég er enn á því að við áttum að vinna leikinn, og þar af leiðandi orðnar íslandsmeistari kvenna (reyndar bara í 2 deild, en það þarf ekkert að fylgja sögunni)).
3)Ég er skósjúklingur dauðans. Á einu ári hef ég keypt mér 12 eða 13 pör og fengið eitt gefins og ég sem er á leiðinni til útlanda og þar með á talan eftir að hækka eitthvað (þið munið kannski eftir sögunni um rauðu stígvélin, þetta var engin lygi)
4)Ég er ótrúlega smeyk við gamla bíla sem geta bilað. Aumingja Óli sér örugglega mikið eftir dílnum sem við gerðum þegar hann valdi bíl fyrir mig, held að hann vilji frekar borga fyrir klippingarnar sínar heldur en að þola símtölin mín í tíma og ótíma þar sem ég er að lýsa yfir áhyggjum af því að bílinn sé að bila. Kannski tengist þessi hræðsla eitthvað því að þegar ég var 18 ára nýflutt í bæinn fékk ég skodan hans Bjarna lánaðann, og hann drap á sér einhverstaðar upp í árbæ á einbreiðri akgrein og auðvitað fyrsti bíll á rauðu ljósi, held að ljósin hafi breyst 5 sinnum áður en ég kom druslunni í gang og mikið búið að flauta á mig. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er ekki eina bílasagan sem ég hef, en þetta er sú eina sem þið fáið þar sem þetta yrði efni í heila skáldsögu ef ég færi að segja þær allar.
5) Ég gerði marga hrekki þegar ég var yngri. Sérstaklega með Elínu og yfirleitt komumst við upp með þá, einu sinni kom meira að segja fyrir að einn strákur var kallaður til skólastjórans út af þeim, þegar hann átti engan, þá meina ég ENGAN, þátt í þeim. Þessir hrekkir verða ALDREI gefnir upp, enda erum við Elín ekki stoltar af þeim.
jæja þar hafið þið það, veit ekki hvort þessar upplýsingar koma að einhverju gagni en í tilefni af síðustu staðreyndinni ætla ég að nota tækifærið og óska Lellu minni til hamingju með daginn.
ég ætla ekki að klukka neinn, enda finnst mér þetta ekki skemtilegur leikur!
auf widersen......
ps: það eru aðeins 11 dagar og 9 tímar í ferðina miklu!!